Fréttablaðið - 05.04.2014, Side 38

Fréttablaðið - 05.04.2014, Side 38
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 ➜ Bannað er að negla í veggi í íbúðum á Stúdentagörðunum. Þess í stað eru notuð önglar og girni. Þetta er fest á þartilgerðan lista í loftinu og er girnið nógu sterkt til að halda þynglsum. Helga segir þetta gera myndavegginn óreglulegan sem gefur heimilinu skemmtilegan blæ. ➜ Rósa býr í nýju Stúdentagörðunum við Sæmundar- götu þar sem er sameiginlegt eldhús, ekki má þvo þvott eftir 22 á kvöldin og harðbannað að halda partý. Mér fannst mjög mikilvægt að þetta væri ekki herbergi heldur heimili. Þurfti að finna eitthvað til að lífga upp á veggina. Fagurkerar á fáum fermetrum Það getur verið snúið að koma sér vel fyrir á Stúdentagörðunum þar sem gólfdúkurinn er skær, skápar eru festir við gólf og bannað er að negla í veggi. Fréttablaðið fékk að líta inn til tveggja fagurkera sem hafa notað sniðugar lausnir og fallega muni til að koma sér vel og smekklega fyrir í litum íbúðum á Stúdentagörðunum þar sem hver krókur og kimi er nýttur. Ég er búin að búa hérna síðan í júlí í fyrra, þar áður var ég í sams konar stúdentaíbúð á Eggertsgötunni,“ segir Helga Geirsdóttir mannfræðinemi sem hefur hreiðrað um sig í 35 fm íbúð á Stúdentagörðunum á Lindargötunni. Hún segir það hafa verið smá áskorun að koma sér vel fyrir í litlu rými. „Ég er orðin mjög góð í tetris enda örugglega búin að færa öll húsgögn fram og til baka svona hundrað sinnum. Mér fannst svo mikilvægt að þetta væri ekki herbergi heldur heimili. Á heimili getur maður sest til borðs og boðið fólki svo yfir í betri stofuna, það var smá vandi að finna útúr því.“ Helga hugsaði út fyrir kassann til að finna sniðugar lausnir innan veggja heimilisins. „Ég er búin að ná, að ég held, bestu uppröðuninni núna með bókahillurnar inní eldhúsi, eldhús- borðið fyrir framan fataskápinn og sófann upp við rúmið. Ekkert af þessu lá beint við en maður þarf bara að prófa sig áfram.“ Það fylgja því þó nokkrar reglur að búa á Stúdentagörð- unum, til dæmis má ekki negla í veggina. Það er þó leyst með önglum og girni. „Önglarnir eru festir í lista í loftinu og girnið er nógu sterkt til að halda þyngslum. Ég og Hnokki, kærastinn minn, erum óvenjulega rík af málverkum og eigum mörg fal- leg sem hefði verið synd að láta liggja ofan í kassa. Þess vegna var myndaveggnum komið upp. Uppröðunin á honum var smá óvissuatriði af því að þegar maður vinnur með öngla og veiði- snæri lenda myndirnar ekki endilega nákvæmlega þar sem maður ætlaði. Mér finnst það samt bara skemmtilegt.“ Það tók á að venjast þessum bláa lit á gólfinu sem ég þoldi ekki til að byrja með. Mér er, sem betur fer, farið að líka betur við hann með hverjum deg- inum sem líður og hefur hann þróað með sér svolítið blátt þema, áður en ég vissi af var ég farin að kaupa blá kerti og kodda,“ segir sálfræðineminn Rósa María Árnadóttir sem býr á 22 fermetrum á nýju Stúdenta- görðunum við Sæmundargötu. Þar sem Rósa býr er sameiginlegt eldhús á gang- inum sem allir þurfa að skiptast á að taka til í og fara út með ruslið. „Einnig má ekki þvo þvott eftir klukkan 22 og svo er harðbannað að halda partí, regla sem afar fáir fylgja,“ segir Rósa María sem hefur búið í íbúðinni síðan í janúar. Íbúðinni fylgdi skrifborð, rúm, stóll og skápar sem er fastir svo Rósa segist ekki hafa þurft að gera mikið þegar hún flutti inn. Það vekur athygli að hún skreytir heimilið með fallegum fatnaði. „Ég á ekki mikið af málverkum og er ekki nógu dugleg að láta framkalla myndir svo ég þurfti að finna eitthvað til að lífga upp á íbúðina. Ég á nóg af litríkum kjólum svo mér fannst tilvalið að hengja þá upp, mér finnst það koma nokkuð skemmtilega út.“ Rósa María Árnadóttir Sálfræðinemi 23 ára. Helga Geirsdóttir Mannfræðinemi 24 ára Orðin mjög góð í tetris Skreytir heimilið með fallegum fatnaði FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.