Fréttablaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 22
KLASSÍSKA
MEISTARA-
VERKIÐ LITLA
PRINSINN og hitaðu
upp fyrir leikritið sem
verður sett upp í Þjóð-
leikhúsinu í næsta
mánuði.Í BÍÓ PARADÍS OG FÁÐU
SMJÖRÞEFINN AF ÞVÍ SEM
ÞÝSK KVIKMYNDALIST
HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA. Nú
standa yfir þýskir kvikmyndadagar
þar sem á boðstólum eru sex nýjar
og nýlegar
myndir frá
Þýskalandi.
Mynd-
irnar eru á
þýsku með
enskum
texta.
Á VETRARÓLYMPÍUMÓT fatlaðra í Sotsjí
sem lýkur á morgun.
Við mæðgurnar feng-um þessa hugmynd er við vorum að troða saman upp á Rósen-berg fyrir ekki svo löngu, að það væri
gaman að sameina fjölskylduna
á sviðinu,“ segir Elín Eyþórs-
dóttir, tónlistarkonan sem
kemur úr ansi þekktri tónlist-
arfjölskyldu.
Elín skipar danssveitina Sísí
Ey ásamt systrum sínum Elísa-
betu og Sigríði og foreldrar
þeirra eru hjónin Ellen Krist-
jánsdóttir og Eyþór Gunnars-
son. Þrátt fyrir að starfa öll í
tónlist er sjaldgæft að þau komi
öll fram saman á tónleikum. Í
kvöld er komið að því og ætlar
Eyþór Ingi, yngsti bróðirinn,
einnig að vera með en þetta er
frumraun hans opinberlega á
sviði með fjölskyldunni.
„Hann er 16 ára og hefur ein-
beitt sér að raftónlist hingað
til. Hann er mjög fær og það er
aldrei að vita hvaða hljóðfæri
hann grípur í á sviðinu.“
Tónleikarnir fara fram á
Café Rósenberg í kvöld og er
þeirra eigið efni á dagskránni
í bland við ábreiður. Elín segir
fjölskylduna ekki hafa verið í
neinum ströngum æfingabúð-
um fyrir tónleikana. „Við erum
búin að æfa svona eins og við
getum. Svo getur verið að við
tökum nokkrar órafmagnaðar
útgáfur af lögum okkar í Sísí
Ey.“ Það má því búast við miklu
stuði frá þessari tónelsku fjöl-
skyldu í kvöld.
Annars er danssveitin Sísí Ey
byrjuð að taka upp nýja plötu og
segir Elín að næst á dagskrá hjá
sveitinni sé að gefa sér tíma til
að klára hana. „Ég veit ekkert
hvenær hún kemur út en hálfnað
verk þá hafið er.“
Fjölskyldan sameinast
á sviðinu í fyrsta sinn
Tónelska fj ölskyldan Eyþór Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, systurnar Sigríður,
Elín og Elísabet og Eyþór Ingi, yngsti bróðirinn, ætla að sameinast á sviði í fyrsta
sinn á Café Rósenberg í kvöld. Á boðstólum verður einhvers konar hrærigrautur
af þeirra eigin efni í bland við ábreiður.
SAMEINAST Á TÓNLEIKUM Hjónin Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson ætla að sameina alla fjölskylduna á Café Rósen-
berg í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Álfrún Pálsdóttir
alfrun@frettabladid.is
Hvað? Tónleikar
Hvar? Café Rósenberg
Hvenær? Klukkan 22
Steinunn Valdís Óskars-
dóttir, sérfræðingur
Sáning og matarboð
Með hækkandi sól fer maður
að stússast í sáningu krydd-
jurta og grænmetis. Auk þess
stendur til ferð í IKEA en
toppurinn verður matarboð í
kvöld.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, skáld
Les ljóð í messu
Í dag ætla ég í spássitúr og sund með níu ára dóttur minni því
mamman er að vinna. Á morgun les ég ljóð í Seltjarnarneskirkju
í messunni klukkan 11 en síðdegið fer í búslóðarpökkun því
fjölskyldan er að flytja í miðbæinn eftir 18 ára búsetu í
Grafarvoginum.
Þórdís Filipsdóttir, þjálfari
og qigong-leiðbeinandi
Sérrí í eft irrétt
Í dag ætla ég út að skokka og
halda epískt matarboð í kvöld
þar sem borðað verður á gólfinu
og sérrí í eftirrétt. Á morgun
ætla ég svo að vinna í Sitstretch.
com forritinu.
Björn Þorláksson, blaða-
maður
Sveitaferð með
börnunum
Ég ætla að verja helginni með
börnunum mínum þremur því
ég er grasekkill núna. Kannski
skreppum við í Mývatnssveitina
og kíkjum í jarðböðin.
HELGIN
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU...
Á LAGIÐ
KINGS AND
CROSS með
tónlistarmanninum
Ásgeiri Trausta sem er
að sigra heiminn þessa
dagana en hann sló í
gegn á bransahátíðinni
South by Southwest í
Texas í vikunni.SKEIFUNNI | KRINGLUNNI | SPÖNGINNI
15. mars 2014 LAUGARDAGUR