Fréttablaðið - 10.04.2014, Page 30
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Ég er fyrsti flutnings-
maður frumvarps um
lögbindingu lágmarks-
launa sem lagt var fram
á dögunum. Steingrímur
J. Sigfússon og Birgitta
Jónsdóttir eru meðflutn-
ingsmenn þingmálsins.
Tilgangur laganna er
að innleiða og viðhalda
beinni tengingu lægstu
grunnlauna við lands-
meðaltal neysluviðmiðs
og að bein tengsl séu á milli lág-
markslauna og neyslu- og fram-
færslukostnaðar í landinu.
Vinnumálastofnun er ætlað að
hafa eftirlit með því að lögunum
sé framfylgt og hefur í þeim til-
gangi aðgang að launaútreikn-
ingum vinnuveitenda.
Sá eiginleiki neysluviðmiðs,
að sýna raunverulegan kostnað
vegna útgjalda við framfærslu,
er vel til þess fallinn að mæla
breytingar á framfærslukostn-
aði í landinu.
Tenging á milli neysluviðmiðs
og lægstu launa á því að tryggja
að launin fylgi þróun verðlags
og kaupmáttar og draga úr
hættunni á því að lægstu launin
haldi ekki í við þróunina.
Þrátt fyrir þann árangur sem
verkalýðshreyfingin hefur náð
á undanförnum áratug í að hífa
upp lægstu launin þá eru þau
því miður enn alltof lág og í
raun ekki mannsæmandi í okkar
þjóðfélagi sem telst vel efnum
búið á heimsvísu.
Tilgangur þessa frumvarps er
ekki að taka fram fyrir hend-
ur stéttarfélaga í samningum
um betra kaup og bætt kjör
fyrir sitt fólk, það verkefni mun
áfram brenna á verkalýðsfor-
ystunni þótt lágmarkslaun verði
bundin í lög.
Lögum um lágmarkslaun er
ekki ætlað að fara fram með
óraunhæf yfirboð heldur taka
mið af raunsæjum grunni til að
byggja á sem er ætlað
að falla að því félags-
lega stuðningskerfi sem
við höfum í landinu, s.s.
í formi vaxtabóta, húsa-
leigubóta, barnabóta og
þrepaskipts skattkerfis.
Ósjaldan heyrast
háværar raddir gegn
hækkunum lægstu launa
frá atvinnulífinu einnig
frá ríkinu og nú síðast
frá Seðlabanka Íslands
þegar launafólk á almenna
vinnumarkaðnum gerði kröfu til
sérstakrar hækkunar á lægstu
laun. Láglaunafólki virðist
öllum öðrum fremur ætlað að
bera ábyrgð á verðbólgu/þenslu
og annarri efnahagslegri óáran
og því heyrist einatt hljóð úr
horni ef krafist er hærri launa
þeim til handa.
Samanburður launa innan
launþegahreyfingarinnar hefur
verið ákveðinn dragbítur á
verulega hækkun lægstu launa.
Nauðsynlegt er að horfast í augu
við það.
Mikið verk að vinna
Þrátt fyrir það að hlutfall
Íslendinga undir lágtekjumörk-
um sé verulega lægra en innan
ESB þá er enn mikið verk að
vinna hjá aðilum vinnumark-
aðarins við að ná launum upp
miðað við raunframfærslu fólks,
þar sem allir þættir eru teknir
inn í myndina þó án nokkurra
lúxusviðmiða.
Vinnumarkaðurinn glímir enn
við mikinn kynbundinn launa-
mun og benda má á bág kjör t.d.
erlends verkafólks, umönnunar-
stétta og almenns verkafólks í
landinu. Verkakonur voru t.d.
með lægstu laun fullvinnandi
launamanna hér á landi árið
2012.
