Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 64
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 52 Gaukurinn á langa og merkilega tónlistar-sögu, og er einn af þeim fáu tónleikastöðum sem eftir eru í bænum, eftir að Nasa og Faktorý lokuðu,“ segir Starri Hauksson, einn eig- enda Gauksins, en staðurinn mun taka miklum breytingum á næstu vikum. Til að fjármagna breytingarn- ar fer fram mikil tónlistarhátíð á Gauknum en hún hófst í gær- kvöldi og lýkur á laugardagskvöld- ið. Fjöldi þekktra sveita kemur fram til að leggja Gauknum lið. „Það gefa yfir tuttugu hljómsveit- ir vinnu sína til þess að breyta staðnum til hins betra. Þetta væri ekki hægt ef ekki væri fyrir óeigingirni starfs- manna Gauksins og fleiri aðila sem leggja sitt af mörkum til að gera allt sem þarf að gera til að breyta staðnum,“ bætir Starri við. Kaleo, Brain Police, Reykjavíkurdætur og Kimono eru á meðal þeirra sveita sem koma fram á hátíðinni. Allur ágóðinn af tónleikahátíð- inni rennur í breytingar á staðnum sem snúa að bættri þjónustu við listamenn sem koma fram; stærra sviði, ljósabúnaði, hljóðkerfi og splunkunýjum sal. „Við ætlum að færa sviðið til þannig að þegar gestir ganga inn sjá þeir sviðið strax og skapast þá rými fyrir fleiri sem vilja njóta tónleikanna,“ segir Starri. Ætlunin er að færa staðinn nær alþjóðastaðli með veitingaþjónustu fyrir listamenn sem koma fram, bættri kynningarþjónustu og lit- ríkari tónleikaaðstöðu. Hver dagur tónleikahátíðarinnar verður helg- aður ákveðinni gerð tónlistar. Gær- kvöldið var helgað low-fi-trúba- dora ívafi, í kvöld verður hiphop og rapp í eldlínunni, annað kvöld er áætlað þungarokkskvöld en laugar- dagurinn er fyrir lokapartí Gauks- ins þar sem boðið verður upp á blandaða tónlist. „Við stefnum á að fara í breyt- ingar sem allra fyrst og vonumst til þess að ljúka þeim í maí,“ segir Starri um breytingarnar. Aðgangseyrir á alla hátíðina er aðeins 5.000 krónur en stakir miðar á hvert kvöld kosta 1.500 krónur. Thule er opinber styrkt- araðili hátíð- arinnar. Fimm íslenskar hljómsveitir taka þátt í evr- ópsku tónlistarkeppninni The EuroMusic Con- test 2014, en það eru hljómsveitirnar Steed Lord, Leaves, Klassart, Stafrænn Hákon og Una Stef. „Þetta er bara geggjað, það eru algjörar kanónur þarna og gaman að vera í svona flottum hópi,“ segir tónlistarkonan Una Stef um keppn- ina. Keppnin virkar þannig að hver sem er getur kosið sinn eftirlætistónlistarmann á vefsíðunni euromusiccontest.com en þar er finna tónlist og upplýsingar um hljómsveitirnar. „Ég er ekki alfróð um keppnina en þeir sem fá flest atkvæði komast áfram í pott og svo komast tíu atriði í úrslit sem fara fram í París en lokakvöldinu verður streymt á netinu,“ útskýrir Una. Hún segist í fyrstu hafa farið inn á vefsíðu keppninnar til þess að kjósa annan tónlistar- mann en sá þá að kosning var ekki hafin. „Ég sá þetta á Facebook og ætlaði að kjósa hljómsveit en sá svo að kosning var ekki hafin og ákvað því að skrá mig sjálfa bara,“ segir Una létt í lundu. Sigurvegari keppninnar fær að fara í upp- tökuferð til Grikklands í hið heimsfræga stúdíó, Black Rock Studios. Um er að ræða lúxushljóð- ver sem minnir á paradísarhótel. Hljómsveitin One Republic hefur meðal annars tekið upp í hljóðverinu. - glp Íslenskir tónlistarmenn í evrópskri tónlistarkeppni Fimm íslenskar hljómsveitir taka þátt í evrópskri tónlistarkeppni sem ber nafnið The EuroMusic Contest og er til mikils að vinna. TEKUR ÞÁTT Una Stef rambaði óvart inn á vefsíðu keppninnar og er ánægð með að vera í flottum hópi íslenskra listamanna. 2009 BAKKUS Bakkus var vinsæll á sínum tíma en lokaði árið 2012 þegar Þýski barinn opnaði. 1983 GAUKUR Á STÖNG Gaukur á Stöng var opnaður árið 1983 en hefur þó ekki starfað undir því nafni í nokkur ár. Eftir að Sódóma lokaði opnaði staðurinn undir nafn- inu Gamli Gaukurinn. RISIÐ Mikil tímamót í sögu Gauksins Einn vinsælasti tónleika- og skemmtistaður landsins, Gaukurinn, stendur fyrir mikilli tónlistarhátíð þessa dagana til að fj ármagna mikl ar breytingar sem væntanlegar eru á staðnum. Breytingarnar snúa að bættri þjónustu við listamenn og gesti staðarins. Gaukur inn, sem stendur við Tryggvagötu 22, á sér langa sögu og kynnti Fréttablaðið sér þá starfsemi sem verið hefur í grenndinni undanfarin ár. TRYGGVAGATA 20 OG 22 NOKKRIR AF ÞEIM STÖÐUM SEM HAFA VERIÐ MEÐ EÐA ERU MEÐ EINHVERS KONAR SKEMMTANA- EÐA VEITINGA- STAÐALEYFI Gærkvöldið var helgað rjómanum af íslensku acoustic-poppsenunni en þá komu fram Soffía Björg, Pétur Ben, Myrra Rós, Hymnalaya og Kaleo. Kvöldið í kvöld er tekið frá fyrir rappara og hiphopara en þar koma fram Reykjavíkurdætur, Crypto- chrome, Cesar A, Lamako og MC Bjór og Bland. Föstudagskvöldið verður þunga- rokkskvöld en þar koma fram Darknote, Wistaria, Endless Dark, Bootlegs, Angist og Muck. Á laugardagskvöld er síðan lokapartí Gamla Gauksins í sinni núverandi mynd en þar koma fram Kvika, Johnny and the Rest, Kimono, FutureGrapher og Brain Police. Aðgangseyrir á alla hátíðina er aðeins 5.000 krónur en stakir miðar á hvert kvöld kosta 1.500 krónur. TÓNLEIKAHÁTÍÐIN Á GAUKNUM 2009 SÓDÓMA REYKJAVÍK Sódóma opn- aði árið 2009 og var virkur tónleika- og skemmtistaður undir því nafni til ársins 2011. GLAUMBAR2012 ÞÝSKI BARINN Staðurinn var skammlífur og var með starf- semi undir því nafni í tæpt ár. 2012 HARLEM Harlem er í dag mjög vinsæll skemmtistaður. GRILLHÚSIÐ Gunnar Leó Pálsson gunnarleo@frettabladid.is GAMAN SAMAN Starri Hauksson og Solveig Johansen, tveir eigenda staðarins, ásamt Leoncie. Ég sá þetta á Facebook og ætlaði að kjósa hljómsveit en sá svo að kosning var ekki hafin og ákvað því að skrá mig sjálfa bara. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI BRAIN POLICE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.