Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2014, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 21.02.2014, Qupperneq 50
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34 60 & 64 Næstsíðasta keppnisgrein Íslendinga á leikunum í Sotsjí fer fram í dag en þá keppa þær Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir í svigi kvenna. Helga María er með rásnúmer 60 og Erla 64 en fyrri ferðin hefst klukkan 12.45 að íslenskum tíma. Sú síðari hefst klukkan 16.15. Svig karla fer svo fram á laugar- dagsmorgun en þar á Ísland einnig tvo fulltrúa. VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR SOCHI 2014 STJÖRNUR DAGSINS Norðmenn urðu í gær fyrsta þjóðin til að vinna tíu gull- verðlaun á Vetrarólympíuleik- unum í Sotsjí en þeir gerðu það með því að bera sigur úr býtum í liðakeppni norrænu tvíkeppninninnar. Lokasprett- urinn í seinni greininni, 4x5 km skíðagöngu, var æsispennandi og komu Norðmenn í mark aðeins 0,3 sekúndum á undan sveit Þýskalands. Jörgen Graabak, sem fór lokasprett Noregs í göngunni, var að vinna sín önnur gullverðlaun á leikunum. Hann vann einnig norrænu tvíkeppnina af hærri stökkpalli. DAGSKRÁ FÖSTUDAGS Hin sautján ára Adelina Sotnikova varð að þjóðhetju í Rússlandi í gær er hún bar sigur á býtum í listhlaupi kvenna á skautum. Hún fékk 149,95 stig fyrir frjálsu æfingarnar í gær og hafði þar með betur en heims- og Ólympíumeistarinn Yuna Kim frá Suður-Kóreu sem varð að sætta sig við silfur. Sigurinn var þó nokkuð umdeild- ur enda æfingar Kim einnig glæsi- legar. Sotnikovu var þó gríðarlega vel fagnað af heimamönnum í Sotsjí. ADELINA SOTNIKOVA LISTHLAUP Á SKAUTUM JÖRGEN GRAABAK NORRÆN TVÍKEPPNI KÖRFUBOLTI Íslenskir körfuboltaáhugamenn muna vel eftir Franc Booker sem spilaði með ÍR, Val og Grindavík á árunum 1991 til 1995. Booker endurskrif- aði ekki aðeins metabók úrvalsdeildar karla í þriggja stiga körfum heldur eignaðist hann einnig son hér á landi með Þórunni Jónsdóttur. Frank Aron Booker er nú orðinn 19 ára gamall og á fyrsta ári með körfuboltaliði Oklahoma-háskólans í Big 12 deildinni í NCAA. Frank Aron hefur eins og flestir nýliðar þurft að sanna sig fyrir þjálfaraliði skólans en um síðustu helgi sló hann í gegn þegar hann skoraði 15 stig á aðeins 20 mínútum í 77-74 sigri á nágrönnunum í Oklahoma State. „Hann var rosaflottur um síðustu helgi,“ sagði móðir hans, Þórunn Jónsdóttir, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Frank Aron er fæddur í júlí 1994 en Þórunn segir hann hafa verið í Bandaríkjunum síð- ustu átta árin. „Hann er fæddur hérna og fór til pabba síns öðru hvoru. Svo var hann kominn á fullt í körfuboltanum og varð bara að vera hjá pabba sínum,“ segir Þórunn. Átta ár síðan hann var á Íslandi „Það eru að verða átta ár síðan hann var síðast hér á landi. Ég fylgist vel með honum og pabbi hans er duglegur að senda mér úrklippur með honum og fleira slíkt,“ segir Þórunn sem ætlar að fara út til hans í vor. Frank Aron hitti meðal annars úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum um síðustu helgi og það má segja að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni þegar kemur að hæfileikanum í að smella niður þrist- um. Frank Aron hefur aðeins spilað 14,1 mínútu í leik í vetur en er engu að síður í 2. sæti yfir flestar þriggja stiga körfur í liðinu (1,3 í leik). Í einkaþjálfun hjá pabba alla ævi „Hann ætlar að erfa það frá honum. Hann er búinn að vera í einkaþjálfun alla ævi. Pabbi hans vinnur við íþróttamiðstöð í Augusta í Georgíu og er búinn að vera að kenna honum síðan hann var fimm ára,“ segir Þórunn. Hún sér Frank Aron ná langt í boltanum. „Hann ætlar sér í NBA og ekkert minna,“ segir Þórunn stolt en gerir sér grein fyrir því að það þarf