Fréttablaðið - 21.02.2014, Qupperneq 45
FÖSTUDAGUR 21. febrúar 2014 | LÍFIÐ | 29
„Við höfum fengið fullt af fyrir-
spurnum um hvort bækurnar séu
komnar í bókabúðir,“ segir Irma
Erlingsdóttir, einn ritstjóra þriðju
útgáfu RIKK í röðinni Fléttur.
Útgáfuhóf verður fyrir bókina
klukkan 16-18 í Öskju í Háskóla
Íslands. „Áhugi á öllum femínískum
málum hefur aukist mikið.“
„Á meðal greinahöfunda eru tvær
heimsþekktar fræðikonur, þær
Cynthia Enloe og Joni Seager, en
Cynthia heldur erindi í útgáfuhófinu
í dag sem er byggt á grein hennar
í bókinni. Grein Cynthiu fjallar um
Dominique Strauss Khan-hneykslið
og þá karllægu hugmyndafræði sem
átti þátt í fjármálahruninu 2008.
Greinin heitir DSK: Víkingar og
mestu snillingarnir. Síðasti kaflinn
fjallar bara um útrásarvíkingana.“
Fjöldi fræðimanna á greinar í
bókinni. „Bókinni er skipt í þrjá
hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um
jafnrétti, samfélag, samtvinnun og
samtímamenningu. Annar hlutinn
er um kyngervi og jafnrétti í bók-
mennta- og menningarfræðilegu
ljósi. Í þriðja hlutanum eru grein-
arnar eftir útlensku fræðikonurnar,
sem fjalla aðeins meira um alþjóð-
leg mál. Dagný Kristjánsdóttir bók-
menntafræðingur heldur einnig
erindi í útgáfuhófinu, auk þess sem
Guðni Elísson kynnir bókina,“ segir
Irma. Boðið verður upp á léttar veit-
ingar.
Frægur fyrirlesari í útgáfuhófi
Þriðju útgáfu í femínísku ritröðinni Fléttum verður fagnað í Öskju í dag.
IRMA ERLINGSDÓTTIR.
MYND/GABRIELLE MOTOLA
➜ Meðal greinahöfunda
eru Daisy Newman, Silja
Bára Ómarsdóttir, Kristín
Björnsdóttir og Alda Björk
Valdimarsdóttir.
Guðmundur Oddur Magnússon
heldur fyrirlestur í húsi Lífspeki-
félags Íslands í kvöld. „Fyrirlestur
minn fjallar um það sem við köll-
um heilaga hlutfallafræði. Ég fer
ofan í formfræði leturs og munstra
og rek hana ofan í rætur sínar í
fornmenningu,“ segir Guðmundur
Oddur. „Ég fjalla sérstaklega um
átta blaða rósina, sem er notuð sem
tákn fyrir handverk í leiðbeining-
arskiltum. Hún er aftan á fimm-
þúsundkallinum og hún er merki
Arion banka. Margir halda að
þetta sé eitthvað íslenskt, en það er
það alls ekki. Þetta er í allri forn-
menningu úti um allt og tengist
allt líklega næturhimninum,“ segir
Guðmundur Oddur.
Átta blaða
rósin alþjóðleg
GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON
er prófessor við hönnunar- og arkitekt-
úrdeild Listaháskóla Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR V. ANDRÉSSON
Í dag er vetrarfrí í grunnskólum í
Reykjavík. Hér eru tillögur að ýmsu
sem börn geta tekið sér fyrir hend-
ur í dag.
Ratleikir fyrir börn verða bæði á
Þjóðminjasafni Íslands og á Land-
námssýningunni. Fullorðnir í fylgd
með börnum fá frítt inn á Land-
námssýninguna dagana 20. og 21.
febrúar. Frítt er fyrir börn átján
ára og yngri á bæði söfnin.
Klukkan 13.00 er sögustund á tíu
tungumálum í Gerðubergssafni í til-
efni af Alþjóðadegi móðurmálsins.
Gráðuga lirfan verður lesin á hinum
ýmsu tungumálum.
Einnig verður Heimspekismiðja
unga fólksins á Kjarvalsstöðum
klukkan 13.00-16.00 í dag fyrir börn
á aldrinum 8-12 ára. Hún hefur yfir-
skriftina Leikið að „lógóum“.
Vetrarfrí barna
Landnámssýningin í Aðalstræti.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sýningarstjóraspjall í tengslum við
sýninguna Hljómfall litar og línu,
Hafnarhúsi, verður á laugardag-
inn, þann 22. febrúar, klukkan 15 í
Hafnarhúsinu.
Jón Proppé sýningarstjóri spjall-
ar við gesti um sýninguna.
Sýningin skiptist í þrjá hluta
sem allir snúast um myndlistar-
verk í anda „sjónrænnar tónlist-
ar“, en allt frá því snemma á 20.
öld hafa myndlistarmenn í leit að
óhlutbundnu tjáningarformi leit-
að að fyrirmyndum í tónlist. Jón
Proppé er sýningarstjóri þriðja
hluta sýningarinnar sem sýnir
hvernig hugmyndir um samhengi
myndlistar og tónlistar þróuðust
hér á landi.
- ósk
Hljómfall litar
og línu rætt