Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 2
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur snúið við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokall- aða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynis- syni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjald- eyrislög. Málinu var vísað frá þann 14. mars þar sem ákæra sérstaks saksóknara þótti ekki nægilega skýr. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Málið fer því aftur fyrir hér- aðsdóm sem mun taka það efnislega fyrir. „Í málinu er af hálfu sóknaraðila byggt á því að varnaraðilar hafi haft með sér samverknað auk þess sem framsetning ákærunnar hefur að geyma lýsingu á framhaldsbroti. Að þessu gættu þykir verknaðarlýsing ákærunnar fullnægjandi, enda verður ekki gerð sú krafa þegar um er að ræða brot af því tagi að lýst sé sérstaklega samkynja eða eðl- islíkum brotum í framhaldandi röð,“ segir í dómi Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar í dag kemur fram að ekki sé réttmætt að gera þá kröfu til sérstaks saksóknara að þætti hvers varnaraðila sé lýst sérstaklega þegar byggt sé á því að þeir hafi unnið saman. „Þá breytir engu sú verknaðarlýsing í ákæru að varnaraðilar hafi ráðið yfir því erlenda félagi sem þar greinir, enda getur sakfelling ekki ráðist af formlegum tengslum þeirra við það félag,“ líkt og segir í dómnum. - ktd, bj Hæstiréttur féllst ekki á þá niðurstöðu héraðsdóms að ákæra væri óskýr: Aserta-málið sent aftur í hérað FYRIR DÓM Á NÝ Héraðsdómur mun þurfa að fjalla um Aserta-málið á ný eftir dóm Hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÚR ÖSKJUHLÍÐ Á GRANDA- GARÐ 95 Sögusafnið er fl utt úr hitaveitutankinum vestur á Fiskislóð. VEISLA Í CAFÉ LINGUA 95 Asísk tungumál og menning er í brennidepli í apríl. FRÉTTIR 2➜12 SKOÐUN 16➜19 HELGIN 20➜50 SPORT 68 MENNING 58➜61 LÍFIÐ 62➜74 FIMM Í FRÉTTUM GJALDTAKA OG VERKFALL Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, heimsótti Geysissvæðið um síðustu helgi. Hann hefur ítrekað lýst þeirri skoðun að gjaldtaka á svæðinu sé ólögleg. Ögmundur hefur boðað aðra heimsókn á svæðið. Sigrún Eva Jónsdóttir fyrirsæta hef- ur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir framgöngu sína á tískupöllunum í Reykjavík. Hún starfar nú hjá Wilhelm- ina Models og hefur nóg að gera. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefna- stjóri í Norræna húsinu, vakti athygli á að 30 prósentum af þeim mat, sem kemur í verslanir hér á landi, er hent óskemmdum. Hún hvetur til hugarfarsbreytingar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar Félags framhaldsskólakennara, stóð í eld- línunni alla vikuna við að ná viðun- andi samningum fyrir kennara. ➜ Óskar Bergsson, frambjóðandi framsóknarmanna í Reykjavík, ákvað að draga framboð sitt til baka. Með því vildi hann axla ábyrgð á slöku gengi fl okksins í könnunum í borginni. Samkvæmt könnunum á fl okkurinn nokkuð langt í land með að koma inn manni í borginni. LAGABÓT 16 Þorsteinn Pálsson um frumvarp að einni mestu lagabót síðari ára. ER STYTTING NÁMS TIL STÚDENTSPRÓFS TIL HAGSBÓTA FYRIR NEMENDUR? 18 Yngvi Pétursson um fyrirhugaðar kerfi sbreytingar. FISKVEIÐIDEILUR SÆMA EKKI NORÐUR- LÖNDUM 19 Formaður og varaformaður umhverfi s- og auðlindanefndar Norður- landaráðs um makríldeiluna. HÁLFKÆRINGUR Í TÖLVU- PÓSTUM 4 Fyrrverandi yfi rmaður Glitnis skýrði texta tölvupósta í Aurum-málinu þannig að þeir hefðu verið settir fram í hálfk æringi. KENNARADEILAN LEYST 6 Samninganefnd framhaldsskólakennara skrifaði undir nýjan kjarasamning í gær og mun kennsla hefj ast í framhaldsskólunum á mánudag. RÉTTA YFIR KOSOVO- ALBÖNUM 10 Evrópusambandið ætlar að stofna alþjóðlegan dómstól til að fj alla um ofb