Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 18
19. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 Ástandið hér í Bangui er ekki gott, en það er samt aðeins skárra en það var í desember og framan af janúar,“ segir Hörður Karlsson, sem starfað hefur síðan í nóvember í Mið-Afr- íkulýðveldinu á vegum Matvæla- áætlunar Sameinuðu þjóðanna. „En það má segja að það slái í brýnu einhvers staðar í borginni á hverju kvöldi eða hverri nóttu.“ Hörður kom til Bangui, höfuð- borgar Mið-Afríkulýðveldisins, rétt um það bil viku áður en allt fór úr böndunum. Séléka, skæruliðasam- tök múslima, gerðu uppreisn í mars á síðasta ári og steyptu forseta landsins af stóli. Í desember höfðu kristnir menn komið sér upp ein- hvers konar sjálfsvarnarsveitum sem tóku til við blóðugar hefndir. „Múslimar hafa mjög hljótt um sig hér núna, og það er vegna þess að þessir svokölluðu kristnu menn, kallaðir Anti-Balaka hér, þeir hafa gengið um borgina til að leita þá uppi og brytja þá niður í einhvers konar hefndarskyni. Þeir fara enn ránshendi um bæinn og þá er eng- inn óhultur. Og múslimar, þeir sem það geta, þykjast svo líka vera að hefna sín og gjalda í sömu mynt.“ Annað Rúanda? Margir hafa haft áhyggjur af því að blóðbaðið í Mið-Afríkulýðveldinu geti magnast tiltölulega hratt þann- ig að úr verði þjóðarmorð á stærð við það sem framið var í Rúanda fyrir tuttugu árum. Hörður segist þó ekki telja að sú verði raunin. „Nei, ég held reyndar að það sé langt í að þetta verði eins og annað Rúanda. Það var allt svo vel skipu- lagt og gerðist svo hratt,“ segir Hörður. „Ef ekkert er gert þá nátt- úrlega halda þessar skærur áfram. En hér er enginn skipulagður her eða skæruher sem er að safnast saman og ætlar svo að storma af stað og byrja að höggva og drepa. Slíkt er ekki fyrir hendi. Drápin úti í mörkinni eru fyrir hendi, en ekki á stórum skala. En fólk er eins og það er. Menn eru enn að agnú- ast hver út í annan, höggva mann og annan. Þessi hugsunarháttur er mjög ríkur í fólki.“ Friðargæsla Frakkar hafa ásamt nokkrum Mið- Afríkuríkjum séð um friðargæslu í landinu síðustu misserin. Í desem- ber ákváðu Frakkar að senda fleiri hermenn þangað, og nýverið sam- þykkti svo Evrópusambandið að senda þangað friðargæsluliða. Nú síðast hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkt að senda nærri 12 þúsund manna friðargæslulið til Mið-Afríkulýðveldisins. „Þeir eru strax byrjaðir að trítla inn hérna undir merkjum friðar- gæslu Sameinuðu þjóðanna. Með bláu húfurnar sínar.“ segir Hörð- ur. „Þeir ætla að senda hingað 18 þúsund manns, bæði löggur og her. Í millitíðinni reyna svo Frakk- ar eins og þeir geta að halda ein- hverju skikki á hlutunum. Og það hefur gengið ágætlega. En þeir geta auðvitað ekkert verið alls staðar. Vandamálið hérna er að það er akk- úrat enginn infrastrúktúr í þessu landi. Það vantar algerlega. Þó það hafi verið búinn til forseti og ein- hvers konar ríkisstjórn hérna í janúar, þá þarf að byggja hér nán- ast allt upp frá grunni.“ Flugþjónusta hjálparstarfs Þótt ástandið hafi skánað í höfuð- borginni undanfarið, þá segir Hörð- ur að átökin hafi færst í aukana víða úti á landi. „Það eru margir stað- ir hér núna sem við getum ekkert flogið til fyrir vikið,“ segir hann. Hann vinnur á vegum Matvæla- áætlunar Sameinuðu þjóðanna, nánar tiltekið hjá lítilli undirstofn- un sem nefna mætti Mannúðar- flugþjónustu Sameinuðu þjóðanna, skammstafað UNHAS, sem stend- ur fyrir UN Humanitarian Air Serv ice. Starf hans er fólgið í því að sjá um flugþjónustu fyrir hjálpar- stofnanir í landinu, bæði stofnan- ir á vegum Sameinuðu þjóðanna og smærri stofnanir sem halda úti hjálparstarfsemi þar. „Við erum bæði í fólksflutn- ingum og fraktflugi. Við fljúgum með hjálparstarfsmenn, en flestar hjálpar stofnanir hafa einhverjar skrifstofur eða útgerðir í þessum þorpum. Fraktflugið er mest með lyf og þess háttar. Það væri alltof dýrt að flytja matvælin með flugi.