Fréttablaðið - 10.04.2014, Page 72

Fréttablaðið - 10.04.2014, Page 72
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 60 Bayern og Atletico í undanúrslit FÓTBOLTI Stórliðin Barcelona og Man. Utd féllu úr leik í Meistara- deildinni í gær. Bayern og Atletico Madrid komust aftur á móti í und- anúrslit. Bayern lagði Man. Utd, 3-1, og 4-2 samanlagt. Man. Utd komst yfir í leiknum. Atletico lagði Barcelona 1-0 og 2-1 samanlagt. Koke skoraði eina mark leiksins strax á 5. mínútu leiksins sem var frábær skemmtun frá fyrstu mínútu. - hbg visir.is Frekari umfjöllun um Meistaradeildina HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjóns- son er að klára sitt ellefta tímabil sem atvinnumaður í handbolta en þessi 32 ára leikstjórnandi held- ur á vit nýrra ævintýra í sumar. Þá gengur hann í raðir Sélestat í Frakklandi. Snorri Steinn segist í samtali við Fréttablaðið þó hafa næstum því gengið til liðs við uppeldis- félag sitt, Val, um það leyti sem Ólafur Stefánsson tók við liðinu. Hann ákvað þó að halda kyrru fyrir í smábænum Gudme á Fjóni í Danmörku þar sem hann leikur með GOG. „Ég talaði heillengi við Vals- menn á sínum tíma og var mjög nálægt því að fara til þeirra,“ segir Snorri Steinn, en þrálátur orðróm- ur var á kreiki á sínum tíma þess efnis að Valsmenn ætluðu sér að fá hann heim til Íslands, rétt eins og félagið gerði með Ólaf Stefánsson. „Það heillaði mig að taka þátt í þessu verkefni með þeim Óla og Ragga [Ragnari Óskarssyni, aðstoðarþjálfara]. En ég er feginn að ég gerði það ekki. Mér finnst ég eiga nóg eftir í atvinnumennsk- unni og ég hefði séð eftir því að fá ekki að prófa eitthvað nýtt eins og að fara í frönsku deildina.“ Með annað augað á Ríó Snorri Steinn gerði tveggja ára samning við Sélestat, þó svo að forráðamenn franska liðsins hafi viljað gera þriggja ára samn- ing. Hann vildi þó ekki svo langa skuldbindingu. „Þetta er nýtt fyrir alla í fjöl- skyldunni – ekki bara mig. Aðstæður geta verið svo fljótar að breytast – hvort sem það snert- ir heilsufarið eða eitthvað annað. Mér fannst því fínt að byrja á tveimur árum,“ segir Snorri sem hefur einnig augastað á næstu Ólympíuleikum í Ríó árið 2016. „Það er auðvitað ekki sjálfgef- ið að maður sjálfur eða liðið kom- ist þangað en þetta er gulrót fyrir mann. Ég tek svo stöðuna eftir það og sé til hvað tekur við hjá mér.“ Forráðamenn Sélestat vildu stokka upp í liðinu, eins og Snorri Steinn lýsir því, og hafa því samið við nokkra nýja leikmenn. „Það er kominn sænskur mark- vörður og leikmaður frá Króatíu. En Sélestat er ekki ríkasta liðið í deildinni. Ég vona því að þeir haldi sig innan síns ramma svo ég fái launin mín,“ segir hann í létt- um dúr. Verður vonandi vítamínssprauta Sífellt fleiri handboltamenn í fremstu röð á heimsvísu, íslensk- ir meðtaldir, hafa samið við frönsk lið síðustu ár. Franska landsliðið hefur verið eitt það allra besta síð- ustu ár og nú virðast frönsk deild- arlið ætla að styrkja sig mikið á næstu árum. „Frakkarnir njóta góðs af því að spænska deildin er ekki eins og hún var. Svo hefur velgengni landsliðsins hjálpað til og allt vind- ur þetta upp á sig,“ segir Snorri Steinn sem hlakkar mjög til þess að söðla um. „Það var draumurinn að klára ferilinn á Spáni en það var ekki í boði. En mér líst engu að síður mjög vel á – þetta verður eins og þegar ég fór til Grosswallstadt [árið 2003]. Þá var maður mállaus og allt nýtt í kringum mann. Ég vona að þetta verði góð vítamíns- sprauta fyrir mig.“ eirikur@frettabladid.is Snorri var nálægt því að fara aft ur í Val Snorri Steinn Guðjónsson gerði nýverið tveggja ára samning við franska úrvals- deildarfélagið Sélestat. Hann hlakkar til að takast á við ný verkefni og segist ekki sjá eft ir því að hafa hafnað Val er Ólafur Stefánsson tók við liðinu. FEGINN AÐ HANN FÓR EKKI Í VAL Snorri Steinn segist eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og hann er því feginn að hafa hafnað tilboði Valsmanna síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Það er nóg að gerast í íslensku íþróttalífi í kvöld en hæst ber leik KR og Stjörnunnar í undan- úrslitum Dominos-deildar karla. KR er 2-0 yfir í einvígi liðanna og getur með sigri í kvöld sópað Stjörnumönnum í frí. KR marði sigur í fyrsta leiknum en vann sannfærandi sigur í öðrum leik liðanna. Það er einnig spilað í handboltanum og verður heil umferð í Olís-deild karla. Þetta er næstsíðasta umferðin í deildinni en Fram getur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á ÍR á heimavelli. Það væri magnaður árangur hjá Íslandsmeistur- unum en ekki var búist við miklu af liðinu á þessari leiktíð. Allir leikir kvöldsins verða í beinni texta- lýsingu á Vísi. - hbg Verður Stjörnunni sópað í kvöld? FÓTBOLTI „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. Ísland vann Ísrael, 1-0, um síðustu helgi og er á fínu róli í riðlinum eftir tap gegn Sviss í fyrsta leik. „Ég er búinn að sjá leiki Möltu í riðlinum og við erum sterkari á öllum sviðum. Þær eru ekki í góðu formi og markvarslan hjá þeim er ekki góð. Það er einn leikmaður í liðinu miðað við það sem ég hef séð sem er í alþjóðlegum klassa,“ segir Freyr og er stefnan því að sjálfsögðu sett á sigur. „Við sköpuðum okkur færi gegn Ísrael en voru mislagðir fætur upp við markið. Við viljum halda áfram að sýna sama uppspil. Það var gott að halda hreinu í síðasta leik en við þurfum að nýta færin betur á móti Möltu og skora mörk.“ Leikurinn fer fram á gervigrasvelli sem er við hliðina á flottum leikvangi með grasvelli. „Það virðist ekki mikil virðing borin fyrir kvennaboltanum hérna fyrst þær eru látnar spila á gervi- grasinu,“ segir Freyr en einnig er augljóst að Malta ætlar að spila inn á gervigrasið og hitann sem magnast upp á því að sögn Freys. - tom Ekki mikil virðing borin fyrir kvennaboltanum hérna SIGUR Freyr Alexandersson vill sigra Möltu og ekkert annað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI SPORT SIGURMARKIÐ Koke og David Villa fagna sigurmarkinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.