Fréttablaðið - 21.02.2014, Page 29
FRÉTTABLAÐIÐ
LÍFIÐ 21. FEBRÚAR 2014 • 7
Sú tilhugsun, að
fleiri fái að njóta,
drífur mig áfram.
Fólk sem hefur
unun af því að
vinna með hönd-
unum, eins og ég
sjálf.
um. Þær villa um fyrir neytend-
um. Oftast eru gæði eftirlíking-
anna léleg, enda forsenda þess að
það sé þess virði að búa til eftirlík-
ingu sú að hún kosti minna en upp-
runalega varan. Það er mikil kúnst
að búa til góða og vandaða vöru
sem búin er til af fólki við mann-
sæmandi aðstæður og þolir álagn-
ingu hönnuðarins, vörumerkis-
ins, framleiðandans, sölustaðar-
ins og ríkisins. Allir þessir þættir
eru mikilvægir og nauðsynlegir.
Við viljum hafa búðir, ekki satt?
Við viljum ganga að því vísu að við
getum skipt vöru, fengið nýja og
heyrt söguna á bak við vöruna. Við
viljum geta eignast annan stól við
borðstofuborðið sem er af sömu
gerð og hinir. Allt kostar það sitt.
Við viljum líka að hönnuðir hanni
hluti fyrir okkur. Fólk sem hefur
menntun, þjálfun og reynslu af að
búa til hluti sem endast, eru um-
hverfisvænir, hagkvæmir, falleg-
ir með góða notkunarmöguleika.
Við viljum líka hafa vörumerki
eða fyrirtæki sem halda utan um
allt saman því án þeirra værum
við ein, hver í sínu horni að halda
uppi mörgum diskum í einu – það
er ekki góð nýting á tíma.“
Lífið gengur upp
Íslenskar konur vinna mjög mikið
ásamt því sem þær sinna öllu sem
viðkemur fjölskyldulífinu. Hvernig
hefur þér tekist að sameina krafta
þína á þessum sviðum í miðri upp-
byggingu á fyrirtæki?
„Ég hugsa um það daglega
hversu lánsöm ég er, að hafa tök
á því að vinna við það sem ég hef
mesta ánægju af að gera. Bara það
eitt, að finna sína réttu hillu í líf-
inu, er dýrmætt og gefur manni
heilmikla orku. Einnig á ég mann
sem tekur þátt í uppeldinu og fjöl-
skyldulífinu til jafns við mig. Ég
á heilsuhrausta stráka sem bjarga
sér eins og þeir geta, svo þetta
reddast allt einhvern veginn. Oft
skipti ég vinnudeginum í tvennt.
Vinn aftur á kvöldin þegar strák-
arnir eru komnir í háttinn en hef
í staðinn tíma fyrir fiðlutíma og
skutl í lok skóladags. En ákveðir
þú að reka inn nefið til mín í kaffi
þá eru yfirgnæfandi líkur á að
þú þurfir að setjast ofan á þvotta-
hrúgu í sófanum og kannski þú
stígir á eins og einn legókubb (já,
eða hundrað kubba) líka, svo ekki
fara úr skónum.“
Sér falleg augnablik úti um allt
Hvað veitir þér innblástur í hönn-
uninni?
„Sú tilhugsun, að fleiri fái að
njóta, drífur mig áfram. Fólk sem
hefur unun af því að vinna með
höndunum, eins og ég sjálf. Frum-
raun okkar í þessa átt er skart-
gripa lína sem við munum frum-
sýna á Hönnunarmars og heit-
ir Hryggur. Hún er sköpunarverk
Jóns Helga Hólmgeirssonar vöru-
hönnuðar og samanstendur af
bindi fyrir herra, bindi fyrir
dömur, hálsmeni fyrir bæði og
armbandi. Annars veiti ég mörgu
í umhverfi mínu athygli og er eig-
inlega alltaf að horfa í kringum
mig. Ekki af forvitni endilega,
heldur sé ég bara falleg augnablik
úti um allt. Ég tek til dæmis allt-
af eftir höndum á fólki og handa-
hreyfingum. Hvernig fingurn-
ir hreyfast og hvernig fólk beitir
höndunum. Fólk er eitt af því sem
ég hef mestan áhuga á og ég veit
fátt skemmtilegra en að kynnast
ólíkum einstaklingum.“
Svona verða skartgripirnir til í öllum regnbogans litum