Fréttablaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 15. mars 2014 | HELGIN | 27
1 Misheppnuð sjúkdómsgreining þrátt fyrir
tölvusneiðmyndatökur við innlögn. Endur-
skoðun á tölvusneiðmyndunum eftir andlát
sýnir blóðtappa sem aldrei voru greindir.
2 Skurður í vef í skurðaðgerð sem eykur stór-
lega líkur og hættu á nýrri blóðtappamyndun.
3 Of stutt sýklalyfjameðferð miðað við
sjúkdómsgreiningu.
4 Alltof lítill skammtur af blóðþynningarlyfi
miðað við sjúkdómsgreiningu.
5 Svar við beiðni um ráðgjöf berst ekki fyrr en
á útskriftardegi. Sérfræðingar í blóðþynningu
sjá aldrei sjúklinginn.
6 Magasonda fjarlægð og fæða gefin þrátt fyrir
að rétt meðferð krefjist hvíldar meltingarvegar.
7 Vaninn af súrefni þrátt fyrir ófullnægjandi
súrefnismettun sjúklings.
8 Sendur í göngutúra þrátt fyrir að meðferð
krefjist algjörrar hvíldar.
9 Einungis eitt storkupróf gert þrátt fyrir að
sjúklingur sé greindur með lífshættulegan
storkusjúkdóm. Prófið sýnir alvarleg frávik
sem ekki er brugðist við með réttri lyfjagjöf.
10 Sýkingarsvörun í blóðprófum en samt er
ákveðið að hætta sýklagjöf.
11 Aðeins ein ræktun gerð á blóði fyrsta daginn.
Engin eftirfylgni.
12 Engin blóðpróf tekin síðustu þrjá daga fyrir
útskrift.
13 Ekki rannsakað fyrir útskrift hvort blóðtappar
finnist.
14 Blóðþrýstingur ekki mældur síðustu dagana
þrátt fyrir að sjúklingur hafi sögu um
háþrýsting og með staðfestan æðasjúkdóm.
15 Útskrifaður fimm og hálfum degi eftir upp-
skurð. Samkvæmt vísindagreinum er sjúkra-
húsdvöl sjúklings að meðaltali 51,6 dagar hjá
þeim sem fer í skurðaðgerð vegna dreps.
16 Sjúklingi ekki tilkynnt um að hann sé með
lífshættulegan sjúkdóm með hárri dánar-
tíðni.
17 Sendur heim með versnandi einkenni.
18 Rannsókn á blóði eftir hjartastopp bendir til
hjartastopps vegna blóðsýkingar.
19 Hjartaþræðing sýnir engin merki um
kransæðastíflu.
20 Nýir og nýlegir blóðtappar finnast við mynd-
greiningu eftir hjartastoppið. Sjúklingur var
sendur heim með bláæðar meltingarvegar
fullar af töppum.
21 Dánarvottorð ranglega útfyllt.
22 Sjúklingur fékk ekki réttarfræðilega krufn-
ingu eins og hann átti lagalegan rétt á vegna
óvænts andláts. Landspítali gerði krufningu á
eigin forsendum án þess að fá leyfi aðstand-
enda.
23 Ekkju sjúklings aldrei tilkynnt um rétt sinn til
að kæra meðferðina til lögregluembættisins.
24 Starfsfólk Landspítala tilkynnir ekki andlátið
sem óvænt atvik til Landlæknisembættisins.
25 Það tók sex mánuði að fá leyfi fyrir aðgengi
að sjúkraskrám. Auk fjögurra mánaða að fá
gögnin afhend og ekki víst að öll gögn séu
komin. Eitt skipti hafði verið átt við gögnin
og nöfn lækna fjarlægð úr skjali.
