Fréttablaðið - 10.04.2014, Page 56

Fréttablaðið - 10.04.2014, Page 56
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10. APRÍL 2014 Leiklist 20.00 Leikverkið Útundan eftir Alison Farina McGlynn í uppsetningu leik- hópsins Háaloftið verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld og hefst sýningin klukkan 20.00. Í verkinu er varpað ljósi á aðstæður sem hrjá eitt af hverjum sex pörum hér á landi sem og í hinum vestræna heimi í dag. Skyggnst er inn í líf þriggja para á fertugsaldri sem þrá að eignast barn en tekst það ekki. Þau leita ýmissa leiða til að láta drauminn rætast og standa frammi fyrir margs konar erfiðum spurningum. Leikarar eru þau Arnmundur Ernst Backman, Benedikt Karl Gröndal, Björn Stefáns- son, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Heba Þorkels- dóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir. Leik- stjóri er Tinna Hrafnsdóttir. Kynningar 14.00 Kynning á japanskri tungu og menningu verður haldin í dag klukkan 14.00 til 17.00 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Þar verður gestum og gangandi boðið að kynnast ýmsum atriðum sem tengjast japönsku máli og menn- ingu. Japönskukynningin er hluti af Asískri tungumálaveislu Café Lingua og er haldin í samvinnu nemenda og kennara í japönsku við Háskóla Íslands, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Café Lingua. Dansleikir 20.00 Salsamafían, Háskóladans- inn, heldur dansleik á Kexi Hosteli, Skúlagötu 28, í Gym (hliðarsal) í kvöld. Danskennsla verður frá klukkan 20 til 20.30 og dansleikur frá 20.30 til 23.00. Þar verður þeytt skífum auk þess sem fram kemur ný danshljómsveit, Mafíuband Tómasar R., ásamt söng- konunni Margréti Rán Þorbjörnsdóttur. Hljómsveitina skipa auk söngkonunnar Margrétar og bassaleikarans Tómasar þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó- leikari, Kristófer Rodríguez Svönuson á slagverk og Arnar Ingi Richardsson sem raddar og spilar á slagverk. Aðgangs- eyrir er 1.500 krónur. Uppistand 21.30 Tilraunauppistönd eru uppistönd þar sem nýir grínistar fá að spreyta sig og reyndari grínistar prófa nýtt efni og halda sér í formi. Þetta verður tuttugasta uppistandið, en þau byrjuðu í janúar 2013 og eru mánaðarlega á Bar 11, auk þess að fara út á land við og við. Fram koma, Leifur Leifsson (Öryrkinn óstöðvandi), Marlon Pollock, Bylgja Babýlons, Salómon Smári Óskarson, Sigurður Anton Friðþjófsson og Andri Ívarsson. Rökkvi Vésteinsson er kynnir og sér- stakur gestur er Gunnar Hrafn Jónssson (fyndnasti maður Íslands 2012). Það er alltaf ókeypis á Tilraunauppistönd. Uppistandið hefst klukkan 21.30. Tónlist 11.30 Tectonics-tónlistarhátíðin sem hleypt var af stokkunum í mars- mánuði fyrir tveimur árum hefur hlotið einróma lof innan lands sem utan. Á hátíðinni slást heimamenn í tónlist í för með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kynna fjölbreytt verk á nýjan og ein- stæðan máta. Ýmis rými Hörpu ásamt ólíkum eiginleikum og hljóðvistarlands- lagi tónleikasala hússins verða nýtt til hins ýtrasta. Taka þrjú á Tectonics verð- ur áframhaldandi leiðangur flytjenda og hlustenda um magnaðar hljóðlendur og ómrými Hörpu. Á Tectonics leiða saman hesta sína tónlistarmenn ólíkra heima þar sem óendanlegur fjölbreyti- leiki tónlistarinnar opnast áheyrendum sem vilja fanga hið óvænta. Ilan Volkov er listrænn stjórnandi. Hátíðin hefst klukkan 11.30. 20.00 Lily of the valley og MOSI koma fram á „kózý Organic electro love pop“ og þjóðlagaskotnum sálar- rokk tónleikum á Hlemmur Square í kvöld klukkan 20.00. Frítt er inn á tónleikana. Hlemmur Square er við Laugaveg 105. 20.00 Sönghópurinn Norðurljós heldur tónleika í Kópavogskirkju í kvöld klukk- an 20.00. Stjórnandi er Arnhildur Valgarðsdóttir, undirleikari er Lilja Eggertsdóttir, einsöng syngur Arn- þrúður Ösp Karls- dóttir, einleikur er í höndum Ragnars Jóns- sonar og á fiðlu leikur Ágústa Dómhildur. Miðaverð er 2.000 krónur en 1.000 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja. Frítt fyrir 12 ára og yngri, ekki verður posi á staðnum. 20.00 Í kvöld klukkan 20.00 verða Passíusálmar 18 til 33 fluttir í Grafar- vogskirkju. Fluttir verða sálmar 18 til 33, sem hafa fæstir heyrst opinberlega áður. Megas og Magga Stína syngja ásamt kórnum Vox Populi, sem er ung- mennakór starfandi í Grafarvogskirkju undir stjórn Hilmars Arnar. Hljóm- sveitin Moses Hightower leikur með og setur sinn sérstaka svip á sálmana. 21.00 Það verður Soul og R&B á Bast í boði Fox Train Safari í kvöld klukkan 21.00. Það er frítt inn og þú dansar til að gleyma. Bast stendur við Hverfisgötu 22. 22.00 Andrea Gylfadóttir og Eðvarð Lárusson halda tónleika á Ob-La- Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8, í kvöld klukkan 22.00. Fyrirlestrar 20.00 Nathan Woodhead frá The Brooklyn Brothers verður með fyrirlestur um frásagnir og samskipti á þeirri miklu tækniöld sem við lifum á, í Listasafni Reykjavíkur og hefst hann klukkan 20.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. ANDREA GYLFADÓTTIR Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni og Kringlunni / 569 7700 Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645 Spennandi framtíð FERMING 2014 ACTIONCAM - SMÍÐUÐ FYRIR ÆVINTÝRI HDRAS30VB Full HD upptökuvél með Carl Zeiss Tessar linsu Sterkbyggð og vatnsheld (í köfunarhylki) Mögnuð hristivörn og GPS Bike eða Wearable Kit fylgir VERÐ 64.990.- POTTÞÉTTUR OG VATNSHELDUR XPERIA SONY XPERIA Z ANDROID SNJALLSÍMI 5” TFT snertiskjár með HD upplausn 13 megapixla myndavél, LED flass HD videoupptaka TILBOÐ 79.990.- VERÐ ÁÐUR 139.990.- Fermingartilboð 79.990.- Fermingartilboð 99.990.- EINN SÁ SNJALLASTI Í HEIMI SONY XPERIA Z1 ANDROID SNJALLSÍMI 4.3” TFT snertiskjár með HD upplausn 20.7 megapixla myndavél, LED flass HD videoupptaka TILBOÐ 99.990.- VERÐ ÁÐUR 109.990.- HÁRFÍN HLJÓMGÆÐI MEÐ NOICE CANCEL MDRNC8 30mm hátalarar Noice Cancel þurrkar út utanaðkomandi hljóð Lengd kapals 1.2m TILBOÐ 9.990.- VERÐ ÁÐUR 12.990.- Fermingartilboð 9.990.- www.sonycenter.is smá SONY CENTER Í KRINGLUNNI NÝ VERSLUN GEFÐU FERMINGARBARNINU SKÖPUNARKRAFTINN MEÐ GRÆJUNUM FRÁ OKKUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.