Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 44

Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 44
FÓLK|HELGIN Á Suðurnesjum er að finna ótrúlegan fjölda áhuga-verðra og skemmtilegra safna af öllum stærðum og gerðum. Mörg þeirra eru einstök í sinni röð og nú gefst landsmönnum kostur á að skoða þau öll um helgina þegar Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin sjötta árið í röð. Ókeypis verður inn á öll söfn og viðburði helgarinnar. Valgerður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar, segir markmið Safnahelgarinnar að kynna fyrir landsmönnum öll þau frábæru söfn og sýningar sem í boði eru á Suður- nesjum. „Það tekur enga stund fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að renna í bíltúr hingað um helgina og upplifa þau skemmtilegu söfn og sýningar sem hér verða í boði. Auk þeirra munu fjölmargir veit- ingastaðir og gististaðir bjóða upp á góð tilboð um helgina.“ ROKKSAFNIÐ Fjölbreytnin í safnaflóru Suður- nesja er með ólíkindum miðað við stærð svæðisins. „Víkinga- heimar standa alltaf fyrir sínu og um helgina mun nýtt víkinga- félag kynna starfsemi sína þar. Rokkheimur Rúnars Júlíussonar kynnir poppsöguna fyrir gestum en Hljómar voru fyrsta bítlahljóm- sveit landsins. Landsmenn geta kynnt sér sköpun jarðar og nýtingu orkunnar í Orkuverinu Jörð og heimsótt íbúð Kanans sem gefur landsmönnum innsýn í lífið á Kefla- víkurflugvelli þegar bandaríski her- inn dvaldi hér.“ BÁTASAFN Suðurnesjamenn sóttu fast sjóinn áður þótt þeir geri það í minni mæli í dag. Sjósókn Suðurnesja- manna er kynnt á fjórum söfnum í þremur bæjarfélögum; Kvikunni í Grindavík, Byggðasafninu í Garði og Bátasafninu og Byggðasafninu í Duushúsum í Reykjanesbæ. „Báta- safnið er sérstaklega glæsilegt en það prýða yfir 100 bátalíkön og munir sem tengjast sjávarútvegs- sögu Íslendinga.“ Auk hefðbundinna safna verður margt annað í boði yfir helgina að sögn Valgerðar. SKESSAN Í HELLINUM „Boðið verður upp á margar spenn- andi gönguferðir, haldin verður saltfisksuppskriftakeppni og Skess- an í hellinum verður auðvitað á sínum stað eins og alltaf og heilsar upp á gesti.“ Safnahelgin stendur yfir laugardag og sunnudag. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á www.safna- helgi.is. VÍKINGAR, ROKK OG SALTFISKUR SKEMMTILEG HELGI Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin um helgina. Fjölmörg áhugaverð söfn verða opin og kostar ekkert inn. SLÖKKVILIÐSSAFN ÍSLANDS Saga slökkviliðsbíla rakin með bílum, tækjum og ljósmyndum. MYND/REYKJANESBÆR VINSÆL Skessan í hellinum er vinsæl meðal barna. MYND/ODDGEIR KARLSSON MARGT UM AÐ VERA Valgerður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri menn- ingarsviðs Reykjanesbæjar. MYND/ÚR EINKASAFNI SAGA VÍKINGA Víkingaskipið Íslend- ingur er til sýnis í Víkingaheimum auk fimm annarra sýninga. MYND/REYKJANESBÆR BÍTLAÁRIN Rokkheimur Rúnars Júlíussonar rekur poppsöguna í myndum og tónum. MYND/ROKKHEIMUR RÚNARS JÚLÍUSSONAR Laugardaginn 29. mars kemur út veglegt Brúðkaupsblað með Fréttablaðinu. Fjallað verður um allt sem viðkemur Brúðkaupum og er blaðinu dreift í 90.000 eintökum. Pantið auglýsingar/kynningar tímanlega hjá Bryndísi í síma 512-5434 eða á netfangið bryndis@365.is Fréttablaðsins Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 My style Eingöngu selt á hársnyrtistofum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.