Fréttablaðið - 10.04.2014, Síða 2
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SKATTAMÁL „Ég get fullyrt að þessi
maður fari með rangt mál eins og
gerist oft hjá þingmönnum sem hafa
ekki kynnt sér málin nægilega vel,“
segir Bergþór Karlsson, formaður
bílaleigunefndar Samtaka ferða-
þjónustunnar og framkvæmdastjóri
Bílaleigu Akureyrar.
Bergþór vísar þar í orð Þorsteins
Sæmundssonar, þingmanns Fram-
sóknarflokksins, um að ástæða fyrir
mikilli fjölgun bílaleiga sé meðal
annars sú að stórfyrirtæki stofni
leigur, kaupi bíla og leigi síðan
starfsmönnum sínum á kostnaðar-
verði.
„Af 140 bílaleigum sem eru
skráðar á Íslandi er að finna bíla-
leigur með enga starfsmenn og
engin skráð símanúmer. Ég hef
rökstuddan grun um að fyrirtæki
séu að stofna bílaleigur til að kaupa
bílana á afslætti og jafnvel selja
eftir ákveðinn tíma. Þetta þarf ráð-
herra að athuga frekar,“ segir Þor-
steinn í samtali við Fréttablaðið
en hann vildi ekki gefa upp hvaða
fyrirtæki hann væri með heimildir
fyrir að stunduðu slík viðskipti.
Bílaleigur fá felld niður vörugjöld
af bílum að hluta til en að hámarki
eina milljón króna. Hægt er að selja
bílana aftur eftir fimmtán mánuði
og þá þarf að framvísa bílaleigu-
samningum við sölu til að komast
hjá því að endurgreiða vörugjöldin.
„Þeir sem fá þennan afslátt eru
undir ströngu eftirliti Samgöngu-
stofu og tollsins. Þeir þurfa reglu-
lega að sýna bílaleigusamninga,
sem mega að hámarki vera upp á
þrjár vikur og ekki til tengdra aðila.
Þeir þurfa að hafa opna starfsstöð,
bílaleiguleyfi og allan fyrirtækja-
rekstur á hreinu,“ segir Bergþór.
Hann segir bílaleigum hafa fjölg-
að um meira en helming á síðustu
sex árum en ástæðan sé ekki svindl
stórfyrirtækja heldur hafi fleiri
stofnað bílaleigur með notuðum og
gömlum bílum.
„Ég fór sjálfur yfir lista með
þessum 140 bílaleigum í síðustu
viku og það er ekkert gruggugt við
hann. Þarna eru litlar leigur með
notaða bíla, til dæmis hótel og rétt-
ingaverkstæði. Þegar um gamla bíla
er að ræða fá aðilarnir ekki afslátt
af vörugjöldunum. Bílaleiguleyfi
og afsláttur af vörugjöldum er ekki
sami hluturinn. Það þarf að uppfylla
ströng skilyrði til að fá afsláttinn.“
Bergþór segir að ný lög séu
væntanleg um leigu á ökutækjum
sem muni auka öryggi viðskipta-
vina. „Með þessari drusluvæð-
ingu í bílaleigubransanum þá þarf
að koma stífari rammi svo ekki
sé verið að leigja út bíla í lélegu
ástandi. Við fögnum því og það
gæti þýtt að þessi mikla fjölgun
bílaleiga hætti.“
erlabjorg@frettabladid.is
Segir bílaleigusvindl
ekki vera stundað
Formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar segir grun þingmanns
um að stórfyrirtæki svindli út bílaleiguafslátt og leigi bíla til starfsmanna vera
algjörlega órökstuddan. Skilyrði fyrir afslætti séu ströng og eftirlit til fyrirmyndar.
Af 140 bílaleigum sem eru skráðar á Íslandi er að
finna bílaleigur með enga starfsmenn og engin
skráð símanúmer. Ég hef rökstuddan grun um að
fyrirtæki séu að stofna bílaleigur til að kaupa bílana á
afslætti og jafnvel selja eftir ákveðinn tíma.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
BÍLALEIGA Bílaleigur fá felld niður vörugjöld af bílum að hluta til en með ströngum
skilyrðum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SUÐUR-SÚDAN, AP Læknar án landamæra sem starfa í Suður-Súdan
gagnrýna þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að flytja ekki 21 þúsund
flóttamenn frá flóttamannabúðum í Juba vegna regntímabilsins sem
þar er gengið í garð.
Þúsundir flóttamanna dvelja í Tomping-búðunum í Juba. Fólk býr
við erfiðar aðstæður, í hrörlegum kofum eða tjöldum en rigningin
hefur gert svæðið enn óvistlegra með leðju og stórum pollum sem búa
til kjöraðstæður fyrir moskítóflugur og auka um leið hættu á sjúk-
dómum eins og kóleru til muna. -ebg
Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndar fyrir að flytja ekki fólkið:
Rigningin gerir lífið enn erfiðara
LÉLEG HÝBÝLI Flóttamennirnir búa í litlum skýlum og lélegum tjöldum í Tomping-
búðunum í Juba, sem gefa lítið skjól í rigningartíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FERÐAÞJÓNUSTA Ríkið kannar nú hvort fyrirhuguð gjald-
taka landeigenda við Dettifoss, Námaskarð og víðar í
landareign Reykjahlíðar standist lög. Landeigendur hafa
boðað 800 króna gjald fyrir að skoða Dettifoss, Náma-
skarð og Leirhnjúk, en 1.800 séu allir staðirnir skoðaðir.
