Fréttablaðið - 21.02.2014, Qupperneq 16
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Ekki veit ég með vissu hvort heppilegt
sé að spyrja þriggja meginspurninga nú
þegar umræður um aðildar- (eða aðlögun-
ar-) viðræður við Evrópusambandið hafa
keyrst fastar í gamalkunnum farvegi.
Svör við þessum spurningum (og nokkr-
um afleiddum) gætu varpað ljósi á hvern-
ig við rekum það sem kallast lýðveldi með
þingbundinni stjórn samkvæmt fyrstu
grein stjórnarskrár Íslands. Eigum við að
reyna?
Fyrsta spurningin (og tvær afleiddar)
er svona: Getur stjórnmálaflokkur sem
leggur fram grunnstefnuskrá fyrir þing-
kosningar staðið fast á því að allir kjós-
endur sínir taki að öllu leyti undir hvert
einasta stefnuatriði? Ef svo er hvernig
vita stjórnmálamenn flokksins það? Ef
svo er ekki hvernig er þá unnt að nota
kosningaúrslit sem skýran og óhaggan-
legan mælikvarða á vilja kjósenda í öllum
helstu meginmálum samfélagsins?
Mælir nokkuð gegn
þjóðaratkvæðagreiðslu?
Önnur spurning (og tvær afleiddar) er
svona: Ef unnar eru nokkrar skoðana-
kannanir með lágmarks vísindalegum
hætti um tiltekin pólitísk meginmálefni,
duga þær til að höndla sem best hin sömu
mál og þá í samræmi við niðurstöður
kannananna? Ef svo er, hvor nýleg könn-
unin er mikilvægari – sú sem bendir til
þess að 60–75% landsmanna séu andvíg
inngöngu í Evrópusambandið eða sú sem
bendir til þess að 60–75% landsmanna
vilji að þjóðaratkvæðagreiðsla um fram-
tíð aðildarviðræðna fari fram? Sé svo
ekki, mælir þá eitthvað á móti því að hafa
þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort slíta
beri viðræðunum eins og nú heyrist rætt
um, eða halda þeim áfram og það áður en
þingsályktunartillaga um slit er lögð fram
á Alþingi?
Þriðja spurning (og tvær afleiddar): Ef
skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ, umbeðin
af fulltrúum vorum sem teljast andvígir
EB-aðild, er góð og gild má þá búast við að
skýrsla Alþjóðamálastofnunar HÍ, umbeð-
in af víðtækum samtökum sem sögð eru
fylgjandi aðild, verði hvorki góð né gild?
Ef svo er, hver eru þá rökin? Ef svo er
ekki, væri snjallt að leyfa þeirri skýrslu
að lita umræður með opnum huga?
Spurt … og svarað?
STJÓRNMÁL
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðvísindamaður
og rithöfundur
➜ Getur stjórnmálafl okkur sem
leggur fram grunnstefnuskrá fyrir
þingkosningar staðið fast á því að
allir kjósendur sínir taki að öllu leyti
undir hvert einasta stefnuatriði?
Nostradamus
Umræður um Evrópusambandið og
skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands um efnið héldu áfram í þinginu
í gær. Andstæðingar héldu margir áfram
að túlka skýrsluna mestmegnis sér í hag
og Evrópusinnarnir gerðu slíkt hið sama.
Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar fram-
tíðar, var léttur að vanda. Hann vildi að
samningaviðræðum yrði haldið áfram
þar til samningur lægi fyrir, til að
hægt yrði að meta hvort landið
fengi undanþágur frá skilyrðum
Evrópusambandsins. Hann
sagði skýrsluna bæta litlu við
það sem komið hefði fram
annars staðar og lægi fyrir.
Óttarr sagði erfitt
að gerast mikill
Nostradamus
og það að
horfa marga áratugi fram í tímann til
að reyna að spá um hvað myndi gerast
væri tiltölulega fánýt iðja. Vonandi voru
einhverjir að hlusta á Óttar.
