Fréttablaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 44
FÓLK|HELGIN
Á Suðurnesjum er að finna ótrúlegan fjölda áhuga-verðra og skemmtilegra
safna af öllum stærðum og gerðum.
Mörg þeirra eru einstök í sinni röð
og nú gefst landsmönnum kostur á
að skoða þau öll um helgina þegar
Safnahelgi á Suðurnesjum verður
haldin sjötta árið í röð. Ókeypis
verður inn á öll söfn og viðburði
helgarinnar.
Valgerður Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri menningarsviðs
Reykjanesbæjar, segir markmið
Safnahelgarinnar að kynna fyrir
landsmönnum öll þau frábæru söfn
og sýningar sem í boði eru á Suður-
nesjum. „Það tekur enga stund
fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu
að renna í bíltúr hingað um helgina
og upplifa þau skemmtilegu söfn
og sýningar sem hér verða í boði.
Auk þeirra munu fjölmargir veit-
ingastaðir og gististaðir bjóða upp
á góð tilboð um helgina.“
ROKKSAFNIÐ
Fjölbreytnin í safnaflóru Suður-
nesja er með ólíkindum miðað
við stærð svæðisins. „Víkinga-
heimar standa alltaf fyrir sínu
og um helgina mun nýtt víkinga-
félag kynna starfsemi sína þar.
Rokkheimur Rúnars Júlíussonar
kynnir poppsöguna fyrir gestum
en Hljómar voru fyrsta bítlahljóm-
sveit landsins. Landsmenn geta
kynnt sér sköpun jarðar og nýtingu
orkunnar í Orkuverinu Jörð og
heimsótt íbúð Kanans sem gefur
landsmönnum innsýn í lífið á Kefla-
víkurflugvelli þegar bandaríski her-
inn dvaldi hér.“
BÁTASAFN
Suðurnesjamenn sóttu fast sjóinn
áður þótt þeir geri það í minni
mæli í dag. Sjósókn Suðurnesja-
manna er kynnt á fjórum söfnum í
þremur bæjarfélögum; Kvikunni í
Grindavík, Byggðasafninu í Garði
og Bátasafninu og Byggðasafninu í
Duushúsum í Reykjanesbæ. „Báta-
safnið er sérstaklega glæsilegt en
það prýða yfir 100 bátalíkön og
munir sem tengjast sjávarútvegs-
sögu Íslendinga.“
Auk hefðbundinna safna verður
margt annað í boði yfir helgina að
sögn Valgerðar.
SKESSAN Í HELLINUM
„Boðið verður upp á margar spenn-
andi gönguferðir, haldin verður
saltfisksuppskriftakeppni og Skess-
an í hellinum verður auðvitað á
sínum stað eins og alltaf og heilsar
upp á gesti.“
Safnahelgin stendur yfir laugardag
og sunnudag. Nánari upplýsingar
og dagskrá má finna á www.safna-
helgi.is.
VÍKINGAR, ROKK
OG SALTFISKUR
SKEMMTILEG HELGI Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin um
helgina. Fjölmörg áhugaverð söfn verða opin og kostar ekkert inn.
SLÖKKVILIÐSSAFN ÍSLANDS Saga
slökkviliðsbíla rakin með bílum, tækjum
og ljósmyndum. MYND/REYKJANESBÆR
VINSÆL Skessan í hellinum er vinsæl
meðal barna. MYND/ODDGEIR KARLSSON
MARGT UM AÐ VERA Valgerður Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri menn-
ingarsviðs Reykjanesbæjar.
MYND/ÚR EINKASAFNI
SAGA VÍKINGA Víkingaskipið Íslend-
ingur er til sýnis í Víkingaheimum auk
fimm annarra sýninga. MYND/REYKJANESBÆR
BÍTLAÁRIN Rokkheimur Rúnars Júlíussonar rekur poppsöguna í myndum og tónum.
MYND/ROKKHEIMUR RÚNARS JÚLÍUSSONAR
Laugardaginn 29. mars kemur út
veglegt Brúðkaupsblað með
Fréttablaðinu.
Fjallað verður um allt sem viðkemur
Brúðkaupum og er blaðinu dreift í
90.000 eintökum.
Pantið auglýsingar/kynningar
tímanlega hjá Bryndísi
í síma 512-5434 eða
á netfangið bryndis@365.is
Fréttablaðsins
Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
Vertu einstök – eins og þú ert
stærðir 38-52
My style
Eingöngu selt á hársnyrtistofum