Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 95

Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 95
LAUGARDAGUR 5. apríl 2014 | MENNING | 59 ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR! Síðasta sýning annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20 – uppselt Ragnheiður – ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: Sýningar fara fram í Norræna húsinu. Allar kvikmyndirnar eru sýndar með enskum texta og er frítt inn á hátíðina. Nánari upplýsingar á norraenahusid.is. Hægt verður að skyggnast inn í víetnamskan og japanskan tungu- mála- og menningarheim á þeim samkomum sem fram undan eru í apríl á Café Lingua. Ekki síst má kynnast fjölbreyttum tungumála- fjársjóði Filippseyja en þar eru töluð á milli 150 og 175 tungumál. Einnig er indversk bíómynd í Bíói Paradís á dagskrá. Fyrsta uppákoma mánaðarins verður á mánudaginn, 7. apríl, klukkan 17.30 í aðalsafninu, Tryggvagötu 15. Þá mun Lieu Thúy Thi bera saman íslenska tungumálið og það víetnamska og segja frá hefðum og siðum í Víetnam, en landið á sér langa og ríka sögu. Lieu mun bjóða upp á víetnamskt kaffi og íslenskar kleinur. Eitt af markmiðum Café Ling- ua er að skapa forvitni um menn- ingu og tungumál og virkja þau mál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðg- að mannlíf og samfélag. Um leið er hugmyndin að beina sjónum borgarbúa að heiminum í kring- um okkur. Vorið 2014 er Café Lingua unnið í samstarfi Borgarbóka- safns Reykjavíkur við Stofn- un Vigdísar Finnbogadóttur, Háskóla Íslands, Bíó Paradís, Menningarmiðstöðina Gerðuberg og aðra. Það eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis. - gun Asíuveisla í apríl á Café Lingua Allir viðburðir á Café Lingua í apríl verða helgaðir asískum málum og menningu. „Það er sérstakt fagnaðarefni að fá þennan snilling hingað til lands,“ segir Jónas Ingimundarson píanóleikari kampakátur um koll- ega sinn John O‘Conor sem verður heiðursgestur Við slaghörpuna í Salnum í dag klukkan 16. „John O´Conor hefur ferðast um allar álfur og komið fram í öllum þeim konserthúsum sem máli skipta austan hafs og vest- an og leikið einleik með öllum stærstu hljómsveitum heims,“ fræðir Jónas mig um og heldur áfram: „Þrátt fyrir allt sitt spil er John O‘Conor starfsamur pró- fessor í Írlandi, Bandaríkjunum og Japan og heldur meistara- námskeið fyrir framúrskarandi nemendur gjarnan í tengslum við tónleikahald sitt.“ Jónas Ingimundarson verð- ur sjötugur á árinu og John O‘Conor leikur hér í tilefni þess. - gun John O’Conor við píanóið JOHN O‘CONOR Píanósnillingurinn leikur verk eftir Beethoven og Schubert í Salnum. MYND/ÚR EINKASAFNI VÍETNÖMSK STEMNING Sagt verður frá víetnömskum hefðum og siðum á mánu- daginn í Café Lingua. MYND/ÚR EINKASAFNI Sögusafnið, eða Saga Museum, er meðal vinsælla viðkomustaða erlendra ferðmanna sem heim- sækja Reykjavík. Frá opnun þess árið 2002 hefur það verið rekið í einum af hitaveitutönkunum í Öskjuhlíð. Nú er safnið komið í stærra húsnæði á Grandagarði, næst Sjóminjasafninu, bátahöfn- inni og slippnum, nánar tiltekið í gamla Ellingsenhúsinu. Safnið rekur sögu íslensku þjóðarinnar frá pöpum, Hrafna- Flóka og Ingólfi Arnarsyni gegn- um árhundruð að aftöku Jóns Arasonar. Sýningin er átján sviðsmyndir í samtímahíbýl- um atburða og þar í eru eðlileg- ar myndastyttur fólks í fatnaði hvers tíma í trúverðugri stærð. Aðalhöfundur sýningarinnar er Ernst Backman sem endurgerði sögupersónur Íslandssögunnar og mótaði þær þannig að þær virðast af holdi og blóði. Sviðs- setningin er líka unnin af Ernst, fjölskyldu hans og dætrum. með aðstoð færustu vísindamanna og þjóðfræðinga. Heimasíða safnsins er http:// www.sagamuseum.is/ - gun Flytur úr Öskjuhlíð vestur á Grandagarð Sögusafnið sem hefur verið í einum hitaveitu tank- anna undir Perlunni frá árinu 2002 er nú fl utt á Fiski slóð á Grandagarði 2 í veglegra húsnæði. EIN SVIÐSMYNDA SAFNSINS Þeir eru spekingslegir, Snorri Sturluson og félagar. Papar Hrafna-Flóki Ingólfur Arnarson Skalla-Grímur og Egill Melkorka Mýrkjartansdóttir Leifur heppni Alþingi Guðmundur góði Örlygsstaðabardagi Svarti dauði Jón Arason ➜ Meðal persóna og atburða á sýningunni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.