Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 16
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16
Niðurföll og ofnar
í baðherbergið EVIDRAIN
Mikið úrval
– margar stærðir
COMPACT VERA 30cm
8.790,-
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Reykjavík
Reykjanesbæ
PROLINE 60 cm
23.990,-
VITA handklæðaofn
50x80 cm kúptur, króm
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
ellingsen.is
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
Leitaðu ráða hjá okkur. Hjá Ellingsen starfa sérfræðingar í öllum deildum. Við veitum
faglega og vandaða ráðgjöf og finnum réttu vörurnar sem uppfylla þínar þarfir.
Við seljum eingöngu þrautreyndar hágæðavörur sem henta fyrir íslenskar aðstæður.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
41
11
4
Ellingsen-mótaröðin
í haglabyssuskotfimi hefst 21. apríl.
Fyrsta mótið í þriggja móta röð verður mánudaginn 21. apríl,
annan í páskum, á skotæfingasvæði Skotreyn. Mæting kl. 10.30
og skráning á staðnum. Keppt er í byrjendaflokki og flokki fyrir
lengra komna. Samanlagður árangur í 3 mótum ræður úrslitum.
Ellingsen-mótaröðin í
HAGLABYSSU-
SKOTFIMI
BROWNING A5,
hálfsjálfvirk hagla-
byssa í verðlaun
fyrir 1. sæti
í hvorum flokki.
ÚKRAÍNA, AP Vladimír Pútín, for-
seti Rússlands, hótaði í gær að
loka á reikningsviðskipti Úkraínu
vegna gaskaupa landsins frá Rúss-
landi og fullyrti að Úkraínumenn
fengju eingöngu það sem þeir
hefðu greitt fyrir.
Aðgerðin hefði í för með sér
alvarlegar efnahagslegar afleið-
ingar fyrir Úkraínu, en þjóðin
rambar á barmi gjaldþrots.
Rússar hafa ítrekað reynt að
beita Úkraínu efnahagslegum
þvingunum frá forsetanum fyrr-
verandi, Viktor Janúkovítsj, var
steypt af stóli eftir margra mán-
aða mótmæli í landinu. Talið er að
um helmingur gass sem notað er í
Úkraínu sé keyptur frá Rússlandi.
Pútín hélt fund með ráðherr-
um á heimili sínu í Moskvu í gær,
þar sem hann fullyrti að þessar
aðgerðir væru í samræmi við
samning Rússa og Úkraínumanna
um gasviðskipti.
Orkumálaráð-
herra Úkraínu,
Júrí P rodan,
segir að Úkra-
ínumenn muni
ek k i g r e ið a
Rússum fyrir
innkaup mars-
mánaðar fyrr en
samningur náist
um verðið.
Hann hafnar nýju og hækkuðu
verði af Rússlands hálfu og full-
yrðir að Úkraína hafi ekki notað
neitt rússneskt gas í mánuðinum.
Rússar hafa þegar dregið úr
afslætti á gasi í viðskiptunum við
Úkraínu með þeim afleiðingum að
verð á gasi til landsins tvöfaldaðist.
Í gær vöruðu yfirvöld í Kænu-
garði við því að mótmælendur hlið-
hollir Rússum yrðu beittir valdi ef
þeir stöðvuðu ekki aðgerðir sínar
og yfirgæfu stjórnarbyggingarnar
sem þeir hafa á valdi sínu. Hústöku-
fólki var gefinn tveggja sólarhringa
frestur. Arsen Avakov, innanríkis-
ráðherra Úkraínu, lýsti því yfir í
gær að umsátursmenn fengju tvo
úrslitakosti, að yfirgefa bygging-
arnar ellegar yrði öryggissveitum
beitt til að kveða óeirðirnar niður.
Skömmu áður en afarkostirnir
voru kynntir slepptu hústökumenn
hátt í sextíu gíslum, sem þeir höfðu
haft í haldi, í byggingu öryggis-
sveitanna í Luhansk. Í næstu viku
funda fulltrúar Evrópusambands-
ins með fulltrúum Rússlands og
Úkraínu í þeirri von að lausn finn-
ist á málinu. julia@frettabladid.is
Pútín hótar að krefj-
ast staðgreiðslu á gasi
Verð á gasi hefur nú ríflega tvöfaldast í Úkraínu en um helmingur gassins sem
notað er í landinu kemur frá Rússlandi. Aðgerðirnar munu hafa alvarlegar afleið-
ingar fyrir Úkraínu sem gengur í gegnum miklar efnahagslegar þrengingar.
VLADIMÍR
PÚTÍN
HLIÐHOLL RÚSSUM Grímuklæddir mótmælendur hliðhollir Rússum við götuvígi við stjórnarbyggingarnar í Dónetsk í Úkraínu í
gær. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir að mótmælum verði að ljúka á næstu sólarhringum. FRETTABLAÐIÐ/AP
HVALVEIÐAR Sigurður Ingi Jóhanns-
son, sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, vonast til þess að Norð-
menn komi til Íslands í sumar til að
fylgjast með hvort hvalveiðar séu
stundaðar á mannúðlegan hátt.
„Ég veit ekki annað en að svo
verði og það hefur staðið til í nokk-
uð langan tíma. Menn hafa verið
að reyna að tryggja fjármagn til
þess að það geti orðið. Það þarf auð-
vitað að kaupa þessa sérfræðinga
að,“ sagði hann á Alþingi eftir fyr-
irspurn Edwards Huijbens, þing-
manns Vinstri grænna. Þar vísaði
Edward til fréttar Fréttablaðsins
þess efnis að þrír fjórðu hlutar
Íslendinga teldu mikilvægt að hval-
veiðar færu fram á mannúðlegan
hátt. Engar upp-
lýsingar eru til
um með hvaða
hætti hvalveið-
ar við Ísland eru
stundaðar með
tilliti til dýravel-
ferðar.
Sigurður Ingi
sagði að hvalveið-
ar Íslendinga eins
mannúðlegar og hægt væri. „Mér
finnst mjög gott að það skuli vera
mjög ríkur vilji hjá Íslendingum og
að það skuli vera skoðun þeirra að
hvalir skuli veiddir á eins mannúð-
legan hátt og hægt er eins og aðrar
skepnur sem við aflífum til þess að
búa til mat fyrir mannkynið.“ - fb
Segir veiðarnar eins mannúðlegar og mögulegt sé:
Norskir sérfræðingar
á leiðinni til landsins
HVALUR Reynt er að tryggja fjármagn til að hægt verði að fá norska sérfræðinga til
Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SIGURÐUR INGI
JÓHANNSSON