Fréttablaðið - 10.04.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 10.04.2014, Síða 4
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 1992 voru fyrstu korntonn-in skorin á Íslandi og hefur uppskera verið nokkur æ síðan. Fyrstu árin var hún um 400 tonn en hún náði hægt og bítandi 10.000 tonnum árið 2004. Uppskeran fór yfir 16.000 tonn árin 2009 og 2012. Upp- skeran náði ekki 6.000 tonnum í fyrra. BANDARÍKIN, AP Unglingur gekk berserksgang vopnaður hnífi í menntaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Að minnsta kosti 20 særðust í árásinni. Sjö nemendur á aldr- inum fjórtán til sautján ára og einn öryggisvörður voru flutt- ir á sjúkrahús. Allir eru alvar- lega slasaðir. Fórnarlömbin voru stungin í kvið, brjóst og bak. tveir þurftu að gangast undir bráðaskurðaðgerð. Árásarmaðurinn, sem er nemandi í skólanum, náðist og var settur í varðhald, eftir að gert hafði verið að sárum hans á sjúkrahúsi. Hann meiddist á höndum í árásinni. - jm Minnst 20 særðust í árás: Nemandi gekk berserksgang ÁFALL Nemandi við skólann ásamt föður sínum skömmu eftir árásina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLSKYLDA Boðið er upp á forskot á páskasæluna með páskaeggjaleit í Viðey á laugardaginn, viku fyrir páska. Leikurinn gengur út á að finna sem flest lítil páskaegg en einnig verða stærri vinningar. Leitin verður ræst kl. 13.30 við Við- eyjarstofu og afmörkuð verða leitarsvæði, þar á meðal eitt fyrir yngstu kynslóðina. Ekkert þátt töku gjald er í páska- eggjaleitinni en gestir greiða ferju- toll og mælst er til að þátttakendur skrái sig til leiks með því að bóka far með ferjunni. - ebg Fjölskylduleikur í Viðey: Páskaeggjaleit um helgina PÁSKAEGGJALEIT Metþátttaka var í fyrra í Viðey. AÐSEND MYND/REYKJAVÍK UTANRÍKISMÁL Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra hélt í gær til starfa í nýstofnaðri eftir- litssveit ÖSE í Úkraínu. Hann mun fara fyrir einu af tíu teymum eftirlits- manna í landinu, en teymi hans verður í höfuð- borginni Kænu- garði og héraðinu þar í kring. Stefán Haukur á að baki mikla reynslu sem samningamaður og leiddi til dæmis til lykta samninga um inngöngu Rússlands í Alþjóða- viðskiptastofnunina. - ebg Sendiherra fer til Úkraínu: Fer fyrir teymi eftirlitsmanna STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON REYKJAVÍK Vegna mikils magns af sandi sem var dreift í vetur í hálkunni á göngu- og hjólastíga borgarinnar, er mikið verk að vinna við hreinsun fyrir páska. Síðustu daga hefur verið gróf- sópað og gert er ráð fyrir að hefja götuþvott í næstu viku. Lóðir við skóla verða spúlaðar í páskafrí- inu. Íbúar eru beðnir um að liðka til fyrir hreinsun með því að færa bíla úr götum sem verið er að hreinsa hverju sinni. - ebg Borgin í páskahreinsun: Mikill sandur eftir veturinn NOREGUR Skólayfirvöld í Noregi hafa samþykkt stofnun grunn- skóla fyrir börn múslíma í Ósló í haust fyrir 200 börn. Óslóarborg er mótfallin stofn- un slíks skóla vegna slæmrar reynslu. Grunnskóli fyrir börn múslíma var starfræktur frá 2001 til 2004 og var hann mjög umdeildur. Samkvæmt borgar- yfirvöldum eru flestir í stjórn skólans þeir sömu og áður. Á fréttavef Aftenposten kemur fram að rekstrarleyfi hafi enn ekki verið veitt. - ibs Norsk skólayfirvöld: Skóli fyrir börn múslíma í Ósló ALÞINGI Helgi Hjörvar, þingmað- ur Samfylkingar, vakti athygli á ágalla skuldaleiðréttinga ríkis- stjórnarinnar á þingfundi í gær. Benti hann á að þeir sem hefðu fengið lögformlega skuldaleið- réttingu áður, svo sem 110% leið- ina, fengju það dregið frá leið- réttingu nú en ekki þeir sem hafa fengið sambærilegar leiðrétting- ar í gegnum frjálsa samninga í bönkunum, svo sem greiðslu- aðlögun eða endurgreiðslu á vaxtakostnaði. „Þeir sem áttu í góðum tengslum og viðskiptum við bank- ana og þurftu ekki að fara lög- formlegar leiðir fá nú sérstakan tékka frá ríkisstjórninni ofan á hina frjálsu samninga, kannski um leið og þeir leggja fyrir fyrir auðlegðarskatti sínum. Þetta er ótrúlega ósanngjarnt,“ sagði Helgi í ræðu sinni. Sigrún Magnúsdóttir, þing- maður Framsóknarflokks, svar- aði