eldisverk Kosovo- Albana á árunum 1998 og 1999. UNDIR HÆL MELLUDÓLGA 12 Þjónusta við vændiskonur sem vilja komast úr aðstæðum sínum snarminnkaði eft ir að Kristínarhúsi var lokað. SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Þegar þú vilt gæði MITT ERFIÐASTA ÁR HJÁ DREKUNUM 68 Körfuboltakappinn Jakob Örn Sigurðarson segir frá vetrinum í Svíþjóð. STELPURNAR ÆTLA AÐ SÆKJA TIL SIGURS 68 Ísland mætir Ísrael í undankeppni HM 2015. FLÓAMARKAÐUR HÁSKÓLANEMA 20 Háskólanemar tæma geymslur og selja af sér spjarirnar á Háskólatorgi í dag. VILL LÆKKA SKATTA 46 Halldór Halldórsson vill bjóða raun- verulega valkosti í borginni. METSÖLUHÖFUNDAR OG ORRUSTUSKIP 44 Illugi Jökulsson fj allar um Alistair McLean í fl ækjusögu dagsins. VIÐSKIPTI Sæstrengur Emerald Networks, sem á að tengja Ísland við Evrópu og Norður-Ameríku, verður ekki tekinn í notkun á seinni hluta þessa árs eins og áætl- anir forsvarsmanna verkefnisins gerðu ráð fyrir. Áætlað er að taka strenginn í notkun á næsta ári en nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir. Björn Brynjúlfsson, fram- kvæmdastjóri Emerald Networks á Íslandi og starfsmaður Thule Investments, segir fjármögnun verkefnisins hafa seinkað lagn- ingu strengsins. „Við höfum verið að vinna í for- sölum á bandvídd á strengnum og náð í nokkra stóra viðskiptavini og það gengur vel,“ segir Björn. Strengurinn, sem nefnist Emer- ald Express, hefur verið í undir- búningi frá árinu 2011. Verkefnið er alþjóðlegt en Thule Investments sér um fjármögnun þess hér á landi og Vodafone á Íslandi hefur þegar gert samning um notkun á strengnum. Fjárfestingin hljóðar upp á 45 milljónir dala, jafnvirði 5,1 milljarðs króna. Verkið verður að sögn Björns að mestu fjármagn- að ef erlendum fjárfestum en inn- lend fjármögnun gæti numið allt að tíu prósentum. Strengurinn á að sögn forsvars- manna Emerald að auka fjar- skiptaöryggi hér á landi og skapa samkeppni innan geira þar sem einokun hafi ríkt. Hann eigi einn- ig að stuðla að áframhaldandi upp- byggingu gagnaversiðnaðar hér á landi. Borealis Data Center ehf., sem forsvarsmenn Thule Investments koma að, og upplýsingatæknifyrir- tækið Advania, skoða nú byggingu nýrra gagnavera og þar er meðal annars horft til komu sæstrengs- ins. Nokkrar lóðir eru sagðar koma til greina en bæði Borealis og Advania horfa til svæðis við Fitjar í Reykjanesbæ og Boreal- is hefur nú þegar fengið úthlutað lóðum þar. „Við lítum á þetta sem spenn- andi svæði þar sem eru að verða til innviðir fyrir gagnaver og við erum að taka þátt í þeirri upp- byggingu meðal annars í gegnum Emerald,“ segir Björn. Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania, staðfestir að fyrirtækið sé að skoða lóðir á svæðinu undir nýtt tvö þúsund fermetra gagnaver. „Við höfum verið að skoða þessa staðsetningu en það hefur ekki verið gengið frá neinu og aðrir staðir koma einnig til greina,“ segir Eyjólfur. haraldur@frettabladid.is Nýr sæstrengur ekki tekinn í notkun í ár Sæstrengur sem á að tengja Ísland við Evrópu og Norður-Ameríku verður ekki tekinn í notkun á árinu eins og gert var ráð fyrir. Mikilvægur þáttur í uppbygg- ingu gagnaversiðnaðar. Tvö félög skoða lóðir undir gagnaver í Reykjanesbæ. SÆSTRENGUR LAGÐUR Áætlað er að strengur Emerald Networks komi í land við Grindavík. NORDICPHOTOS/AFP HLJÓMAR VÍGJA HLJÓMA- HÖLLINA 61 Mikil opnunarhátíð fer fram í dag þegar Hljóma- höllin verður formlega opnuð. GÆLT VIÐ PUNGINN 67 Sigga Dögg ráðleggur lesendum Fréttablaðsins. FER Á BUFFALÓ-SKÓNUM Á SELFOSS 74 Erpur Eyvindarson kemur fram með nýrri hljómsveit. Njarðvík Svæðið sem Borealis og Advania eru að skoða Reykjanesbraut ➜ Lóðirnar sem koma til greina í Reykjanesbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.