Fréttablaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 18
15. mars 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR MUNDO - ferðaskrifstofa þar sem menntun, skemmtun, menning og þjálfun fara saman, boðar til almenns kynningar- fundar í Hannesarholti Grundarstíg 10, miðvikudaginn 19. mars klukkan 17:00. Allir velkomnir! Ertu að leita að innihaldsríku fríi? Utanríkisráðherra kynnti Alþingi í vikunni nýja Evrópustefnu ríkisstjórn-arinnar í snöggu and- svari við umræðu um þá tillögu hans að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þessi háttur á kynningu málsins fyrir löggjafar- þinginu segir allt sem segja þarf um mat ráðherrans sjálfs á mikil- vægi nýju stefnunnar. Hún felur aðallega í sér áform um að bregðast vel við ýmsum athugasemdum sem fram hafa komið á síðustu árum um fram- kvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Ætlunin er til að mynda að hraða sjálfvirkri innleið- ingu á reglum sameiginlega innri markaðarins. Allt sem sett hefur verið á blað um þetta efni er til bóta og ástæðulaust að gera lítið úr því. Ríkisstjórn- in á þvert á móti hrós skilið fyrir góð áform um bætt vinnulag. Það sem gerir málið broslegt er að upptalning á framkvæmdaatrið- um, sem sinna má betur, hljóti svo hástemmda yfirskrift að hún telj- ist vera ný Evrópustefna. Þó að þessi minnisatriði hafi verið í umræðunni um tíma er augljóst að þeim er breytt í stefnu yfirlýsingu í einhverju fáti og algerlega úr samhengi við allt annað. Það dregur athyglina að þeirri miklu breytingu sem orðið hefur í utanríkismálum. Í stað ára- tuga stefnufestu koma yfirlýsingar út og suður eftir því hvernig vind- arnir blása frá einum tíma til ann- ars. Alþýðubandalagið og síðar VG hafa átt aðild að fimm ríkisstjórn- um án þess að losnað hafi um þessa stefnufestu. Nú er utan- ríkispólitíkin hins vegar komin á flot þannig að erfitt er um vik að glöggva sig á markmiðum og leið- um. Og það hlýtur síðan að vera enn erfiðara fyrir þá sem horfa til landsins utan frá. Fljótandi utanríkispólitík Á síðasta kjörtímabili flutti núverandi utanríkisráð-herra ásamt fleiri samherj- um sínum tillögu til þingsályktun- ar um fríverslun við Bandaríkin. Í henni var sérstök áhersla lögð á viðskipti með landbúnaðarafurð- ir. Málinu hefur ekki verið hreyft eftir að tillögumennirnir komust í ríkisstjórn. Flutningsmenn skýrðu aldrei út hvers vegna þeir voru hlynntir frjálsum innflutningi á landbún- aðarvörum frá Bandaríkjunum en andvígir kæmu þær frá Evr- ópu. Reyndar vissu allir að þeir meintu ekkert með tillögunni og treystu því að hún yrði ekki sam- þykkt. Hún var aðeins hugsuð sem svar við þeirri gagnrýni að andstaða við frekara Evrópusamstarf fæli í sér hættu á einangrun. Tillagan var augljóslega sett fram í fáti til að aka seglum undan mótvindi. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar þótti ekki ástæða til að minnast á grundvallarþættina í utanríkispólitík landsins eins og aðildina að Atlantshafsbandalag- inu og að innri markaði Evrópu- sambandsins. Þess í stað komu óljósar setningar um leit að nýjum bandamönnum. Af orðalaginu mátti þó ráða að þar var átt við Kína, Rússland og Indland. Þetta var eftir forskrift forseta Íslands sem lengi hefur barist fyrir því að sveigja utanríkisstefnuna frá Evr- ópu og Ameríku til þessara landa. Utanríkisráðherra komst fljótt í vörn með þessa stefnu. Eftir það hefur hann kappkostað að halda því fram að ekki eigi að veikja það samstarf sem staðið hefur um langa hríð. Ástæðulaust er að rengja það. En eftir stendur að ný skref má aðeins stíga í aðrar áttir. Það er erfitt að fá heila brú í þá hugsun sem að baki býr. Kannski er hún engin. Býr engin hugsun að baki? Ríkisstjórnin fékk á sig brotsjó þegar hún ætlaði að láta Alþingi slíta aðild- arviðræðunum við Evrópusam- bandið á dögunum. Ofan í þau kaup komu svo aðgerðir Rússa til að innlima Krímskagann. Þegar þannig var komið þótti utanríkis- ráðherra rétt að beina athyglinni frá áformum um nýja bandamenn. Gömlum minnislista um bætta framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið var þá í einhverju