Fréttablaðið - 12.05.2014, Síða 40

Fréttablaðið - 12.05.2014, Síða 40
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Ég var lengi búin að horfa á krabbagildrurnar fyrir utan vinnustofuna mína en á neðri hæðinni við hana er út- gerð. Ég velti fyrir mér hvernig væri hægt að nota þær og þegar veiðimennirnir gáfu mér tvær gildrur lét ég sink- og pólýhúða þær, setti þær saman og úr varð mjög flottur borðfótur. Svolítið eins og krínólín,“ útskýrir Guðný Hafsteinsdóttir keramiker, en að Strandgötu 43 í Hafnarfirði stendur yfir sýning á munum eftir hana, borði úr krabbagildr- um og viði og leirmunum. Viður- inn í borðinu er ævagamall. „Mér áskotnaðist tvö hundruð ára gamall rauðviður úr Reykja- víkurhöfn, frá smið sem var að vinna fyrir mig í sumarbú- staðnum mínum. Hann klauf við- inn niður fyrir mig og við unnum úr honum borðplötu. Viðurinn fer vel með gildrunum en hvort tveggja hefur sterka tengingu við sjóinn,“ segir Guðný. Sömu sögu má segja um leir- munina á sýningunni en Guðný sýnir nýja liti í matarstelli sem hún hannaði fyrir veitingastað- inn Mar á sínum tíma. Stellið ber heitið Skarfur, eins og sjófugl- inn svarti, og hefur Guðný bætt við stellið skálum í tveimur stærðum og einnig bætt við litaflóruna. Þá sýnir Guðný litla báta úr leir sem nota má undir salt og sítrónu. Hún segist alltaf hafa verið veik fyrir endurvinnslu. „Ég hef mjög gaman af að finna eitthvað og gera upp. Ég er einmitt með gamlan stól úr Góða hirðinum í bílnum núna,“ segir Guðný sposk. „Ég tálga líka mikið úr greinum sem ég finn, til dæmis tálga ég fætur og stél og set á postulínsfugla sem ég bý til. Mitt aðalfag er þó ávallt keramik.“ Sýning Guðnýjar stendur til maíloka. ■ heida@365.is 200 ÁRA GAMALL VIÐUR VERÐUR AÐ BORÐI ÍSLENSK HÖNNUN Guðný Hafsteinsdóttir hannaði borð úr 200 ára gömlum rauðvið úr Reykjavíkurhöfn og krabbagildrum. Borðið sýnir hún að Strandgötu 43 í Hafnarfirði ásamt matarstelli og munum úr keramik. RAUÐVIÐUR ÚR REYKJAVÍKUR- HÖFN Viðurinn í borðplötunni er um tvö hundruð ára gamall. Borðfóturinn er úr tveimur krabbagildrum. MYND/GUÐNÝ HAFSTEINSDÓTTIR SÓTT TIL SJÁVAR Bæði borðið og matarstellið tengjast sjónum. LITIR Guðný bætti við litaflóruna í matarstellinu Skarfur. Salt- og sítrónubátarnir draga form sitt frá netamöskvum. SKARFUR Matarstellið hannaði Guðný fyrir veitingastaðinn Mar en það dregur nafn sitt af sjófuglinum svarta. SÝNIR Í HAFNARFIRÐI Guðný Hafsteins dóttir keramiker frumsýndi borðið á HönnunarMars. Sýning stendur nú yfir að Strandgötu 43 í Hafnarfirði. MYND/VALLI NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 NÝTT – NÝTT 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.390.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Eru flugur, flær eða maurar að ergja þig og bíta? áhrifaríkur og án allra eiturefna. Allt að 8 tíma virkni. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1 www.gengurvel.is Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is /Kokulist Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.