Fréttablaðið - 21.02.2014, Page 34

Fréttablaðið - 21.02.2014, Page 34
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn. ...SPJÖ RU N U M Ú R Hvern faðmaðir þú síð- ast? Hana Evu Einarsdóttur, vinkonu mína og borgarfulltrúa, en ég var ekki búin að hitta hana allt of lengi. En kysstir? Eva fékk líka koss. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Agus Makkie, indónesískur blaða- maður, sem hefur komið á Ice- land Airwaves síðustu árin og færir mér alltaf gjöf. Á síðustu hátíð gaf hann mér kaffi frá Jövu og hálsklút. Hann er topp næs gaur. Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Ég held að partur af því að eldast og þroskast sé að taka sjálfan sig í sátt og allt sem manni fylgir, bæði galla og kosti. Ertu hörundsár? Já, pínu. Dansarðu þegar enginn sér til? Já, ég hugsa að ég dansi meira þegar enginn sér til en þegar einhver sér til. Hvenær gerðirðu þig síð- ast að fífli og hvernig? Það sem stendur upp úr er þegar ég hitti Pharrell Williams á SXSW í Texas í fyrra og varð svo „star- struck“ að ég sagði „I’m a huge can“ þegar ég ætlaði að segj- ast vera „huge fan“. Ég fer ennþá að hlæja við tilhugsunina um að hafa sagst vera risastór dós við Pharrell Williams! Hringirðu stundum í vælu- bílinn? Ég tárast yfir óþarfa mörgu en ég held að það sé al- gjör óþarfi að hringja á vælubíl- inn yfir því. Tekurðu strætó? Ég tók mikið strætó áður fyrr en á í dag bíl og er líka heppin að búa nálægt vinnu og miðbæn- um. Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Ég nota samfélagsmiðla mikið í mínu starfi og fel þess vegna óhóflega Facebook-notkun á bak við það. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim? Bara þegar ég hitti Pharrell Williams. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Ég elska ís og hef allt- af pláss fyrir hann. En ég held reyndar að allir vinir mínir viti það. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Ég ætla alla vega ekki að ákveða að gera ekki eitthvað og fara síðan á bömmer ef ég geri það. Kamilla Ingibergsdóttir ALDUR: 34 STARF: Kynningarstjóri Ice- land Airwaves Victoria Tårnegren imnext.se/carolineroxy/ http://instagram.com/ victoriatornegren BLOGGARINN TILNEFND TIL BLOGGVERÐLAUNA Í SVÍÞJÓÐ Victoria Tårnegren hefur skapað sér nafn í bloggheiminum, sérstaklega í heimalandi sínu, Svíþjóð. Hún hefur nú verið tilnefnd til sænsku bloggverðlaunanna, Finest Awards, sem tísku- bloggari ársins. Systir hennar, Alexandra Bring, er einnig tilnefnd fyrir besta æfingablogg ársins. Þó að þú sért ekki fluglæs á sænsku er óþarfi að örvænta því myndirnar hennar einar og sér eru trendí og skemmtilegar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.