KÆRA ÁSTHILDAR Í 25 ATRIÐUM
MISTÖK OG VANRÆKSLA VIÐ SJÚKDÓMSGREININGU, MEÐFERÐ OG UMÖNNUN PÁLS Á LANDSPÍTALANUM
lega vanmáttuga og vissi að með
hverri mínútunni sem hún beið eftir
sjúkraflutningamönnunum minnk-
uðu lífslíkur hans. „Hann komst
aldrei aftur til meðvitundar og var
heiladauður þegar sjúkrabíllinn
kom. Þegar hann var færður á spít-
alann sást í tölvusneiðmyndatöku að
hann hafði verið að hlaða upp blóð-
töppum allan tímann sem hann lá á
spítalanum. En það var ekki splæst
á hann tölvusneiðmyndatöku til að
athuga það fyrir útskrift.“
Dánarorsök sögð vera hjartastopp
Mánuði eftir andlátið fékk Ástríður
fregnir af sjúkdómsgreiningunni
frá kunningjum á spítalanum og
kynnti sér hana vandlega. Það var
þá sem fóru að renna á hana tvær
grímur. Enda er margt í gögnun-
um sem passaði ekki við grein-
inguna og er dánarvottorð Páls eitt
dæmi um það. Á vottorðinu stend-
ur að dánarorsök sé hjartastopp.
„Allir sem deyja, hvort sem það
er óvænt, í slysi eða vegna sjúk-
dóms, fá hjartastopp að lokum.
Hjartastoppið var að sjálfsögðu
afleiðing, ekki orsök. Ég sýndi
breskum læknum dánarvottorðið
og þeir sögðu að það myndi aldrei
vera tekið gilt þar í landi. En and-
látið var afgreitt sem hjartastopp,
ekki sem óvænt andlát og því ekki
tilkynnt til yfirvalda eða kannað
frekar af spítalanum.“
Skurðlæknir giskar á meðferð
Ástríður tengir mistökin á spítal-
anum ekki við tækjaskort eða
manneklu á spítalanum heldur við
mannlega þætti sem ekki ættu að
vera við lýði á heilbrigðisstofnun.
„Ég held að mergur málsins sé að
skurðlæknirinn hafi fyllst hroka
yfir eigin ágæti. Að hann hafi litið
svo á að hann gæti skorið „meidd-
ið“ burt og sent sjúklinginn heim.
Hann ber sig ekki eftir upplýsing-
um, ráðfærir sig ekki við lyflækna
og giskar á meðferð. Það er van-
ræksla að mínu mati.“
Ástríður segir samskiptin við
landlækni og Landspítala hafa
orðið enn stirðari eftir að hún
kærði málið til lögreglu. „Þetta er
sama fólk og kemur í fjölmiðla og
segist vera í svo góðu sambandi við
aðstandendur en einu skiptin sem
það hefur talað við mig, hvort sem
Páll var lífs eða liðinn, er þegar ég
hef krafist þess. Þau halda kannski
að ég sé einhver læknahrellir en ég
lít svo á að ég sé að hjálpa til við
að auka öryggi sjúklinga. Það ætti
líka að vera markmið spítalans og
ég furða mig á að ekki skuli koma
meira frumkvæði frá þeim og vilji
til að upplýsa málið.“
Ein á móti öllum
Ástríður hefur þó vandað sig að
vera kurteis og hófsöm í öllum sam-
skiptum. „Ég reyni að gera þetta í
anda Páls. Hann myndi segja mér
núna að ég þurfi ekkert að bæta í
því sannleikurinn segi alla söguna.
Ég hef aftur á móti mætt kulda og
andstyggð sem hefur látið mér líða
eins og að vera lögð í einelti. Upplif-
unin að vera ein á móti öllum. Hvert
einasta kuldalega svar hefur tekið á
og ýft upp sorgina. Þetta lengir því
vissulega sorgarferlið en réttlætis-
kenndin drífur mig áfram,“ segir
Ástríður sem er hvergi nærri hætt
og leggur nú lokahönd á heimasíðu
með leiðbeiningum byggðum á
eigin reynslu til aðstandenda sjúk-
linga sem deyja á Landspítalanum.
