Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 21. febrúar 2014 | SKOÐUN | 17
Í DAG
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Á seinasta kjörtímabili rak Ísland
minnst tvær utanríkisstefnur. Ann-
ars vegar var það utanríkisstefna
Íslands sem vildi ganga í Evrópu-
sambandið og taka upp evru. Þetta
Ísland vildi samþykkja kröfur
Breta og Hollendinga í IceSave.
Þetta var Ísland ríkisstjórnarinnar,
eða öllu heldur Samfylkingarhluta
hennar. Hinn stjórnarflokkurinn
samþykkti þessa stefnu þegjandi
og hljóðalaust, en augljóslega án
mikils eldmóðs.
Svo var það hin utanríkisstefn-
an, utanríkisstefna forsetans.
Utanríkisstefna sem snerist um
að tala illa um Evrópusamband-
ið á opinberum vettvangi. Utan-
ríkisstefna Íslands sem vildi ekki
ganga í Evrópusambandið, vildi
ekki semja við Breta og Hollend-
inga, vildi efla samskipti við Kín-
verja og Rússa, gera viðskipta-
samninga við þau lönd og styggja
ríkisstjórnir þeirra aldrei.
Það er auðvitað ruglingslegt
þegar þjóð hefur tvær utanríkis-
stefnur. Menn eru ekki endilega
vanir því að forseti ríkis sem hefur
beðið um að ganga í ESB rakki það
í spað og spyrji hvers konar „klúbb-
ur þetta eiginlega sé“. Eða að ríki
semji um aðild að tollabandalagi
og geri á sama tíma fríverslunar-
samning við allt annað ríki. En nú
hefur staðan einfaldast til muna.
Framsóknarmennirnir þrír, for-
seti, forsætisráðherra og utanrík-
isráðherra, ganga í takt. Þetta er
minna ruglingslegt. Ég veit ekki
hvort mér finnst það betra.
Við kusum þetta
Til að gæta sanngirni þá er auð-
vitað ekki þannig að þessi nýja,
andevrópska, prókínverska og
prórússneska utanríkisstefna hafi
ekkert lýðræðislegt umboð. Ólaf-
ur Ragnar vann seinustu forseta-
kosningar með nokkrum mun.
Synjanir hans á lögum um Ice-
Save voru staðfestar af kjósendum
með afgerandi hætti. Fyrrverandi
formaður Framsóknarflokksins,
Guðni Ágústsson, var í hópi dygg-
ustu stuðningsmanna forsetans.
Framsóknarflokkurinn með sinn
nýja InDefense-arm náði góðum
árangri í seinustu kosningum. En,
já, þessi utanríkisstefna datt ekki
af himnum ofan. Fólk kaus hana.
Með í sýningunni
Forseti Íslands mætti til Sotsjí
ásamt tveimur ráðherrum. Forset-
ar hafa hingað til lítið mætt á Vetr-
arólympíuleika. Þjóðhöfðingjar
margra annarra ríkja létu ekki sjá
sig. Þar fyrir utan er nú ekki eins
og þessi íþróttahátíð fái Íslend-
inga til að leggja niður vinnu.
Við sendum oftast færri kepp-
endur þangað en í Evróvisjón. Og
þegar þjóðhöfðingi okkar mætir
og tekur mynd af sér með Pútín þá
hefur það eitthvað að segja. Það er
stundum sagt að markmið Rússa
með þessum leikum sé að sýna
heiminum hitt og þetta. Ég held að
markmið rússneskra stjórnvalda
sé fyrst og fremst að sannfæra
eigin borgara um að þeir búi í öfl-
ugu og nútímalegu ríki sem aðrir
í heiminum virði og líti upp til. Við
höfum nú gert okkar til að hjálpa
til í þeirri leiksýningu.
Ráðherra les upp úr Ítar-Tass
Seinast í vikunni gerði utanríkis-
ráðherrann eiginlega gott betur
með því að taka undir málstað
Rússa í málefnum Úkraínu með
því að halda því fram að í raun
bæri Evrópusambandið ábyrgð
á ástandinu í Úkraínu. Þetta er
athyglisverður vinkill. Ástandið í
Úkraínu er nú svipað því sem það
var í Rússlandi á 10. áratugnum.