“ Stríð og hamfarir Hörður hefur í meira en 20 ár starf- að við flug á mörgum helstu átaka- og hamfarasvæðum heims. Hann byrjaði í Angóla árið 1991: „ ... og hvílíkt kúltúrsjokk, svona nokkuð þekkti ég bara í sjónvarpi og bíó,“ segir hann. Síðar hefur hann starfað víða í ríkjum Afríku og Asíu. Þar má nefna lönd á borð við Tsjad og Súdan, þar á meðal í Darfúrhéraði og svo í Suður-Súdan eftir að það ríki var stofnað. Hann hefur unnið í Kamerún og báðum Kongó-lönd- unum, og á ýmsum tímum í bæði Norður- og Suður-Jemen.Hann hefur einnig starfað í Asíuríkjun- um Nepal og Sri Lanka og var send- ur til Indónesíu í byrjun árs 2006 eftir að flóðbylgjan mikla hafði gert þar óskunda mikinn. „Þetta eru alla jafna ekki nein- ir plugnet-staðir sem við erum sendir til. Það er dýrt að halda úti flugi svo þetta er jafnan síðasta hálmstráið þegar aðrar samgöngu- leiðir ganga ekki.“ Hörður vann einnig um tíma hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf og í meira en þrjú ár í höfuðstöðvum Matvælaáætlunarinnar í Róm þar sem hann vann að því að búa til handbækur og skipuleggja gæða- stjórnunarkerfi fyrir UNHAS: „Á þeim tíma var verið að koma þess- ari flugdeild á koppinn. Hún var ekki til áður.“ Ætlaði rétt að skreppa Snemma árs árið 1991 tók líf Harð- ar nýja stefnu. Hann var þá 33 ára gamall, hafði starfað sem flugvirki hjá Flugfélagi Norðurlands á Akur- eyri, en ákvað að freista gæfunn- ar í útlöndum. „Ég ætlaði í smá- skrepp til að vinna hjá svissnesku flugfélagi sem var með Twin Otter- vélar í Angóla. Ég ætlaði bara rétt að belgja aðeins budduna.” Síðan eru liðin 23 ár og framandi slóðir hafa verið hans starfsvett- vangur síðan. Hörður var ógiftur þegar hann fór út, en gerðist fjölskyldumaður í Norður-Frakklandi, rétt hjá landa- mærum Belgíu. Þar á hann bæði konu og stjúpdóttur. „Ég kalla það heimili mitt núna,“ segir Hörður, sem skreppur þó heim á klakann stöku sinnum og talar íslenskuna eins og hann hafi aldrei farið héðan. „Þetta hefur ekki alltaf verið fjölskylduvænt. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að hætta þessu síð- asta sumar og byrjaði að vinna hjá Booking.com, en komst að því að ég er ekki mikið efni í þjónustu- fulltrúa og leitaði því í sama farið aftur.“ Engin mannúðarástríða Hann segist ekki hafa neina ein- hlíta skýringu á því af hverju hann valdi sér þennan starfsvettvang. „Ég er ekki að þessu af einhverri mannúðarástríðu. En ég var í skát- um og björgunarsveitum heima alla tíð. Það er líka það. Mér finnst ég gera gagn, þótt maður sé oft hund- fúll út í Sameinuðuþjóðakerfið. Svo er maður nú kominn af létt- asta skeiði þannig að kannski er ekki um auðugan garð að gresja ef maður vildi hætta þessu.“ Hann segist afar sáttur við þessa vinnu: „Við erum ekki skotmark hérna, þannig að ef maður fer eftir þeim öryggisvenjum sem okkur er gert að fylgja, þá er maður ekkert hræddur um eigið skinn. Kúltúr- sjokkið hefur líka mildast talsvert. Ætli ég sé ekki orðinn svona sam- dauna þessu.“ Í eitt skipti þagnaði Hörður þó sem snöggvast meðan á samtali okkar stóð, en sagði svo: „Nei, þetta var ekki skothríð. Þetta voru þrumur.