Fréttablaðið - 05.04.2014, Side 95
LAUGARDAGUR 5. apríl 2014 | MENNING | 59
ÞÖKKUM
FRÁBÆRAR
VIÐTÖKUR!
Síðasta sýning
annað kvöld,
sunnudagskvöld,
kl. 20 – uppselt
Ragnheiður – ópera eftir
Gunnar Þórðarson
og Friðrik Erlingsson
NORRÆNA HÚSIÐ
KYNNIR:
Sýningar fara fram í Norræna húsinu.
Allar kvikmyndirnar eru sýndar með enskum texta og er
frítt inn á hátíðina.
Nánari upplýsingar á norraenahusid.is.
Hægt verður að skyggnast inn í
víetnamskan og japanskan tungu-
mála- og menningarheim á þeim
samkomum sem fram undan eru í
apríl á Café Lingua. Ekki síst má
kynnast fjölbreyttum tungumála-
fjársjóði Filippseyja en þar eru
töluð á milli 150 og 175 tungumál.
Einnig er indversk bíómynd í Bíói
Paradís á dagskrá.
Fyrsta uppákoma mánaðarins
verður á mánudaginn, 7. apríl,
klukkan 17.30 í aðalsafninu,
Tryggvagötu 15. Þá mun Lieu
Thúy Thi bera saman íslenska
tungumálið og það víetnamska
og segja frá hefðum og siðum í
Víetnam, en landið á sér langa og
ríka sögu. Lieu mun bjóða upp á
víetnamskt kaffi og íslenskar
kleinur.
Eitt af markmiðum Café Ling-
ua er að skapa forvitni um menn-
ingu og tungumál og virkja þau
mál sem hafa ratað til Íslands
með fólki hvaðanæva að og auðg-
að mannlíf og samfélag. Um leið
er hugmyndin að beina sjónum
borgarbúa að heiminum í kring-
um okkur.
Vorið 2014 er Café Lingua
unnið í samstarfi Borgarbóka-
safns Reykjavíkur við Stofn-
un Vigdísar Finnbogadóttur,
Háskóla Íslands, Bíó Paradís,
Menningarmiðstöðina Gerðuberg
og aðra.
Það eru allir velkomnir og
aðgangur ókeypis. - gun
Asíuveisla í apríl á Café Lingua
Allir viðburðir á Café Lingua í apríl verða helgaðir asískum málum og menningu.
„Það er sérstakt fagnaðarefni
að fá þennan snilling hingað til
lands,“ segir Jónas Ingimundarson
píanóleikari kampakátur um koll-
ega sinn John O‘Conor sem verður
heiðursgestur Við slaghörpuna í
Salnum í dag klukkan 16.
„John O´Conor hefur ferðast
um allar álfur og komið fram í
öllum þeim konserthúsum sem
máli skipta austan hafs og vest-
an og leikið einleik með öllum
stærstu hljómsveitum heims,“
fræðir Jónas mig um og heldur
áfram: „Þrátt fyrir allt sitt spil
er John O‘Conor starfsamur pró-
fessor í Írlandi, Bandaríkjunum
og Japan og heldur meistara-
námskeið fyrir framúrskarandi
nemendur gjarnan í tengslum
við tónleikahald sitt.“
Jónas Ingimundarson verð-
ur sjötugur á árinu og John
O‘Conor leikur hér í tilefni þess.
- gun
John O’Conor við píanóið
JOHN O‘CONOR Píanósnillingurinn
leikur verk eftir Beethoven og Schubert
í Salnum. MYND/ÚR EINKASAFNI
VÍETNÖMSK STEMNING Sagt verður frá víetnömskum hefðum og siðum á mánu-
daginn í Café Lingua. MYND/ÚR EINKASAFNI
Sögusafnið, eða Saga Museum,
er meðal vinsælla viðkomustaða
erlendra ferðmanna sem heim-
sækja Reykjavík. Frá opnun þess
árið 2002 hefur það verið rekið
í einum af hitaveitutönkunum í
Öskjuhlíð. Nú er safnið komið í
stærra húsnæði á Grandagarði,
næst Sjóminjasafninu, bátahöfn-
inni og slippnum, nánar tiltekið í
gamla Ellingsenhúsinu.
Safnið rekur sögu íslensku
þjóðarinnar frá pöpum, Hrafna-
Flóka og Ingólfi Arnarsyni gegn-
um árhundruð að aftöku Jóns
Arasonar. Sýningin er átján
sviðsmyndir í samtímahíbýl-
um atburða og þar í eru eðlileg-
ar myndastyttur fólks í fatnaði
hvers tíma í trúverðugri stærð.
Aðalhöfundur sýningarinnar er
Ernst Backman sem endurgerði
sögupersónur Íslandssögunnar
og mótaði þær þannig að þær
virðast af holdi og blóði. Sviðs-
setningin er líka unnin af Ernst,
fjölskyldu hans og dætrum. með
aðstoð færustu vísindamanna og
þjóðfræðinga.
Heimasíða safnsins er http://
www.sagamuseum.is/
- gun
Flytur úr Öskjuhlíð
vestur á Grandagarð
Sögusafnið sem hefur verið í einum hitaveitu tank-
anna undir Perlunni frá árinu 2002 er nú fl utt á
Fiski slóð á Grandagarði 2 í veglegra húsnæði.
EIN SVIÐSMYNDA SAFNSINS Þeir eru spekingslegir, Snorri Sturluson og félagar.
Papar
Hrafna-Flóki
Ingólfur Arnarson
Skalla-Grímur og Egill
Melkorka Mýrkjartansdóttir
Leifur heppni
Alþingi
Guðmundur góði
Örlygsstaðabardagi
Svarti dauði
Jón Arason
➜ Meðal persóna og
atburða á sýningunni