Olígarkar ráða miklu, fjölhyggjan
á í vök að verjast og veruleg hætta
er á að Úkraína fari sömu leið og
Rússland, Hvíta-Rússland eða
Kasakstan, verði ríki þar sem kosn-
ingar eru lítið annað en fjarvistar-
sönnun fyrir ráðamenn til að halda
áfram að herða völd sín. Deilurnar
í Kíev snúast um hvort landið eigi
að vera vestrænt fjölhyggjuríki eða
pútínskt nær-einræði. Það ætti að
vera auðvelt að taka afstöðu í þeirri
deilu. Það reynist hinum Moskvu-
vænu framsóknarmönnum hins
vegar erfiðara en mörgum öðrum.
Hýddar fyrir söng
Ég ætla ekki að búa til falska val-
kosti. Við getum eflt tengsl okkar
við nágrannaþjóðirnar án þess að
ganga í ESB. Það má reyna. En
núverandi utanríkisstefnu, stefnu
sleikjuskapar við harðstjórnir,
verður að linna.
Þeir sem vilja geta farið á netið
og séð myndband þar sem lög-
reglumenn í Sotsjí lemja meðlimi
Pussy Riot með svipum. Þetta
höfum við kosið: Utanríkisstefnu
þar sem við nýtum hvert tækifæri
til að standa í átökum við þau ríki
sem ættu að standa okkur næst.
Utanríkisstefnu sem tekur ekki
stöðu með mannréttindum. Utan-
ríkisstefnu þar sem við freistum
þess að dýpka sambönd við ríki
þar sem konur eru hýddar með
svipum á götum úti fyrir það að
hafa reynt að syngja lag.
Moskvulínan II
Á degi táknmáls-
ins 11. febrú-
ar var í fréttum
Stöðvar 2 við-
tal við Margréti
Gígju Þórðardótt-
ur, kennslustjóra
hjá Samskipta-
miðstöð heyrnar-
lausra og heyrn-
arskertra.
Í f r a m a n -
greindu viðtali
kom fram að hún
teldi að um 250 manns notuðu tákn-
mál á Íslandi. Jafnframt taldi hún
að helmingur þjóðarinnar væri
heyrnarskertur og lagði hún til að
allir Íslendingar lærðu táknmál til
að nota í ellinni eða þegar þeir færu
að missa heyrn.
Heyrnarhjálp, félag heyrnar-
skertra á Íslandi, hefur lengi barist
fyrir rittúlkun sem aðgengisleið til
að halda fólki með heyrnarskerð-
ingu í sem bestum tengslum við
samfélagið. Þessi barátta okkar
hefur haft yfirskriftina „Texti
er okkar tromp“ þar sem annars
vegar er vísað til þess að sjónvarps-
efni verði textað í auknum mæli og
hins vegar að þjónusta við heyrnar-
skerta verði aukin með rittúlkun.
Langflestir Íslendingar eru læsir
og gætu því mjög auðveldlega nýtt
sér rittúlka við ýmsar athafnir og
aðstæður. Einnig hefur félagið mælt
með notkun heyrnar- og hjálpar-
tækja sem sífellt verða betri og full-
komnari.
Samskiptafærni á ritmáli fer ört
vaxandi í hinum tæknivædda heimi,
s.s. í snjallforritum ýmiss konar og
nánast hvar sem er, auk þess sem
samskiptamiðlar eins og Facebook,
Twitter og Snapchat stuðla að vax-
andi notkun ritmáls.
Flestir kannast við textun á mynd-
efni hjá RÚV sem birtist á síðu 888
á textavarpinu. Hingað til hefur sú
textun verið bundin við áður upptek-
ið efni. Á undanförnum árum hefur
vægi frétta og annarra dagskrárliða
sem sendir eru út beint aukist veru-
lega. Krafa okkar og framtíðarinn-
ar er sú að þannig efni verði textað
jafnóðum.
Við hjá Heyrnarhjálp bendum á að
sá hópur sem greinist með heyrnar-
skerðingu, jafnvel á háu stigi, notar
mun oftar íslensku en táknmál sem
fyrsta mál/samskiptamál. Þegar
fólk er komið á fullorðinsár er afar
fátítt að það tileinki sér táknmál
sem samskiptamál í kjölfar heyrn-
arskerðingar og tæpast hægt að
gera kröfu um slíkt.
Við viljum ekki á neinn hátt rýra
hlut heyrnarlausra og tökum undir
mikilvægi þess að þeir fái fullt
aðgengi að samfélaginu með þeirri
aðferð sem þeim nýtist best.
Við viljum einungis benda á að í
tilviki þeirra sem þjást af heyrn-
arskerðingu er rittúlkun og notk-
un hentugra hjálpartækja besta
lausnin.
Texti er trompið
TÁKNMÁL
Kolbrún
Stefánsdóttir
framkvæmdastjóri
Heyrnarhjálpar