Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 21. febrúar 2014 | LÍFIÐ | 29 „Við höfum fengið fullt af fyrir- spurnum um hvort bækurnar séu komnar í bókabúðir,“ segir Irma Erlingsdóttir, einn ritstjóra þriðju útgáfu RIKK í röðinni Fléttur. Útgáfuhóf verður fyrir bókina klukkan 16-18 í Öskju í Háskóla Íslands. „Áhugi á öllum femínískum málum hefur aukist mikið.“ „Á meðal greinahöfunda eru tvær heimsþekktar fræðikonur, þær Cynthia Enloe og Joni Seager, en Cynthia heldur erindi í útgáfuhófinu í dag sem er byggt á grein hennar í bókinni. Grein Cynthiu fjallar um Dominique Strauss Khan-hneykslið og þá karllægu hugmyndafræði sem átti þátt í fjármálahruninu 2008. Greinin heitir DSK: Víkingar og mestu snillingarnir. Síðasti kaflinn fjallar bara um útrásarvíkingana.“ Fjöldi fræðimanna á greinar í bókinni. „Bókinni er skipt í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um jafnrétti, samfélag, samtvinnun og samtímamenningu. Annar hlutinn er um kyngervi og jafnrétti í bók- mennta- og menningarfræðilegu ljósi. Í þriðja hlutanum eru grein- arnar eftir útlensku fræðikonurnar, sem fjalla aðeins meira um alþjóð- leg mál. Dagný Kristjánsdóttir bók- menntafræðingur heldur einnig erindi í útgáfuhófinu, auk þess sem Guðni Elísson kynnir bókina,“ segir Irma. Boðið verður upp á léttar veit- ingar. Frægur fyrirlesari í útgáfuhófi Þriðju útgáfu í femínísku ritröðinni Fléttum verður fagnað í Öskju í dag. IRMA ERLINGSDÓTTIR. MYND/GABRIELLE MOTOLA ➜ Meðal greinahöfunda eru Daisy Newman, Silja Bára Ómarsdóttir, Kristín Björnsdóttir og Alda Björk Valdimarsdóttir. Guðmundur Oddur Magnússon heldur fyrirlestur í húsi Lífspeki- félags Íslands í kvöld. „Fyrirlestur minn fjallar um það sem við köll- um heilaga hlutfallafræði. Ég fer ofan í formfræði leturs og munstra og rek hana ofan í rætur sínar í fornmenningu,“ segir Guðmundur Oddur. „Ég fjalla sérstaklega um átta blaða rósina, sem er notuð sem tákn fyrir handverk í leiðbeining- arskiltum. Hún er aftan á fimm- þúsundkallinum og hún er merki Arion banka. Margir halda að þetta sé eitthvað íslenskt, en það er það alls ekki. Þetta er í allri forn- menningu úti um allt og tengist allt líklega næturhimninum,“ segir Guðmundur Oddur. Átta blaða rósin alþjóðleg GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON er prófessor við hönnunar- og arkitekt- úrdeild Listaháskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR V. ANDRÉSSON Í dag er vetrarfrí í grunnskólum í Reykjavík. Hér eru tillögur að ýmsu sem börn geta tekið sér fyrir hend- ur í dag. Ratleikir fyrir börn verða bæði á Þjóðminjasafni Íslands og á Land- námssýningunni. Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn á Land- námssýninguna dagana 20. og 21. febrúar. Frítt er fyrir börn átján ára og yngri á bæði söfnin. Klukkan 13.00 er sögustund á tíu tungumálum í Gerðubergssafni í til- efni af Alþjóðadegi móðurmálsins. Gráðuga lirfan verður lesin á hinum ýmsu tungumálum. Einnig verður Heimspekismiðja unga fólksins á Kjarvalsstöðum klukkan 13.00-16.00 í dag fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Hún hefur yfir- skriftina Leikið að „lógóum“. Vetrarfrí barna Landnámssýningin í Aðalstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sýningarstjóraspjall í tengslum við sýninguna Hljómfall litar og línu, Hafnarhúsi, verður á laugardag- inn, þann 22. febrúar, klukkan 15 í Hafnarhúsinu. Jón Proppé sýningarstjóri spjall- ar við gesti um sýninguna. Sýningin skiptist í þrjá hluta sem allir snúast um myndlistar- verk í anda „sjónrænnar tónlist- ar“, en allt frá því snemma á 20. öld hafa myndlistarmenn í leit að óhlutbundnu tjáningarformi leit- að að fyrirmyndum í tónlist. Jón Proppé er sýningarstjóri þriðja hluta sýningarinnar sem sýnir hvernig hugmyndir um samhengi myndlistar og tónlistar þróuðust hér á landi. - ósk Hljómfall litar og línu rætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.