Þeim fullyrðingum hefur
verið haldið á lofti að lögbinding
lágmarkslauna veikti verkalýðs-
hreyfinguna og að hennar væri
ekki þörf þar sem sterk verka-
lýðshreyfing væri til staðar. Ég
tel þessa staðhæfingu vera barn
síns tíma og veruleikinn er sá
að í 21 ríki af 28 ríkjum ESB
eru lögbundin lágmarkslaun og
í Þýskalandi, sem er fjölmenn-
asta ríki ESB, er stefnt að lög-
bindingu lágmarkslauna
1. janúar 2015. Vinstri menn
settu þá kröfu fram og börðust
fyrir henni.
Í Kanada og í Bandaríkjun-
um eru lögbundin lágmarks-
laun og enn fremur í fjölda
annarra ríkja sem teljast hafa
þróað efnahagskerfi og hefur
útbreiðslan aukist frá síðustu
aldamótum og ein skýringin á
því er talin vera vaxandi undir-
boð á vinnumarkaði í kjölfar
aukins flæðis vinnuafls á milli
ríkja.
Þessi þróun sýnir að þörfin
fyrir lögbindingu lágmarks-
launa er vissulega til staðar í
nútímasamfélagi. Henni er ekki
ætlað að veikja kjarabaráttuna
heldur þvert á móti að bregð-
ast við aðkallandi vandamáli
og verða hvatning til þess að
ná fram betri árangri til handa
launafólki.
Samfélagið ber ábyrgð á því
fólki sem býr við lökust kjörin
og því er það líka ábyrgð lög-
gjafans ekki síður en aðila
vinnumarkaðarins að fólki séu
tryggð mannsæmandi kjör.
Þorsteinn Pálsson, Bene-
dikt Jóhannesson, Ólafur
Stephensen og allir þið
hinir rúmlega fimmtíu
og tvö þúsund Íslend-
ingar, sem skrifað hafið
undir eindregin tilmæli
um að þjóðaratkvæði
verði látið ganga um
hvort aðildarviðræðum
við Evrópusambandið
verður fram haldið eða
ekki – nú vitið þið það.
Alveg sama hvort slík
atkvæðagreiðsla verður haldin
eða ekki. Alveg sama um hver
niðurstaðan verður. Alveg sama
hvort tekst að stöðva fram-
gang tillögu ríkisstjórnarinnar
um tafarlaus slit viðræðnanna
eða hvort ykkur tekst að fá því
slegið á frest. Ekkert framhald
viðræðna mun eiga sér stað með
Sjálfstæðisflokkinn og Fram-
sóknarflokkinn sitjandi í stjórn-
arráðinu.
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins hefur tekið af öll tvímæli
um það. Formaður Framsóknar-
flokksins sömuleiðis, Gunnar
Bragi Sveinsson utanríkisráð-
herra ítrekaði það í Kastljósi
RÚV mánudagskvöldið 24. mars.
Heyrandi heyrið þið þó ekki.
Sjáandi sjáið þið þó ekki. Ekkert
framhald getur orðið nema skipt
verði um fólk í stjórnarráðinu.
Nema aðrir komi þar að en ráða
flokkunum tveimur, Sjálfstæðis-
flokki og Framsóknarflokki.
Er ykkur ekki enn orðið þetta
ljóst? Skortir ykkur skilning,
skortir ykkur vit – eða er sjálfs-
blekkingin bæði viti og skyn-
semi yfirsterkari? Stingið þið
bara höfðinu í steininn eins og
formanni Heimssýnar, Vigdísi
Hauksdóttur, er tamast
að orða það?
Samsekir
Það er á ábyrgð ykkar,
Þorsteins, Benedikts og –
sennilega – Ólafs líka og
auk þess margra annarra
í hinum rúmlega fimm-
tíu og tvö þúsund manna
hópi, að núverandi stjórn-
arherrar fengu umboð
til þess að stöðva fram-
hald viðræðna við ESB og skella
þannig í lás einu dyrunum sem
opnar stóðu til þess að geta með
annarra hjálp klofið þann skafl
hörmunga og hafta, sem flokk-
arnir ykkar, Framsókn og Sjálf-
stæðisflokkur, báru höfuðábyrgð
á að hrundi yfir íslenska þjóð.
