Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 110

Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 110
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 74 VINSÆLUSTU VERKIN SÝND Á ÍTALÍU Í kvöld sýnir Íslenski dansflokkurinn í Bolzano á Ítalíu. Boðið verður upp á þrjú ólík verk sem öll hafa slegið í gegn hjá áhorfendum og gagn- rýnendum. Verkin eru Svanurinn eftir Láru Stefánsdóttur sem nýlega lét af störfum sem listrænn stjórnandi flokksins, Farangur eftir Valgerði Rúnarsdóttur sem frumsýnt var í febrúar síðastliðnum og verkið Gros- stadtsafari eftir Norðmanninn Jo Strömgren sem samið hefur nokkur verk fyrir flokkinn á undan- förnum árum. - ebg „Eiginlega. Orðum þetta þannig að ég hef fengið fullnægingu í háloft- unum. Ein. Og með einhverjum.“ – FYRIRSÆTAN MIRANDA KERR ÞEGAR HÚN VAR SPURÐ Í BRESKA GQ HVORT HÚN VÆRI MEÐLIMUR Í HÁLOFTAKLÚBBNUM. „Blaz er allavega kominn í buff- alo-skóna og klár á Selfoss,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca en hann kemur fram á 800 Bar Sel- fossi í kvöld. Hann ætlar þó ekki aðeins að halda tónleika þar, því hann ætlar að afhenda staðnum einstaka rommflösku til ættleið- ingar, en staðurinn er kominn með gott safn af merkilegum munum úr tónlistarlistarsögu Íslands. „Það er hellingur af flottu stöffi þarna. Þetta er að verða eitt flottasta tón- listarsafn landsins, til dæmis er mínípilsið sem Einar Ágúst klædd- ist í Eurovision á safni staðarins,“ bætir Erpur við. „Þegar listamaður kemur að spila hjá okkur, þá kemur hann með hlut með sér. Ætlunin er að búa til flott safn sem hefur að geyma merkilega hluti úr tónlistarsögunni og því gott að fá þessa einstöku rommflösku frá Erpi, hann er jú andlit rommsins á Íslandi,“ segir Eiður Birgisson, eig- andi 800 bars. Erpur kemur fram með nýrri sveit sinni, Clanroca, og fleiri félögum. 800 Bar brann árið 2012 en hefur nú verið opnaður í sömu byggingu og Hótel Selfoss og er í mikilli sókn. „Ég ætli að brenna 800 Bar niður aftur í kvöld,“ bætir Erpur við létt- ur í lundu. - glp Fer í buff alo-skónum á Selfoss Erpur Eyvindarson ætlar að gefa 800 Bar einstaka rommfl ösku en á staðnum er komið mikið safn með munum úr tónlistarsögunni. Hann kemur fram með nýrri hljómsveit. FERÐABÚINN Hanni Bach, trommari Skítamórals, afhendir hér Erpi Eyvindar- syni lyklana að borginni, Buffalo-skóna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BLENDIN-APPIÐ VÆNTANLEGT Íslenska djamm-appið Blendin verður aðgengilegt fyrir iPhone- og Android- notendur 11. apríl. Davíð Örn Símon- arson, Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson standa á bak við Blendin. Appið gerir þér kleift að fylgjast með hvar vinir þínir eru á djamminu. Fólk tékkar sig inn á skemmtistaði og þá er einnig hægt að sjá hvar manneskjan er inni á staðnum með hjálp GPS- tækninnar. - glp ÞJÓÐVERJAR HRIFNIR AF HERÐI SVEINSSYNI Högni Egilsson, Sigtryggur Magnason, sviðakjammar og tónlistarhúsið Harpa prýða heila opnu í nýjasta tölublaði Rolling Stone Magazine í Þýskalandi. Myndaþátturinn er eftir ljósmyndarann Hörð Sveinsson, en sá hefur skapað sér nafn í Þýskalandi. Hann lauk til að mynda nýverið við myndband tónlistarmannsins Rea Garvey, sem gefinn er út í Þýskalandi. Hörður