Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 20
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HALLFRÍÐUR STEINUNN
ÁSMUNDSDÓTTIR (DISTA)
Skúlagötu 20, 101 Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 15. febrúar
2014. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju
föstudaginn 21. febrúar kl. 13.00.
Tryggvi Gunnarsson Ragnhildur Ragnarsdóttir
Halldór Gunnarsson Selma Björk Grétarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur minn,
sambýlismaður, bróðir og mágur,
PÉTUR PÉTURSSON
Háagerði 71,
lést á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi
29. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hjördís Ágústsdóttir
Jóna Björk Jónsdóttir
Anna Sigríður Pétursdóttir
Guðmundur Ágúst Pétursson Hulda Björg Sigurðardóttir
Sturla Pétursson Rósa Þorvaldsdóttir
Bryndís Pétursdóttir
ZOPHANÍAS MAGNÚS MÁRUSSON
Meltröð 4, Kópavogi,
lést á Sunnuhlíð þriðjudaginn 18. febrúar.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 26. febrúar kl. 11.00.
Börn, tengdabörn og barnbörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR GUNNAR STEFÁNSSON
Hrafnistu í Reykjavík, áður Bugðulæk 15,
lést á Hrafnistu fimmtudaginn 13. febrúar sl.
Útförin fer fram föstudaginn 21. febrúar
kl. 15 frá Hallgrímskirkju í Reykjavík.
Sigrún, Guðrún, Bryndís og Siggi,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur sambýlismaður, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
RAGNAR SIGURGEIRSSON
Skúlagötu 20, Reykjavík,
lést á bráðamóttöku Landspítalans
þriðjudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.00.
Lilja Tómasdóttir
Þorlákur Guðmundsson Álfhildur Hjördís Jónsdóttir
Helena Ragnarsdóttir
Hjalti Þór Ragnarsson Kristrún Hauksdóttir
Andri Ragnarsson Rósa Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn,
bræður og systur.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓNÍNA BJÖRG HELGADÓTTIR
(NINNA)
frá Hóli, Hauganesi,
lést á heimili sínu, Hornbrekku á Ólafsfirði,
föstudaginn 14. febrúar síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn
22. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Stærri-Árskógskirkjugarði.
Magnús S. Jóhannsson Sigþóra Sigurjónsdóttir
Svava Björg Jóhannsdóttir Björn Kjartansson
Aðalheiður H. Jóhannsdóttir Þorleifur R. Sigvaldason
Sæunn S. Jóhannsdóttir Rúnar Steingrímsson
Bergþóra Jóhannsdóttir Jón Valur Sverrisson
Kristín S. Jóhannsdóttir Kristinn Snæbjörnsson
barnabörn og langömmubörn.
Elskuleg systir mín, mágkona og frænka,
BIRNA HELGADÓTTIR
frá Leirhöfn,
lést 12. febrúar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum.
Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 24. febrúar kl. 13.00.
Hildur Helgadóttir Sigurður Þórarinsson
Dýrleif Andrésdóttir
Pétur Einarsson
og systkinabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, sonur og afi,
GUÐMUNDUR RÚNAR
GUÐMUNDSSON
Úthlíð 37, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu þann 18. febrúar sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Vilborg Sverrisdóttir
Ragnar Guðmundsson Svanhildur Anna Magnúsdóttir
Guðmundur Rúnar Guðmundsson
og barnabörn.
100 ára afmæli
Hólm Dýrfjörð
Hólm Dýrfjörð verður 100 ára í
dag, 21. febrúar. Af því tilefni tekur
hann á móti ætting jum og vinum á
morgun, laugardaginn 22. febrúar,
kl. 3, í safnaðarheimili Áskirkju,
Vesturbrún 30, Reykjavík.
Hólm fæddist þann 21. febrúar árið 1914 í Nauteyrarhreppi.
Hann ólst upp skammt frá Ísafirði fyrstu árin og síðan á Ísafirði.
Hann fluttist á unglingsaldri til Siglufjarðar. Hólm og kona hans,
Sigurrós Sigmundsdóttir (d. 23.02. 1999), áttu miklu barnaláni
að fagna og eru afkomendur þeirra orðnir 87 talsins.
