Fréttablaðið - 21.02.2014, Síða 14
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 14
Gefum 80.000 kr.
af eldsneyti dagana
25-28. febrúar!
www.lodur.is - Sími 544 4540
Vertu vinur okkar á Facebook
og þú gætir unnið!
HEILBRIGÐISMÁL Úrskurður úrskurðarnefndar almanna-
trygginga um tilhögun greiðslu endurhæfingarlífeyr-
is setur Tryggingastofnun ríkisins, TR, í talsverðan
vanda. Málið er nú til skoðunar hjá velferðarráðuneyt-
inu og stofnuninni.
Fréttablaðið greindi í gær frá niðurstöðu úrskurðar-
nefndar almannatrygginga í máli konu sem fékk sjúkra-
dagpeninga til 8. júní í fyrra en TR taldi að hún ætti
ekki rétt á endurhæfingarlífeyri fyrr
en 1. júlí. Konan var því bótalaus í 22
daga. Úrskurðarnefndin komst hins
vegar að þeirri niðurstöðu að greiða
ætti lífeyrinn frá 9. júní, eða degi
eftir að hún varð bótalaus.
Sigríður Lillý Baldursdóttir, for-
stjóri Tryggingastofnunar, segir að
úrskurðurinn setji TR í töluverðan
vanda.
„Vandi okkar við úrlausn þessa
verkefnis er að hér mætast annars vegar reglur sjúkra-
sjóða stéttarfélaga sem byggja á dagpeningum og hins
vegar regluverk almannatrygginga þar sem byggt er
á mánaðarréttindum,“ segir hún og bætir við að allar
greiðslur sem Tryggingastofnun hefur með að gera séu
byggðar á mánaðarréttindum en séu ekki í formi dag-
peninga. Til grundvallar bótareikningi hvers mánaðar
skuli leggja einn tólfta af áætluðum tekjum ársins. End-
urhæfingarlífeyrir sé tekjutengdur og ráðist greiðslur
því af tekjum lífeyrisþega á mánaðargrundvelli.
Sigríður Lillý segir að úrskurðurinn krefjist því
grundvallarbreytinga á greiðslufyrirkomulagi endur-
hæfingarlífeyris og sé málið til skoðunar hjá velferð-
arráðuneytinu.
„Fleira kemur til sem gerir stöðuna flókna. Skarist
greiðslur sjúkrasjóða og Tryggingastofnunar innan
mánaðarins geti það leitt til lægri heildargreiðslna til
viðskiptavina. Því er afar mikilvægt að fara gaumgæfi-
lega yfir þessi mál,“ segir Sigríður Lillý.
Tryggingastofnun fellst ekki á að úrskurðurinn verði
afturvirkur.
Magnús Nordahl, yfirlögfræðingur Alþýðusambands-
ins, hefur sagt að hann líti svo á að úrskurðurinn hafi
ótvírætt fordæmisgildi og sé afturvirkur.
johanna@frettabladid.is
Krefst breytinga hjá
Tryggingastofnun
Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins segir að úrskurður úrskurðarnefndar
almannatrygginga krefjist grundvallarbreytinga á greiðslufyrirkomulagi endur-
hæfingarlífeyris. Reglur sjúkrasjóða skarist við regluverk almannatrygginga.
Ár Fjöldi Heildarfjárhæð
2011 1.091 2.315 millj. kr.
2012 1.200 2.632 millj. kr.
2013 1.277 3.028 millj. kr.
GREIÐSLUR ÚR ENDURHÆFINGAR-
LÍFEYRISSJÓÐI TR
SIRÍÐUR LILLÝ
BALDURSDÓTTIR
EKKI AFTURVIRKUR Tryggingastofnun ríkisins telur úrskurð
úrskurðarnefndar almannatrygginga ekki afturvirkan.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HAFNARFJÖRÐUR Bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði
segja meirihluta Samfylkingar og
Vinstri grænna í bæjarstjórn ætla
að efna til kosningahátíðar á kostn-
að bæjarsjóðs í vor. Á bæjarstjórn-
arfundi vísuðu þeir til þeirrar
„skyndiákvörðunar“ meirihlutans
að halda bæjarhátíðina Bjarta daga
að þessu sinni í apríl, eða um mán-
uði fyrir bæjarstjórnarkosningar.
Bæjarfulltrúar meirihluta sögðu
að samþykkt hefði verið síðasta
haust að hátíðin skyldi haldin í
tengslum við sumardaginn fyrsta.
Þeir bókuðu að ef sjálfstæðis-
menn vildu fresta öllum árlegum
viðburðum á vegum menningar-
og ferðamálanefndar fram yfir
kosningar þá væri þeim frjálst að
leggja fram tillögur þess efnis í
menningar- og ferðamálanefnd. - gar
Sjálfstæðisfólk gagnrýnir bæjarhátíð í Hafnarfirði:
Telja bæjarbúa látna
borga kosningahátíð