Helga og var nokkuð heitt í hamsi. „Mér finnst mjög slæmt þega r men n s e m k e n n a sig við félags- hyggjuflokka á góðum stund- um, geri lítið úr því þegar verið er að rétta 80% heimila á Íslandi hjálpar- hönd. Ég kann ekki að meta þetta og segi það alveg hreint út,“ var svar Sigrúnar. - ebg Helgi Hjörvar gagnrýnir að fyrri aðgerðir dragist frá sumum en ekki öðrum: Óréttlátar skuldaleiðréttingar HELGI HJÖRVAR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Gæði fara aldrei úr tísku Mest seldu ofnar á Norðurlöndum 10 ára ábyrgð EFNAHAGSMÁL „Því fylgir áhætta að taka engin skref við losun hafta,“ sagði Ásdís Kristjánsdótt- ir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, á fundi samtakanna í gær þar sem kynnt var fyrsta hagspá sviðsins. Sviðið spáir þriggja prósenta hagvexti á næstu árum sem verði einkum drifinn áfram af innlendri eftirspurn; einkaneyslu sem og fjárfestingu. Ásdís sagði þetta vera breytingu frá því sem átti sér stað á síðasta ári þegar hann var drifinn áfram af utanríkisverslun. „Það má í raun segja að samsetn- ing hagvaxtarins sé að breytast,“ sagði Ásdís og bætti við að ferða- þjónusta myndi áfram gegna lykil- hlutverki en framlag innlendrar eftirspurnar aukast. Sviðið telur að hagkerfið sé í mjög viðkvæmri stöðu, einka- neysludrifinn hagvöxtur muni ekki skapa okkur gjaldeyri á kom- andi árum og því óttist sviðið að gjaldeyrisafgangur þjóðarbús- ins muni nánast hverfa. „Þetta er áhyggjuefni vegna þess að frum- forsenda þess að við getum losað um höftin er að við sjáum hér útflutningsdrifinn hagvöxt,“ sagði Ásdís. Hún lagði áherslu á að snjó- hengjan hyrfi ekki af sjálfu sér heldur stækkaði eftir því sem á líður. Sviðið flokkaði snjóhengj- una í þrennt, í fyrsta lagi krónu- eignir í höndum erlendra aðila, í öðru lagi þrotabú föllnu bankanna þar sem lánalengingar þyrftu að koma til og afskriftir á krónueign- um erlendra kröfuhafa og í þriðja lagi nýja snjóhengju, sem væru innlendir aðilar, það er að segja lífeyrissjóðir og aðrir innlendir fjárfestar. Ásdís áætlaði að um þrjátíu prósent af þeirri upp- hæð myndu leita í fjárfestingar erlendis til að dreifa áhættu sinni. Hún taldi mikilvægt að víkka út gjaldeyris- útboð Seðlabankans og hleypa inn- lendum aðilum að. „Við erum að velta upp þeirri spurningu hvort kominn sé tími á að hleypa þeim jafnframt að gjaldeyrisútboðunum í gegnum útleiðina. Þá værum við komin með mælikvarða á hversu þolinmóðir eða óþolinmóðir þessir fjárfestar væru,“ sagði Ásdís. Sigríður Benedikts- dóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálastöð- ugleikasviðs Seðlabankans, sagðist efast um að lífeyris- sjóðirnir hefðu áhuga á að fara með fjármuni út í gegnum gjald- eyrisútboðin á því háa gengi sem aflandskrónueigendur færu út með þá. „Það er verið að taka afslátt fyrir erlenda gjaldeyrinn, lífeyr- issjóðirnir eru fremur að koma inn á móti til að fá fleiri krónur fyrir gjaldeyrinn sinn heldur en ella,“ sagði Sigríður. fanney@frettabladid.is Lífeyrissjóðir mynda nýja snjóhengju Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins spáir þriggja prósenta hagvexti á næstu árum sem verði drifinn áfram af einkaneyslu og aukinni fjárfestingu. Víkka þurfi út gjaldeyrisútboð Seðlabankans og hleypa innlendum aðilum að. EINKANEYSLUDRIFINN HAGVÖXTUR Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að hagvöxtur sé ekki lengur drifinn áfram af utanríkisverslun. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá SVALT Í DAG í norðanátt með björtu veðri sunnan til en hlýnar á morgun með talsverðri rigningu sunnanlands en slyddu og svo rigningu norðan til. Kólnar á ný í norðanátt á laugardag með snjókomu eða éljum norðanlands en björtu sunnan til. -1° 7 m/s 3° 9 m/s 5° 7 m/s 5° 8 m/s Strekkingur eða allhvasst fram eft ir degi. Strekkingur austan til fram eft ir degi. Gildistími korta er um hádegi 14° 25° 8° 19° 18° 7° 18° 9° 9° 22° 17° 22° 22° 21° 20° 8° 12° 17° 6° 7 m/s 7° 4 m/s 5° 3 m/s 0° 6 m/s 2° 4 m/s 1° 7 m/s 0° 5 m/s 6° 4° 1° -2° 4° 4° 2° 0° 2° -1° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.