Ólafur H. Jónsson, formaður landeigendafélagsins,
segir ekki standa til að hætta við gjaldtöku. Sett hefur
verið upp heimasíða, natturugjald.is, þar sem málstaður
landeigenda er kynntur. Á síðunni virðist eiga að setja
upp leið fyrir fólk að greiða aðgangseyri inn á svæðið,
en greiðslukerfið er óvirkt sem stendur.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps harmar fyrirhugaða
gjaldtöku og telur hana skaða ímynd sveitarfélagsins. Í
nýlegri bókun sveitarstjórnar eru landeigendur hvattir
til að fresta gjaldtökunni meðan unnið sé að lausn máls-
ins á landsvísu. Dettifoss er í landi Vatnajökulsþjóð-
garðs, en vinsælasta leiðin til að skoða hann liggur í
gegnum landareign Reykjahlíðar.
„Maður vonar það besta en býr sig undir það versta,“
segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norður-
svæði Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það versta er ef við þurf-
um að leggja nýja gönguleið. Við höfum enn fulla trú á
að það sem þeir eru að gera standist ekki lög.“ - bj
Landeigendur við Dettifoss ætla ekki að falla frá gjaldtöku af ferðamönnum:
Ríkið skoðar lögmæti gjaldtöku
DETTIFOSS Þjóðgarðsvörður segir koma til greina að leggja
stíg að Dettifossi sem ekki liggi um landareign Reykjahlíðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GRIKKLAND, AP Í gær barst til-
kynning frá fjármálaráðuneyti
Grikklands um að ráðist yrði í
útgáfu ríkisskuldabréfa á ný.
Talið er að þetta sé mikilvægt
skref fyrir landið í átt að því að
losna út úr efnahagskreppunni.
Grikkland hefur verið í rusl-
flokki hvað varðar lánstraust
síðan bankarnir hrundu fyrir
fjórum árum og mælist atvinnu-
leysi í landinu 28 prósent.
Stærð skuldabréfaútboðs-
ins hefur enn ekki verið kunn-
gerð en búist er við að þau verði
verðlögð í allra nánustu framtíð.
- jm
Fjárhagur Grikklands skánar:
Ríkisskuldabréf
gefin út á ný
MALASÍA Leitin að Malasíuflugvél-
inni stendur enn yfir, en hún hvarf
fyrir rúmum mánuði.
Miklar vonir eru bundnar við
að púlsmerki sem greinst hafa í
Indlandshafi síðustu daga séu úr
svörtum kassa vélarinnar en það
hefur ekki verið staðfest.
Tíminn er að renna út því end-
ingartími rafhlaðna í svarta box-
inu er aðeins um mánuður, og
mánuður var liðinn frá hvarfi vél-
arinnar á þriðjudag.
Talið er að vélin sé nú þegar
komin á 4.500 metra dýpi, en ólík-
legt er að hún finnist á slíku dýpi
eftir að rafhlöður klárast. - jm
Leit að brakinu stendur enn:
Tíminn er
að renna út
LÖGREGLUMÁL Sorphirðumenn
Reykjavíkurborgar gerðu tilraun
til að brjótast inn á heimili knatt-
spyrnumannsins Heiðars Helgu-
sonar í gær.
Það var eiginkona Heiðars sem
varð mannanna fyrst vör, en hún
sá til þeirra þar sem hún sat í bíl
sínum fyrir utan heimili hjónanna.
Atvikið átti sér stað á milli klukk-
an eitt og tvö þegar sorphirðumenn
voru að hefðbundnum störfum í
borginni. Tveir mannanna stóðu
vörð á gangstéttinni fyrir framan
húsið á meðan sá þriðji gerði end-
urteknar tilraunir til að brjóta sér
leið inn í íbúðina með verkfæri sem
hann hafði sótt í farþegasæti bíls-
ins.
Eiginkona Heiðars gerði lög-
reglu undir eins viðvart og brást
hún skjótt við. Tilburðirnir náðust
á myndband í öryggiskerfi hússins
og rannsakaði lögregla myndbandið
síðdegis í gær.
Ekki náðist í lögreglu við vinnslu
fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir. -jm
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn á heimili Heiðars Helgusonar:
Sat úti í bíl og kallaði á lögreglu
SORPHIRÐA Mennirnir voru að vinna
þegar þeir reyndu að brjótast inn. Myndin
er ótengd atburðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
DANMÖRK Danska stjórnin vill nú
bjóða allra bestu námshestunum
frá löndum utan Evrópu skóla-
göngu og uppihald meðan á náms-
tímanum stendur. Gert er ráð fyrir
að 24 milljónir danskra króna nægi
fyrir 60 til 70 nemendur, að því er
segir á vef danska ríkisútvarpsins.
Verkefninu er einkum beint til
nemenda í nanótækni, heilbrigðis-
vísindum og tölvunarfræðum.
Markmiðið er að nemendurnir
verði um kyrrt í Danmörku og taki
þátt í atvinnusköpun. - ibs
Danir hampa námshestum:
Fá bæði mennt-
un og uppihald
Guðmundur, er Jesús ekki
alltaf svarið?
Ekki endilega en þú finnur svarið
hjá honum.
Séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur
í Lindakirkju, er á topp fimm lista QuizUp í
spurningum tengdum Biblíunni.
SPURNING DAGSINS
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR