Fréttablaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 90
„Ég ætla að taka lagið. Það er í fyrsta sinn sem ég kem fram opin- berlega eftir að ég flutti heim,“ segir Sigrún Pálmadóttir sópran- söngkona glaðlega, nýkomin úr flugi frá Ísafirði til að syngja með kvennakórnum Vox feminae í Saln- um klukkan 16 í dag. Sigrún hefur búið í fimmtán ár í Þýskalandi og var fastráðin við óperuna í Bonn í áratug en flutti nýlega á æskuslóðir sínar í Bol- ungarvík og kennir nú við Tón- listarskóla Ísafjarðar. „Þetta var stórt stökk,“ viðurkennir hún. „En við hjónin erum bæði að vestan og ákváðum að prófa að setjast þar að.“ Hún upplýsir að eiginmaður- inn, Birgir Örn Birgisson, sé að vinna hjá Orkubúi Vestfjarða og einnig að þjálfa úrvalsdeildarlið í körfubolta. Synirnir tveir, Ólaf- ur Pálmi, þriggja ára, og Magnús Baldvin, átta ára, séu í leikskóla og skóla í Bolungarvík. Magga Pálma örlagavaldur Það er vorbragur á tónleikum Vox feminae. Kórinn mun flytja þar mörg af sínum uppáhaldslögum, íslensk sönglög í bland við alþekkt Vínarljóð eftir Brahms, Schubert og fleiri þekkt tónskáld. Yfir- skriftin er Ljóð og leikur. Kristján Karl Bragason leikur með á píanó og Hafdís Vigfúsdóttir á flautu. Þau hafa leikið saman sem dúó um árabil. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét Pálmadóttir en hún er viss örlagavaldur í lífi Sigrúnar. „Ég flutti frá Bolungarvík sext- án ára og fór í Flensborg í Hafn- arfirði. Þar kynntist ég Möggu Pálma sem stjórnaði kór skólans og hún á mikinn þátt í því að ég fór í minn fyrsta söngtíma,“ lýsir Sigrún og kveðst líka hafa fyrst sungið opinberlega sóló með Vox feminae. „Fyrsta kórmappan sem ég keypti mér er með í för núna. Magga sagði mér að taka hana með!“ segir Sigrún hlæjandi. Bæði í skóla og vinnu Eftir eitt ár í Tónlistarskólanum á Akureyri og þrjú ár í Söngskól- anum í Reykjavík hjá Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur lá leið Sigrún- ar í tónlistarháskólann í Stuttgart. Þar fór hún í ljóðadeild og óperu- deild og var að ljúka masterspróf- inu þar samhliða því að byrja að vinna í Óperunni í Bonn árið 2001. „Þýskaland er náttúrlega mekka óperunnar og fyrir klassískan söngvara er algerlega toppurinn að búa þar. Þar eru líka svo góðar samgöngur og auðvelt að hoppa upp í lest eða flugvél þegar maður þarf að skreppa í söngferðir,“ segir hún. Hún kveðst hafa sung- ið á tónleikum í Bandaríkjunum og í Stokkhólmi og einnig víða í Þýskalandi. „Ég var mest í Bonn en hef sungið í öðrum óperuhúsum líka. Einu sinni söng ég í Dresden. Þar var ég í hlutverki Serbinettu í óperunni Ariadne auf Naxos. Óperuhúsið í Dresden er mikil- fengleg bygging. Eitt þeirra húsa sem voru eyðilögð í stríðinu en svo var það byggt upp aftur, stein fyrir stein.“ Hingað til Íslands skrapp Sig- rún líka að utan og söng á sínum heimaslóðum fyrir vestan, með Sinfóníunni á nýárstónleikum og hlutverk Violettu í La Travi- ata hjá Íslensku óperunni 2008. „Mér fannst afar skemmtilegt að taka þátt í óperuuppfærslu hér á Íslandi,“ segir hún brosandi. Tekur tíma að aðlagast Stundum er talað um að söngur og fjölskyldulíf samræmist illa en Sigrún segir mann sinn ávallt hafa stutt hana vel í hennar námi og starfi. Hann hafi getað hliðrað til svo hún gæti sungið jafn mikið og hún gerði en hann vann í Þýska- landi sem körfuboltaspilari, körfu- boltaþjálfari og rafvirki. „Við höfð- um auðvitað enga ættingja til að passa eina og eina helgi,“ segir hún. En nú er það breytt því dreng- irnir eiga ömmu og afa í Bolungar- vík og Sigrún segir þá njóta þess. Sá eldri sé þó með mikla heimþrá til Þýskalands. „Magnús Baldvin er Þjóðverji inn að beini og hlakk- ar mikið til að fara í frí til Þýska- lands. En Ólafur Pálmi finnur minna fyrir því. Það tekur samt auðvitað sinn tíma fyrir alla að aðlagast nýjum aðstæðum.“ gun@frettabladid.is Þýskaland er nátt- úrlega mekka óperunnar og fyrir klassískan söngvara er algerlega toppurinn að búa þar. Flutti frá Bonn heim til Bolungarvíkur Sigrún Pálmadóttir sópran sem er nýfl utt til Íslands eft ir 15 ára búsetu í Þýska- landi syngur einsöng með kórnum Vox feminae í Salnum í Kópavogi í dag. SÖNGKONAN „Fyrsta kórmappan sem ég keypti mér er með í för núna,“ segir Sigrún sem ætlar að syngja einsöng með Vox feminae í Salnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VOX FEMINAE Kórinn ætlar að flytja mörg af sínum uppáhaldslögum á tónleikunum Ljóð og leikur í dag klukkan 16. MENNING 15. mars 2014 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.