“ Á flugi um átakasvæði heims „Menn eru enn að höggva mann og annan,“ segir Hörður Karlsson, sem starfað hefur við flug á mörgum helstu átaka- og hamfarasvæðum heims í meira en tuttugu ár. Árið 1991 hugðist hann skreppa úr landi til að ná sér í aukavinnu í Angóla, en hefur lítið komið heim síðan. Nú er hann í Mið-Afríkulýðveldinu þar sem blóðbaðið varð nánast stjórnlaust í vetur. Mið-Afríkulýðveldið er eitt fátækasta ríki heims, þrátt fyrir auðuga nátt- úru sem býr yfir verðmætum málmum, olíu, timbri og vatnsorku. Íbúarnir voru um mitt síðasta ár líklega um 4,4 milljónir, en á síðustu mánuðum hafa um 800 þúsund manns flúið heimili sín og margir þeirra farið yfir landamærin til Tsjad eða Kamerún. Landið var frönsk nýlenda frá því um aldamótin 1900 til ársins 1960. Stjórn hins sjálfstæða ríkis hefur jafnan verið veikburða og mikil spilling viðloðandi, ekki síst á alræmdri stjórnartíð Jean-Bédels Bokassa, sem hrifsaði til sín völdin árið 1965, krýndi sjálfan sig keisara í kostulegri athöfn árið 1974 og ríkti til ársins 1979 þegar Frakkar hjálpuðu David Dacko, fyrsta forseta hins sjálfstæða ríkis, til að ná völdum aftur. Síðustu árin hafa einkennst af þrálátum átökum stjórnar- hersins við Séléka, skæru- liðahreyfingu múslima sem stofnuð var haustið 2012. Undir lok árs 2012 náðu Sél- éka-menn meira en helmingi landsins á sitt vald. Samið var um vopnahlé í janúar 2013 en í mars réðust Séléka-menn engu að síður inn í höfuðborgina Bangui og náðu þar völdum. Þáverandi forseti, Francois Bozize, hraktist úr landi en Michel Djotodia, leiðtogi Séléka, tók sér forsetavald. Átökin héldu þó áfram og nýja stjórnin var sökuð um ofbeldisverk af ýmsu tagi. Djotodia forseti virtist enga stjórn hafa á sínum mönnum. Þar kom að kristnir menn hófu undir lok síðasta árs hefndaraðgerðir og gáfu ekkert eftir í grimmdinni. Þeir fóru um landið í hópum undir nafninu Anti-Balaka og drápu múslima hvar sem þeir gátu. Í janúar sagði Djotodia svo af sér eftir þrýsting frá bæði nágranna- ríkjum og alþjóðasamfélaginu. Hann flúði síðan land. Catherine Samba-Panza, sem hafði verið borgarstjóri Bangui í tæpt ár, tók þá að sér forsetaembættið til bráðabirgða. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti í Mið-Afríkulýðveldinu. Stefnt er að kosningum á næsta ári. Mið-Afríkulýðveldið BANGUI MIÐ-AFRÍKULÝÐVELDIÐ V-Kongó A-Kongó Kamerún Tsjad Súdan S-Súdan HÖRÐUR AÐ STÖRFUM Þarna er hann að gera úttekt á litlum flugvelli við þorp í Mið-Afríku sem nefnist Bouar. Hann og félagar hans þurfa að gera úttekt á öllum áfangastöðum áður en þeir byrja að þjóna þeim, og svo þarf að heimsækja þá reglulega til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. MYND/HÖRÐUR KARLSSON LENT Í NEPAL „Þarna var ægifagurt og gaman að vera,“ segir Hörður um Nepal þar sem hann vann um skeið. Þyrlan hans á lendingarstað við Shreenagar í 10 þúsund fetum yfir sjávarmáli. MYND/HÖRÐUR KARLSSON FARÞEGAR Á LEIÐ UM BORÐ Flugvél af gerðinni Dash 8, ein þeirra véla sem Hörður og félagar hafa yfir að ráða, í Bambari í Mið-Afríku- lýðveldinu. MYND/HÖRÐUR KARLSSON JÓLADAGUR Í BANGUI Hörður ásamt starfsfélögum sínum á jóladaginn síðasta. Þessa mynd notuðu þau á jólakveðjurnar. MYND/HÖRÐUR KARLSSON Við erum ekki skotmark hérna, þannig að ef maður fer eftir þeim öryggisvenjum sem okkur er gert að fylgja, þá er maður ekkert hræddur um eigið skinn. Kúltúr- sjokkið hefur líka mildast talsvert. Ætli ég sé ekki orðinn svona samdauna þessu. Hörður Karlsson Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.