Þökkum öllum hjartanlega sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát
og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
GÍSLA BERGSVEINS
ÓLAFS LÁRUSSONAR
Ársölum 1.
Sérstakar þakkir færum við heimahlynningu LSH og Friðbirni
Sigurðssyni krabbameinslækni fyrir ómetanlegan stuðning,
umhyggju og kærleika. Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Þórarinsdóttir
Þórarinn Gíslason Karen Dagmar Guðmundsdóttir
Jóna Bryndís Gísladóttir Vilhjálmur Sveinn Björnsson
Sigrún Gísladóttir Bjarni Þór Hjaltason
barnabörn og barnabarnabörn.
Í dag verður boðið upp á námskeið
fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára í
Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöð-
um.
Listakonan Berglind Jóna Hlynsdótt-
ir býður krökkum að taka þátt í heim-
spekismiðju í tengslum við sýningu
á verkum eftir finnska listamanninn
Harro. „Markmið námskeiðsins er að
vekja spurningar um sjónræna áreitið í
kringum okkur og hvetja til sjálfstæðr-
ar hugsunar,“ segir í fréttatilkynningu.
Listamaðurinn Harro hefur tekið vöru-
merki þekktra fyrirtækja og snúið
út úr þeim á skoplegan hátt. Á sýn-
ingu Harros er sjónum aðallega beint
að popplistaverkum hans frá árun-
um 1968 til 1972, en þau ollu uppnámi
þegar þau voru fyrst sýnd í Finnlandi.
Í verkunum byggir hann meðal annars
á finnska fánanum, á vörumerkjum
alþjóðlegra fyrirtækja og svínum svo
eitthvað sé nefnt.
Farið verður í stutta leiðsögn um
sýningu Harros og fjallað um valin
verk og að lokum verður smiðja þar
sem þátttakendur fá að gera sínar eigin
tilraunir.
Berglind Jóna Hlynsdóttir hefur í
verkum sínum unnið með pólitískar
táknmyndir og hugmyndina um vöru-
merki með undirliggjandi samfélags-
rýni. Foreldrum er velkomið að taka
þátt.
Námskeiðið stendur frá kl. 13-16,
þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
olof@frettabladid.is
Harro leikur að lógóum
Heimspekismiðja unga fólksins verður haldin á Kjarvalsstöðum í dag frá 13 til 16.
HEIMSPEKISMIÐJA FYRIR BÖRN Berglind Jóna stýrir smiðjunni í tengslum við sýningu
Harros á Kjarvalsstöðum. VÍSIR/HÖRÐUR
Malcolm X, fæddur Malcolm Little, var
aðgerðasinni, prestur og talsmaður þjóð-
félags múslima. Hann barðist ötullega
fyrir réttindum blökkumanna í Bandaríkj-
unum á fjórða og fimmta áratug síðustu
aldar. Hann var myrtur í New York þann
21. febrúar 1965.
Malcolm X hafði slitið sig frá samtök-
unum „Nation of Islam“ skömmu fyrir
dauða sinn og eftir það óttaðist Malcolm
um líf sitt og fjölskyldu sinnar. Ástæðan
fyrir ágreiningnum milli Malcolms X og
samtakanna var sú að Malcolm hafði
gert lítið úr morðinu á Kennedy forseta.
Eftir að hann sleit sig frá samtökunum
óttuðust yfirmenn „Nation of Islam“ að
Malcolm tæki marga með sér úr sam-
tökunum. Malcolm og fjölskylda hans
urðu ítrekað fyrir árásum og til dæmis var
kveikt í húsi fjölskyldunnar.
Daginn sem hann var myrtur átti hann
að flytja ræðu í Audubon Ballroom í New
York. Rétt eftir að búið var að kynna
Malcolm til leiks ruddust þrír menn inn
í salinn og hófu skotárás. Malcolm var
skotinn sextán sinnum og lést sam-
stundis. Hann var jarðsettur í New York
og mættu um
30.000 þúsund manns til að votta
honum virðingu sína. Malcolms X verður
lengi minnst sem baráttumanns fyrir rétt-
indum blökkumanna.
21. FEBRÚAR 1965
Malcolm X myrtur