óðagoti breytt í nýja Evrópustefnu. Hún veitir aftur á móti engin svör við þeim áskorunum sem við blasa og kalla á stjórnarskrár- breytingar til að halda megi sam- starfinu um Evrópska efnahags- svæðið áfram. Það á til dæmis við um nýjar reglur um eftirlit með fjármálastofnunum. Klípa ríkis- stjórnarinnar er sú að um leið og hún innleiðir þær falla veiga- mestu rökin, sem hún hefur notað gegn aðild, um koll. Hvaða gildi hefur ný stefna sem ekki geymir leiðarvísi um lausn á málum sem þegar eru komin á eindaga? Stundum segir utanríkisráð- herra að norðurslóðasamstarf eigi að koma í stað nýrra skrefa í Evrópusamvinnu. Nú hafa Færey- ingar og Norðmenn skilið Ísland eftir einangrað í makríldeilunni. Einnig á þessum slóðum hefur ríkisstjórninni mistekist að afla bandamanna. Þá er fokið í flest skjól. Þegar utanríkisstefnan er orðin reikul eins og rótlaust þangið er kominn tími til að ræða markmið- in og leiðirnar í meiri alvöru en gert hefur verið. Líka einangraðir í norðrinu S tjórnarformaður þekkingarfyrirtækisins Össurar hf., Niels Jacobsen, var harðorður í garð íslenzkra stjórn- valda í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þetta er fjórði aðalfundurinn í röð þar sem Jacobsen gagn- rýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnar Íslands og það viðskiptaumhverfi sem alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum er búið. Rauði þráðurinn í gagnrýni Jacobsens hefur annars vegar verið að gjaldmiðillinn sé ónothæfur, hins vegar að lagasetning sé „fljótfærnisleg, tíð og ófagleg“ og ríkur vilji til að búa til sér- íslenzkar lausnir, sem ekki hafa verið reyndar annars staðar. Vinstri stjórnin tók ekki mark á gagnrýni þessa þekkta áhrifa- manns í evrópsku atvinnulífi, ekki fremur en annarra sem gagnrýndu það viðskipta- og fjárfestingarumhverfi sem fyrirtækjum á Íslandi var búið í hennar tíð. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, talaði um „svartagallsraus“ og gaf ítrekað til kynna að fólkið sem rekur fyrirtæki á Íslandi skildi bara alls ekki hvað það byggi í rauninni við frábærar aðstæður og gengi vel hjá því. Svo kom til valda ný ríkisstjórn, sem ætlaði að eyða pólitískri óvissu, hverfa af braut fjandskapar við atvinnulífið og skapa fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi. Af hverju ætli Niels Jacobsen ítreki þá ádeilu sína? Getur það verið af því að þrátt fyrir fallegu orðin hjá nýju ríkisstjórninni hafi ekkert breytzt? Jacobsen bætti raunar heldur í gagnrýni sína í gær; sagði að Ísland hefði sótt um aðild að Evrópusambandinu og það hefði verið helzta von Össurar um að komast út úr erfiðum aðstæðum óhagstæðs gjaldmiðils og ófyrirsjáanlegs lagaumhverfis. „Því miður eru áhyggjur mínar enn gildar þar sem íslensk stjórnvöld hafa í hyggju að binda enda á umsóknarferlið án þess að sagt hafi verið frá neinni varaáætlun,“ sagði Jacobsen. Með öðrum orðum væri ekkert plan um að aflétta gjaldeyris- höftunum sem hefðu verið í gildi í á sjötta ár, fyrirtækið byggi hvorki við opið né fyrirsjáanlegt umhverfi og það sem væri verra; ekkert benti til að það myndi breytast. „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega,“ sagði stjórnarformaður Össurar. Og hver eru viðbrögð stjórnvalda að þessu sinni – ríkisstjórn- arinnar sem er svo mikill vinur atvinnulífsins? Þau eru ósköp svipuð og hjá fyrri stjórn; þetta er allt einhver misskilningur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að skilaboðin úr efnahagslífinu séu í hina áttina; hér gangi allt svona líka ljómandi vel. Gjaldeyrishöftin séu reyndar vanda- mál og mikilvægt að ná áfanga í að aflétta þeim. Planið um hafta- lausan, stöðugan gjaldmiðil höfum við hins vegar ekki séð, enda er það ekki til. Þessi ríkisstjórn virðist álíka skeytingarlaus og sú síðasta um rausið í atvinnulífinu. Talsverðar líkur virðast vera á að Ísland verði áfram vondur staður fyrir framsæknustu vaxtarbrodda atvinnulífsins og þeir endi með að skjóta rótum annars staðar. Stjórnarformaður Össurar gagnrýnir ný stjórnvöld: Áfram á vondum stað Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.