margt að gerast til að sá draumur rætist. „Þetta er rosalega skemmtilegt og það er alveg á hreinu að hann á eftir að gera stóra hluti í körfuboltanum,“ segir Þórunn. Hún rifjar það upp að honum hafi gengið vel í öllum íþróttum þegar hann bjó hjá henni á Selfossi. „Þegar hann var hérna lítill þá æfði hann handbolta og var í öllum íþróttum. Það voru alltaf allir þjálfararnir að tala um að það ætti eftir að verða eitthvað úr þess- um því að hann var svo klár í öllum íþróttunum sem hann var í. Hann stóð alltaf upp úr í öllum liðum,“ segir Þórunn. Duglegur að tala íslensku Þórunn er alltaf í sambandi við strákinn og passar upp á að hann haldi íslenskunni við. „Ég læt hann halda henni við. Við tölum saman á Skype og hann er voðalega duglegur að tala íslenskuna,“ segir Þórunn en hún saknar stráksins síns. „Ég græt stundum á næturnar yfir að hafa hann ekki hjá mér en ég hugsa fyrst og fremst um framtíð hans,“ segir Þórunn. Það eru margir stórefnilegir íslenskir körfubolta- menn á svipuðum aldri og Frank Aron og svo gæti farið að fjórir strákar spili í bandaríska háskóla- boltanum á næsta tímabili. Elvar Már Friðriksson hjá Njarðvík og Gunnar Ólafsson hjá Keflavík hafa báðir fundið sér skóla og Martin Hermannsson hjá KR hefur fengið boð um að koma út að skoða skóla. En sér Þórunn strákinn sinn spila fyrir íslenska lands- liðið? Langar heim til mömmu „Hann gæti alveg hugsað sér að spila fyrir Ísland því hann langar að koma heim til mömmu. Ég veit það alveg að einhverjir vildu sjá hann spila fyrir lands- liðið. Þeir hjá KKÍ eru samt ekki byrjaðir að tala við mig um hann en ég á alveg von á því,“ segir Þórunn. „Hann er algjör leiðtogi, ánægður með sig og hress og kátur. Hann er líka stærri en pabbi hans,“ segir Þórunn. Markmið stráksins eru alveg á hreinu og hún fylgist stolt með heiman frá Íslandi. „Tárin leka, þetta er svo fallegt. Hann ætlar ekkert annað en á toppinn. Hann er bara þannig karakter,“ segir Þórunn að lokum. ooj@frettabladid.is Hann ætlar sér í NBA Íslenska körfuboltalandsliðið hefur mögulega ás uppi í erminni því Frank Aron Booker er að slá í gegn með Oklahoma Sooners í bandaríska körfuboltanum. Fað- ir hans er þriggja stiga skyttan Franc Booker en móðir hans er Þórunn Jónsdóttir. SVAKA SKYTTA EINS OG PABBI Frank Aron Booker spilar númer eitt hjá liði Okla- homa Sooners. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Franc Booker spilaði sína fyrstu leiki á Íslandi þegar hann kom til ÍR í janúar 1991. Frammistaða hans fyrsta mánuðinn verður seint toppuð. Franc Booker skoraði fimmtán þriggja stiga körfur í fyrsta leiknum (á móti Njarðvík 8. janúar) og alls 63 þrista í sex leikjum í janúar, eða 10,5 að meðaltali í leik. Hann skoraði fimmtán þriggja stiga körfur í 1. og 3. leik sínum (á móti Snæ- felli 17. janúar) á Íslandi og það er enn í dag met yfir flestar þriggja stiga körfur í einum leik í úrvalsdeild karla. Booker skoraði alls 304 stig í þessum sex leikjum ÍR í janúar 1991, eða 50,7 stig að meðaltali í leik. Booker hitti úr 63 af 130 þriggja stiga skotum sínum í þessum sögulega mánuði sem gerir 48 prósenta þriggja stiga skotnýtingu. Hann fékk hins vegar ekki skráða á sig eina stoðsendingu í þessum leikjum. Janúar 1991– verður hann einhvern tímann toppaður? 08.30 Krulla karla, bronsleikur: Kína - Svíþjóð (Sport 4) 09.30 Skíðaat kvenna 12.00 Íshokkí karla, undanúrslit: Svíþjóð - Finnland 13.30 Krulla karla, úrslitaleikur: Kanada - Bretland (Sport 4) 14.30 4x6km Boðskíðaskotfimi kvenna 12.40 Svig kv.: Fyrri f. (Sport 3) 16.10 Svig kv.: Seinni f. (Sport 3) 16.25 Skautaspretthl. (Sport 5) 17.00 Íshokkí karla, undanúrslit: Bandaríkin - Kanada 22.00 Samantekt SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.