Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 14
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 14 Gefum 80.000 kr. af eldsneyti dagana 25-28. febrúar! www.lodur.is - Sími 544 4540 Vertu vinur okkar á Facebook og þú gætir unnið! HEILBRIGÐISMÁL Úrskurður úrskurðarnefndar almanna- trygginga um tilhögun greiðslu endurhæfingarlífeyr- is setur Tryggingastofnun ríkisins, TR, í talsverðan vanda. Málið er nú til skoðunar hjá velferðarráðuneyt- inu og stofnuninni. Fréttablaðið greindi í gær frá niðurstöðu úrskurðar- nefndar almannatrygginga í máli konu sem fékk sjúkra- dagpeninga til 8. júní í fyrra en TR taldi að hún ætti ekki rétt á endurhæfingarlífeyri fyrr en 1. júlí. Konan var því bótalaus í 22 daga. Úrskurðarnefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að greiða ætti lífeyrinn frá 9. júní, eða degi eftir að hún varð bótalaus. Sigríður Lillý Baldursdóttir, for- stjóri Tryggingastofnunar, segir að úrskurðurinn setji TR í töluverðan vanda. „Vandi okkar við úrlausn þessa verkefnis er að hér mætast annars vegar reglur sjúkra- sjóða stéttarfélaga sem byggja á dagpeningum og hins vegar regluverk almannatrygginga þar sem byggt er á mánaðarréttindum,“ segir hún og bætir við að allar greiðslur sem Tryggingastofnun hefur með að gera séu byggðar á mánaðarréttindum en séu ekki í formi dag- peninga. Til grundvallar bótareikningi hvers mánaðar skuli leggja einn tólfta af áætluðum tekjum ársins. End- urhæfingarlífeyrir sé tekjutengdur og ráðist greiðslur því af tekjum lífeyrisþega á mánaðargrundvelli. Sigríður Lillý segir að úrskurðurinn krefjist því grundvallarbreytinga á greiðslufyrirkomulagi endur- hæfingarlífeyris og sé málið til skoðunar hjá velferð- arráðuneytinu. „Fleira kemur til sem gerir stöðuna flókna. Skarist greiðslur sjúkrasjóða og Tryggingastofnunar innan mánaðarins geti það leitt til lægri heildargreiðslna til viðskiptavina. Því er afar mikilvægt að fara gaumgæfi- lega yfir þessi mál,“ segir Sigríður Lillý. Tryggingastofnun fellst ekki á að úrskurðurinn verði afturvirkur. Magnús Nordahl, yfirlögfræðingur Alþýðusambands- ins, hefur sagt að hann líti svo á að úrskurðurinn hafi ótvírætt fordæmisgildi og sé afturvirkur. johanna@frettabladid.is Krefst breytinga hjá Tryggingastofnun Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins segir að úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga krefjist grundvallarbreytinga á greiðslufyrirkomulagi endur- hæfingarlífeyris. Reglur sjúkrasjóða skarist við regluverk almannatrygginga. Ár Fjöldi Heildarfjárhæð 2011 1.091 2.315 millj. kr. 2012 1.200 2.632 millj. kr. 2013 1.277 3.028 millj. kr. GREIÐSLUR ÚR ENDURHÆFINGAR- LÍFEYRISSJÓÐI TR SIRÍÐUR LILLÝ BALDURSDÓTTIR EKKI AFTURVIRKUR Tryggingastofnun ríkisins telur úrskurð úrskurðarnefndar almannatrygginga ekki afturvirkan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAFNARFJÖRÐUR Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði segja meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn ætla að efna til kosningahátíðar á kostn- að bæjarsjóðs í vor. Á bæjarstjórn- arfundi vísuðu þeir til þeirrar „skyndiákvörðunar“ meirihlutans að halda bæjarhátíðina Bjarta daga að þessu sinni í apríl, eða um mán- uði fyrir bæjarstjórnarkosningar. Bæjarfulltrúar meirihluta sögðu að samþykkt hefði verið síðasta haust að hátíðin skyldi haldin í tengslum við sumardaginn fyrsta. Þeir bókuðu að ef sjálfstæðis- menn vildu fresta öllum árlegum viðburðum á vegum menningar- og ferðamálanefndar fram yfir kosningar þá væri þeim frjálst að leggja fram tillögur þess efnis í menningar- og ferðamálanefnd. - gar Sjálfstæðisfólk gagnrýnir bæjarhátíð í Hafnarfirði: Telja bæjarbúa látna borga kosningahátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.