Þið eruð samábyrgir um niður-
stöðuna.
Vissulega létuð þið blekkja
ykkur með innantómum yfirlýs-
ingum um að þjóðin yrði spurð
og fengi að ráða. Þannig létuð
þið blekkja ykkur og þannig
hjálpuðuð þið til við að blekkja
aðra. Það voru ekki bara Sig-
mundur Davíð, Bjarni Bene-
diktsson, Hanna Birna, Illugi
og hvað þeir annars heita allir
postularnir, sem lofuðu sér um
þveran hug. Þið tókuð þátt í því.
Þið létuð ekki bara blekkjast –
þið blekktuð líka. Hjálpuðuð til.
Hjálpuðuð til að raungera það,
sem þið alls ekki sögðust vilja.
Og nú uppskerið þið ávöxtinn.
Ríkisstjórn, sem mynduð er af
Framsóknarflokknum og Sjálf-
stæðisflokknum, segist undir
engum kringumstæðum munu
taka að sér það verkefni að
halda viðræðum við ESB áfram
hvað sem líður vilja þjóðarinnar
– og ykkar. Það mun ekki ger-
ast nema þjóðin feli öðrum það
verkefni. Foringjarnir, kjörnir
og studdir af ykkur, hafa tekið
af öll tvímæli um það.
Hvað um ykkar atbeina?
Nema þjóðin feli öðrum það
verkefni! Munuð þið veita ykkar
atbeina til þess? Munuð þið með
stuðningi þess mikla fjölda úr
íslensku atvinnu- og félagslífi,
sem ykkur eru sammála, leggja
allt ykkar í sölurnar til þess að
gerbreyta viðhorfi ykkar flokka
og ef það ekki tekst að taka þá
þeim afleiðingum sem óhjá-
kvæmilegar eru og styðja þá eða
stofna til stjórnmálasamtaka
sem vilja veita þeim viðhorfum
brautargengi sem þið teljið vera
mikilvægust til þess að tryggja
framtíðarhagsmuni íslenskrar
þjóðar?
Nú snýr spurningin að ykkur
– en ekki að Bjarna Benedikts-
syni eða Sigmundi Davíð. Er
eitthvað ykkur að marka? Er
einhvern dug til ykkar að sækja?
Eða látið þið yfir ykkur ganga
að vera blekktir – og að hjálpa til
þess að blekkja aðra? Er höfuðið
fast í steininum, eins og Vígdís
myndi orða það!?! Bara gumpur-
inn upp úr?
➜ Vissulega létuð þið
blekkja ykkur með innan-
tómum yfi rlýsingum um að
þjóðin yrði spurð og fengi
að ráða. Þannig létuð þið
blekkja ykkur og þannig
hjálpuðuð þið til við að
blekkja aðra.
➜ Lögum um lágmarks-
laun er ekki ætlað að fara
fram með óraunhæf yfi rboð
heldur taka mið af raun-
sæjum grunni til að byggja
á sem er ætlað að falla að
því félagslega stuðningskerfi
sem við höfum í landinu...
Bara gumpurinn upp úr?
Þörf er á lögbundnum
lágmarkslaunum!
KJARAMÁL
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
alþingiskona
EVRÓPUMÁL
Sighvatur
Björgvinsson
fv. ráðherra-10
krónur af bensín-
og dísellítranum
í dag, fimmtudag, hjá
ÓB og Olís
með ÓB-lyklinum
OG
50%
AFSLÁTTUR AF
Quiznos er á völdum Olís-stöðvum, sjá olis.is
Afslátturinn gildir
einnig með
Staðgreiðslukorti
og Tvennukorti Olís. PIP
A
R\
TB
W
A
-
SÍ
A
-
14
11
00