hefur látið að sér kveða í mynd- bandagerð og ljósmyndun á Íslandi og leikstýrði meðal annars myndbandi Hjaltalín við lagið I Feel You sem vakti mikla athygli. - ósk „Það er bara spennandi að breyta til,“ segir leikarinn Hallgrímur Ólafsson en samningi hans við Borgarleikhúsið var rift í vikunni. „Þetta gerist oft þegar nýir leik- hússtjórar byrja,“ bætir Hallgrím- urvið. Hann útskrifaðist frá Leik- listardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007 og fékk í kjölfarið fast- ráðningu hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Þar var hann í ár og fyrir uppsögnina hafði hann verið fast- ráðinn hjá Borgarleikhúsinu síðan árið 2008. „Maður er náttúrulega alltaf hissa þegar manni er sagt upp. En ég leit bara á þetta sem tækifæri, ég hef alveg verið að hugsa þetta í vetur,“ segir leikarinn sem velti því fyrir sér hvort það hefði verið kominn tími til þess að breyta til. „Það langar alla til að leika í Þjóð- leikhúsinu,“ segir Hallgrímur en honum barst samningstilboð frá Þjóðleikhúsinu tæpum sólarhring eftir að honum var sagt upp. Varðandi uppsögnina sjálfa seg- ist Hallgrímur skilja þörf á breyt- ingum mjög vel. „Breytingar eru af hinu góða eins og dæmin sanna,“ segir Hall- grímur. „Minn tími í Borgarleik- húsinu var frábær og ég er búinn að vinna í mjög skemmtilegum verkefnum þar,“ en hinn ungi leik- ari lék meðal annars í sýningum á borð við Fólkið í blokkinni, Hótel Volkswagen, Gullregn og Óska- steinar. Hallgrímur á nú von á öðru barni sínu með unnustu sinni, Matthildi Magnúsdóttur, en hann á eitt barn fyrir. „Þetta er rosa- lega spennandi,“ segir Hallgrímur sem á von á barninu í ágúst. „Ég á eina fimmtán ára stelpu og síðan eigum við Matthildur saman einn þriggja ára strák,“ segir leikarinn knái sem hlakkar til framtíðarinnar. baldvin@frettabladid.is Nýtt barn, ný vinna Hallgrímur Ólafsson er bjartsýnn maður og lítur á uppsögn sína hjá Borgar- leikhúsinu sem tækifæri auk þess sem hann á von á barni með unnustu sinni. Maður er náttúrulega alltaf hissa þegar manni er sagt upp. En ég leit bara á þetta sem tækifæri, ég hef alveg verið að hugsa þetta í vetur. Hallgrímur Ólafsson JÁKVÆÐUR Hallgrímur Ólafsson og unnusta eiga von á barni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SUNNUDAGUR 6. APRÍL 20:00 Skytten, Danmörk (2013) Allar kvikmyndirnar eru sýndar með enskum texta og er frítt inn á hátíðina. Nánari upplýsingar á norraenahusid.is. NORRÆN KVIKMYNDA HÁTÍÐ 3.–15. APRÍL 2014 NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: ht.is SELFOSS • REYKJANESBÆR • AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • REYKJAVÍK Nikon School námskeið fylgir! 24,2 Megapixla C-MOS myndflaga Nikon D3200KIT1855VR Stafræn SLR myndavél með 24,2 milljón punkta upplausn, 24,2 mm CMOS flögu á DX-sniði, EXPEED 3, ISO 100-6400 (fer í 12800), 3” LCD skjá, Active D-Lighting, D-Movie FHD hreyfimynd, umhverfis- og brellustillingum, hraðri raðmyndatöku, tvöföldu rykhreinsikerfi, HDMI C út ofl. VR LINSA MEÐ HRISTIVÖRN STAFRÆN SLR MYNDAVÉL TILBOÐ FULLT VERÐ 109.995 99.995 NIKON FERMINGARTILBOÐ Þráðlaust farsímatengi að verðmæti 11.990 fylgir! Nú með nýrri og léttari linsu!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.