Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 44
FÓLK|HELGIN Fyrirmyndardagurinn var haldinn í fyrsta sinn hérlendis í gær. Þá buðu ýmis fyrirtæki og stofnanir atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfs- manni eftir í starfi sínu í einn dag eða hluta úr degi. Í ár tóku atvinnu- leitendur þátt sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum en stefnt er að því að halda daginn framvegis á landsvísu. Auk þeirra tóku fyrir- tæki þátt sem nú þegar eru í sam- vinnu við Vinnumálastofnun vegna átaksins Atvinna með stuðningi auk fyrirtækja sem eru aðilar að Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð. Einn þeirra þátttakenda sem hóf störf í gær er Anna Kristín Gunn- laugsdóttir en hún starfaði á leik- skólanum Loga í Grafarvogi. „Það er búin að vera mikil tilhlökkun eftir þessum degi og að takast á við verkefnið. Ég vann í leikskólanum frá kl. 9-12 og starfsmaður skólans kynnti fyrir mér starfsemi hans og þau ólíku verkefni sem þar eru unn- in. Þessi dagur fer svo sannarlega í reynslubankann hjá mér.“ Anna er „fötluð í námi“ eins og hún orðar það sjálf og er haldin lesblindu. Hún útskrifaðist af starfsbraut úr Borgarholtsskóla og stundar nám í vetur við Fjöl- mennt og stefnir á útskrift í vor af heilsubraut. Auk þess sótti hún námskeið í vetur í Háskóla Íslands um réttindabaráttu fatlaðs fólks og sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Dagurinn er frábært tæki- færi fyrir mig til að kynna mig á vinnumarkaði og sjá hvernig er að vinna á leikskóla. Allir eiga rétt á að geta unnið og það er frábært að fá stuðning fyrstu skrefin og maður veit að það er tekið tillit til manns á vinnustað. Í framtíðinni stefni ég á nám við Kennaraháskólann enda finnst mér mjög gaman að vinna með börnum. Einnig hef ég áhuga á að vinna að réttindabaráttu fatlaðs fólks og fólks með minnkaða starfs- getu.“ FYRIRMYNDARFÓLK Á GÓÐUM DEGI GOTT TÆKIFÆRI Hópur einstaklinga með skerta starfsgetu tók þátt í Fyrir- myndardeginum í gær. Þar fylgdu þeir starfsmanni eftir í starfi í einn dag. GÓÐUR STUÐNINGUR „Allir eiga rétt á að geta unnið og það er frábært að fá stuðning fyrstu skrefin,“ segir Anna Kristín Gunnlaugsdóttir. MYND/GVA Bjarni er kunnur fyrir ljóðagerð og hefur alla tíð lagt stund á málaralist meðfram skriftum. Hann hefur haldið níu einkasýn- ingar á Mokkakaffi frá árinu 1988. Myndir Bjarna eru allt frá því að vera náttúru- stemningar til þess að vera geómetrík og abstrakt. Hann er kunnur fyrir eftir- tektarverða litameðferð þar sem línum og formum er teflt saman. Aðalsteinn hefur sinnt útgáfustörfum og orðhengilshætti á ýmsum vettvangi, sótt námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og sýnt verk sín í Hafnarfirði og Reykjavík. Þetta er fjórða einkasýning hans. Hann lýsir verkum sínum svo: „Mannsbelgurinn geymir sundurleitan hrærigraut úr hugsun- um, athöfnum, ímyndunum, viti og órum. Margt af því er góss sem við stingum á okkur hugsunarlítið á leið gegnum lífið. Ævilangt safnast í belginn. Sumt sekkur og gleymist en annað flýtur ofan á.“ Verk Aðalsteins eru hávaxin eða 90x300 sentimetrar þar sem einfeldningslega teiknuð myndbrot fljóta ofan á óreiðu- kenndum grunni. „Verkin byggjast á hug- dettum og hugrenningum sem kvikna í vinnuferlinu, án markaðrar stefnu, og bjóða áhorfandanum upp á sams konar ferðamáta, að láta augu og huga reika eins og umrenninga um heim verkanna og eigin hugarheim.“ Opnunin í dag stendur yfir frá 15-18 en báðar sýningarnar verða opnar til 4. maí. Anarkía listasalur er til húsa í Hamraborg 3 í Kópavogi. Gengið er inn norðanmegin. TVÖFÖLD OPNUN Í ANARKÍU Tvær sýningar verða opnaðar í Anarkíu listasal í Kópavogi í dag. Í efri sal sýnir Bjarni Bernharður Bjarnason olíu- og akrýlmálverk undir yfirskriftinni Á HÁSLÉTTU HINNA DEYJANDI AUGNABLIKA en í þeim neðri sýnir Aðalsteinn Eyþórsson olíumálverk undir heitinu UM RENNINGAR. EFTIRTEKTARVERÐ LITAMEÐFERÐ Myndir Bjarna eru allt frá því að vera náttúrustemningar til þess að vera geómetrík og abstrakt. HÁVAXIN VERK Verk Aðalsteins eru hávaxin eða 90x300 sentimetrar. Þar fljóta einfeldningslega teiknuð myndbrot ofan á óreiðukenndum grunni. -30% 50%20% 30%40% 10% Við ætlum að rýma fyrir nýjum vörum og bjóðum allt að 50% afslátt Fyrstir koma fyrstir fá LAGERHREI NSUN Fjarstýringavasar - verð frá 2.900 Púðar - verð frá 2.900 Púðaver - verð frá 1.000 Stólar - verð frá 5.000 Speglar - verð frá 10.000 Skrifstofuhillur - verð frá 9.900 Sjónvarpsskápar - verð frá 19.900 Rúm 150-193 cm - verð frá 69.000 Sófaborð mism. stærðir verð frá 7.500 Borðstofuborð 220 - verð 47.500 Borðstofuskenkar verð frá 159.900 Bar skápar 119x158x52 verð frá 89.000 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 OPNUM KL.10 Tungusófi verð 149.000 á ður 284.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.