Blauta tuskan
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, tók einnig þátt í umræðum
um aðildarviðræðurnar við
Evrópusambandið. Hann
setti örlítið ofan í við
utanríkisráðherra,
sem hafði áður sagt
að skýrsla sem aðilar
vinnumarkaðarins
hafa látið Alþjóða-
stofnun Háskólans
gera um stöðu
viðræðna við
sambandið
hefði engin
áhrif á það sem stjórnvöld eru að gera
þar sem hún væri pöntuð af fylgjendum
Evrópusambandsins. Brynjar sagði í
ræðu sinni á þinginu í gær að hann
hefði viljað hafa fleiri skýrslur sem
vitað er að séu á leiðinni. Brynjar sagði
einnig að hann væri í flokki þar sem
skiptar skoðanir eru um ESB, þar vildu
einhverjir sjá hvort sérlausnir væru
í boði og hvort þær gætu verið
varanlegar. Hann sagðist hafa
skilning á því að þessi hópur
sætti sig ekki við að hann væri
bara sleginn með blautri tusku
í andlitið og viðræðum slitið.
Það verður spennandi að sjá
hvort ríkisstjórnin ætlar
að dýfa tuskunni í
vatnið og reiða til
höggs.
fanney@frettabladid.is
É
g var í röð á leið á klósettið og einhverjir voru að bögga
mig á meðan. Síðan þegar ég kom út af skemmtistaðnum
beið sami hópur stráka og var með stæla. Það endaði
með því að einn þeirra kýldi mig niður og annar sparkaði
í mig.“
Þetta er ekki saga frá Rússlandi Pútíns, svo vitnað sé í pistil
Pawels Bartoszek frá því í síðustu viku. Nei, orðin hér að ofan eru
höfð eftir framhaldsskólanemanum Erni Danival Kristjánssyni
í blaði dagsins. Örn segir okkur
sögu úr Reykjavík, höfuðborg-
inni okkar.
Fyrr í vikunni sögðum við frá
nýrri íslenskri könnun sem sýnir
svart á hvítu að fordómar gagn-
vart hinsegin fólki eru enn mjög
útbreiddir á Íslandi. Samtökin
´78 stóðu að könnuninni og sagði formaður samtakanna, Anna
Pála Sverrisdóttir, að niðurstöðurnar hefðu ekki komið sér sér-
staklega á óvart.
Mikill meirihluti þátttakenda í könnuninni upplifði fordóma,
bæði í vinnunni og í skóla, á skemmtistöðum og jafnvel í fjöl-
skylduboðum, af því að þeir eru hinsegin. Tölurnar eru sláandi og
sýna að við eigum enn mjög langt í land og aðrar kannanir sýna
okkur að samkynhneigð ungmenni eru tuttugu og fimm sinnum
líklegri en önnur til að hafa reynt að svipta sig lífi, margsinnis.
Þetta unga fólk upplifir oft mikla höfnun og fordóma.
Verstir eru fordómarnir gagnvart hinsegin fólki í miðbæ
Reykjavíkur eftir myrkur og margir treysta sér ekki í bæinn um
helgar. Anna Pála staðfesti á þriðjudag að fordómarnir ættu það
til að birtast í sinni verstu mynd þegar fólk hefur drukkið frá sér
allar hömlur.
Örn Danival stígur fram í Fréttablaðinu í dag ásamt Einari Val
Einarssyni. Þessar ungu hetjur mæta fordómum af æðruleysi þótt
þeir hafi mikil áhrif á líf þeirra beggja. Við erum komin miklu
styttra en við höldum. Enda er mjög stutt síðan við buðum hins-
egin fólki að setjast við sama borð og öllum öðrum. Það eru ekki
tuttugu ár síðan lög um staðfesta samvist voru samþykkt og fyrir
rétt um fjórum árum máttu prestar og forstöðufólk trúfélaga ekki
gifta homma og lesbíur.
Við þurfum ekki að leita til Rússlands til að verða vitni að for-
dómum í garð samkynhneigðra. Við mismunuðum samkynhneigð-
um hvað varðar samræðisaldur allt til ársins 1992 og lofuðum
hvorki hommum né lesbíum að ættleiða börn fyrr en árið 2006.
Það er fyrir rétt um átta árum.
Það mun taka okkur tíma að uppræta fordóma gagnvart hinseg-
in fólki og við megum alls ekki sofna á verðinum. Við eigum ekki
langa sögu fordómaleysis og umburðarlyndis hér á landi. Þess
vegna er svo mikilvægt að við leggjum við hlustir þegar svona
kannanir eins og sú sem Samtökin ´78 létu gera sýna okkur svart
á hvítu að þessi þjóðfélagshópur upplifir enn fordóma. Við eigum
einnig að taka mark á þessum ungu mönnum sem við ræðum við
í Fréttablaðinu í dag og fagna þeirra innleggi í umræðuna. Við
getum gert miklu betur.
Enn upplifir hinsegin fólk fordóma á Íslandi:
Stutt saga úr
Reykjavík Pútíns
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is