Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 32
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Abdullah Abdullah Fyrrverandi utanríkisráðherra, sem bauð sig fram gegn Hamid Karzaí árið 2009 og hlaut nærri þriðjung atkvæða. Hann er sagður njóta mikils stuðnings meðal Tadsjíka, en síður meðal pastúna. Dró framboð sitt til baka áður en seinni umferð var haldin, að eigin sögn vegna þess að hann treysti því ekki að framkvæmd- in yrði með eðlilegum hætti. Meðframbjóðendur hans eru Mohammad Khan og Mohammad Mohaqiq. Ashraf Ghani Fyrrverandi fjármálaráðherra og starfaði lengi hjá Alþjóðabankanum. Hann bauð sig fram til forseta árið 2009 en hlaut aðeins þrjú prósent atkvæða. Hann hefur lagt sig fram um að höfða til sem flestra hópa samfélagsins og fékk stríðsherrann Abdul Rashid Dostum, til liðs við sig, en hann barðist á sínum tíma gegn talibönum og á fylgi meðal Úsbeka. Meðframbjóðendur hans eru Abdul Rashid Dostum og Sarwar Danish. Abdul Rasul Sayyaf Íhaldssamur íslamisti og áhrifamikill þingmaður. Mælskumaður mikill sem á auðvelt með að fá fólk til fylgis við sig. Aðhyllist Wahabista-afbrigði íslamskrar trúar, barðist gegn Sovétmönnum í Afganistan og stofnaði með Osama bin Laden æfingabúðir sem síðar voru not- aðar af Al Kaída. Sat um skeið í fangelsi Sovétmanna. Meðframbjóðendur hans eru Mo- hammad Ismaíl Khan og Abdul Wahab Urfan Erfan. Zalmai Rassoul Læknir, menntaður í Frakklandi. Fyrr- verandi utanríkisráð- herra. Sagður njóta stuðnings Hamids Karzai forseta. Gul Agha Sherzai Komst til valda sem leiðtogi herskárra ísl- amista. Fyrrverandi ríkisstjóri í Kandahar og Nangarhar. Qutbuddin Hilal Styður Hizb-i-Is- lami, hreyfingu herskárra íslamista sem Gulbuddin Hekmatyar stýrir. Mohammad Daud Sultanzoy Fyrrverandi flugmaður, fór til Bandaríkjanna eftir innrás Sovét- manna. Sneri aftur eftir fall talibanastjórnar- innar Hidayat Amin Arsala Starfaði hjá Alþjóða- bankanum í 18 ár, sneri heim til að berjast gegn Sovét- mönnum. Ráðgjafi Karzaís forseta. T RKMENISTAN Ethnic groups Pastœnar 42% Tadsjkar 27% sbekar 9% Hasarar 9% Balœkar 2% Aimakar 3% Tœrkmenar 2% A rir 4% A FGA NI STAN SBEKISTAN 200 km 125 miles TADSJ˝KISTAN PAKISTAN ˝RAN Kandahar Kabul Herat Mazar-i- Sharif HELSTU ÞJÓÐERNISHÓPARNIR Pastúnar í austur- og suðurhluta Afganistans eru langfjölmennastir og hafa öldum saman farið með völdin í landinu. Karzai, fráfarandi forseti, er pastúni. Allir forsetaframbjóðendurnir eru einnig pastúnar, en meðframbjóðendur þeirra koma úr ýmsum áttum allt eftir því til hverra helst á að höfða. Talibanar koma sömuleiðis úr röðum pastúna. FRAMBJÓÐENDURNIR ÁTTA ➜ Þrír virðast eiga mesta möguleika Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti Afgana er áhugasamur um kosn-ingarnar sem haldnar verða í dag. Margir binda vonir við að þær leiði til breytinga, spillingin minnki og árásum fækki. Óvissan er hins vegar mikil og vonirnar veikburða. Ástandið gæti þess vegna versnað til muna. Átta frambjóðendur hafa undan- farnar vikur keppst við að ná til kjósenda. Einn þeirra tekur við af Hamid Karzai, sem fer sjálf- viljugur frá eftir rúmlega tólf ár í embætti. Ólíklegt er að neinn þeirra fái hreinan meirihluta, þannig að væntanlega þarf innan fárra vikna að efna til seinni umferð- ar þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem flest atkvæð- in fá. Áhyggjuefnin Áhyggjuefnin eru af tvennum toga: landlæg spilling og þrá- lát átök og árásir sem vekja ótta meðal kjósenda en ekki síður meðal frambjóðenda sjálfra sem og þeirra sem eiga að sjá um framkvæmd kosninganna og eft- irlit með þeim. Almennt virðist reiknað með því að kosningasvindl verði stund- að í miklum mæli. Frambjóðendur hafi þurft að tryggja sér velvild áhrifamanna