Heiðrún Jónsdóttir, formaður Harpa Ólafsdóttir, varaformaður
Elínbjörg Magnúsdóttir Hjörtur Gíslason
Kolbeinn Gunnarsson Konráð Alfreðsson
Þorsteinn Víglundsson Þórunn Liv Kvaran
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Árni Guðmundsson
lífeyrissjóður
Efnahagsreikningur: 31.12.2013 31.12.2012
Verðbréf með breytilegum tekjum 130.262 111.199
Verðbréf með föstum tekjum 168.855 156.350
Veðskuldabréf 15.271 15.680
Bankainnstæður 19.157 18.978
Kröfur 1.830 1.135
Fasteign, rekstrarfjármunir og aðrar eignir 329 241
Skuldir - 1.380 - 1.324
Hrein eign til greiðslu lífeyris 334.324 302.259
Breytingar á hreinni eign: 2013 2012
Iðgjöld 13.624 12.548
Lífeyrir - 10.211 - 9.133
Framlag ríkisins vegna örorku 985 925
Fjárfestingartekjur 28.256 33.087
Fjárfestingargjöld - 223 - 208
Rekstrarkostnaður - 415 - 385
Aðrar tekjur 49 45
Hækkun á hreinni eign á árinu 32.065 36.879
Hrein eign frá fyrra ári 302.259 265.380
Hrein eign til greiðslu lífeyris 334.324 302.259
Kennitölur: 2013 2012
Hrein nafnávöxtun 9,1% 12,2%
Raunávöxtun 5,5% 7,4%
Hrein raunávöxtun 5,3% 7,3%
Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) 2,9% - 4,2%
Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 2,5% 3,4%
Eign umfram heildarskuldbindingar (%) - 3,5% - 4,4%
Fjöldi virkra sjóðfélaga 26.772 26.073
Fjöldi launagreiðenda 4.330 4.168
Fjöldi lífeyrisþega 17.110 16.328
(Allar fjárhæðir í milljónum króna)
Stjórn sjóðsins:
Ársfundur sjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl n.k. kl. 17.00 á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá fundarins verður auglýst síðar.
Ársfundur 2014
Afkoma
Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins á árinu 2013 var 9,1% sem jafngildir 5,3% hreinni
raunávöxtun. Ávöxtun innlendra hlutabréfa var 18,8% og erlend hlutabréf hækkuðu um 9,3% í krónum.
Erlend hlutabréf sjóðsins samanstanda af skráðum verðbréfum og óskráðum fjárfestingasjóðum. Til
samanburðar hækkaði heimsvísitala hlutabréfa um 13,9%. Raunávöxtun skuldabréfa var 4,4%. Hrein eign
samtryggingardeildar í árslok 2013 var 331,4 milljarðar króna og hækkaði um 31,9 milljarða frá fyrra ári.
Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt eru eignir sjóðsins 3,5% lægri en heildarskuldbindingar í árslok 2013.
Eignir sjóðsins skiptast þannig: Innlend ríkistryggð skuldabréf eru 42,7%, erlend hlutabréf 24,9%, innlend
hlutabréf 11,9%, veðskuldabréf 5%, önnur skuldabréf 9%, innlán 5,6% og fasteignasjóðir 1%.
Séreign
Hrein nafnávöxtun séreignardeildar sjóðsins var þannig: Framtíðarsýn I skilaði 8,9% ávöxtun,
Framtíðarsýn II skilaði 6,7% og Framtíðarsýn III, sem er verðtryggður innlánsreikningur, skilaði 5,2%.
Hrein raunávöxtun var á sama tíma 5%, 2,9% og 1,5%. Lífeyrisgreiðslur úr séreignardeild námu
samtals 147 milljónum króna á árinu. Hrein eign séreignardeildar í árslok 2013 var 2.943 m.kr. og
hækkaði um 179 m.kr. frá fyrra ári.
Raunávöxtun 5,5%
Starfsemi á árinu 2013