heima í héruðun- um, sem geti séð til þess að taln- ing upp úr kjörkössum skili þeim niðurstöðum sem óskað er eftir. Talibanar hafa hótað að gera allt sem þeir geta til að skemma fyrir kosningunum, og hafa und- anfarið gert hverja árásina á fætur annarri til að minna á sig og fæla fólk frá því að mæta á kjörstað. Spennan er töluverð og síðast í gær létu lífið tveir útlending- ar, þekktur ljósmyndari frá AP- fréttastofunni ásamt fréttamanni. Þau sátu í bifreið sinni í austur- hluta landsins þegar afganskur lögreglumaður tók upp á því að skjóta á þau. Sumt lofar góðu Það lofar hins vegar góðu að kosn- ingabaráttan virðist hafa verið tekin alvarlega. Frambjóðendur hafa efnt til kosningafunda og tekið þátt í sjónvarpsumræðum. Kosningaspjöld eru áberandi og fólk hefur flykkst á kosninga- fundina. Kosningabaráttan hefur því verið harla vestræn að yfirbragði, sem er nokkuð sem almenningur í Afganistan hafði ekki átt að venj- ast fyrr en eftir að talibanastjórn- in féll fljótlega upp úr aldamótum. Annað sem lofar góðu er að konur hafa verið óvenju áberandi í kosningabaráttunni. Þær hafa mætt á kosningafundi og jafn- vel tekið þar til máls. Meðfram- bjóðandi eins frambjóðendanna er kona og eiginkona annars fram- bjóðanda hefur iðulega ávarpað kosningafundi hans. Þetta skiptir máli í landi, þar sem réttindi kvenna voru barin niður á tímum talibanastjórnar- innar fyrir aðeins rétt rúmum áratug. Karzai Þótt óvissa sé um bæði útkomu og mikilvægi kosninganna, þá markar það engu að síður ótví- ræð tímamót að Hamid Karzai forseti fer frá eftir rúmlega tólf ár í embætti. Hann hefur ítrekað verið sakað- ur um að vera á kafi í þeirri land- lægu spillingu, sem loðað hefur við landið. Hann hafi grímulaust hyglað sínum mönnum og notfært sér völd sín til að kaupa fólk til stuðnings við sig. Hann má þó eiga það að hann stígur sjálfviljugur til hliðar og styrkir þar með lýðræðisvitund landsmanna. Pastúnar Allir frambjóðendurnir átta, sem sækjast eftir forsetastarfinu, eru af þjóðflokki pastúna. Pastúnar eru langfjölmennasti þjóðflokk- ur landsins. Þeir eru 42 prósent landsmanna, en búa einkum í austur- og suðurhluta þess. Til þess að ná til annarra þjóðern- ishópa hafa þeir með sér tvo með- frambjóðendur hver, til að skipa embætti varaforseta og varavara- forseta. Þessir meðframbjóðendur koma úr ýmsum áttum. Pastúnar hafa síðustu aldirnar undantekningarlítið farið með völd- in í Afganistan, en þó gengið mis- jafnlega vel að fá aðra landsmenn til að lúta stjórn sinni í reynd. Talibanar eru flestir pastúnar og þeim tókst aldrei að ná öllu landinu á sitt vald, ekki frekar en Sovét- mönnum á níunda áratug síðustu aldar. Unga fólkið Fréttaskýrendur hafa bent á að nærri tveir þriðju afgönsku þjóð- arinnar séu yngri en 25 ára. Hlut- irnir geta því breyst frekar hratt, ef aðstæður skapast til þess. „Unga fólkið í Afganistan er mik- ilvægur hluti kjósendahópsins. Þannig að þrátt fyrir allt þetta óör- yggi og hótanir, allar þessar árásir á síðustu vikum, þá höfum við séð allt þetta unga fólk flykkjast í bið- raðir til að fá kosningaskírteinin sín,“ hefur arabíski fréttavefur- inn Al Jazeera eftir Abdul Waheed Wafa við háskólann í Kabúl. Afganar láta enn reyna á lýðræðið Forsetakosningar verða haldnar í Afganistan í dag. Þrátt fyrir efasemdir um gildi þeirra hefur kosningabaráttan verið býsna lífleg. Átta frambjóðendur sækjast eftir að taka við af Hamid Karzai, sem fer frá sjálfviljugur eftir rúmlega tólf ár í embætti. KOSNINGAFUNDUR Í KABÚL Stuðningsmenn Ashrafs Ghani Ahmadzai hlusta á hann flytja ræðu á kosningafundi í Kabúl á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ➜ Fimm aðrir halda enn í vonina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.