Fréttablaðið - 12.05.2014, Page 46

Fréttablaðið - 12.05.2014, Page 46
12. maí 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 22 UMSÓKNARFRESTUR 16. MAÍ Um er að ræða tveggja ára nám sem gefur listamönnum og hönnuðum tækifæri til að efla hæfileika sína og dýpka þekkingu sem listkennarar eða listamenn í frjóu akademísku umhverfi. Takmarkaður fjöldi nemenda á hverri námsbraut. NÁNARI UPPLÝSINGAR UM HVERJA NÁMSBRAUT, INNTÖKUSKILYRÐI OG INNTÖKUFERLI ER Á LHI.IS LISTKENNSLA MYNDLIST HÖNNUN TÓNSMÍÐAR SKÖPUN, MIÐLUN OG FRUM KVÖÐLA STARF (NAIP) MEISTARANÁM Fimmtíu handrit bárust í sam- keppnina um Íslensku barna- bókaverðlaunin í ár og hafa dóm- nefndarmenn legið í lestri síðan skilafresturinn rann út í byrjun febrúar. Nú hefur dómnefnd lokið störfum og valið það handrit sem kemur út undir merkjum verð- launanna í haust. Nafn verðlaunahafans verður ekki gert opinbert fyrr en verð- launin verða veitt í haust en búið er að hafa samband við hann. Aðrir sem sendu handrit í sam- keppnina mega nú sækja þau á skrifstofu Forlagsins að Bræðra- borgarstíg 7. Handritin verða geymd í fjóra mánuði, til 5. sept- ember 2014, en síðan fargað. Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka þakkar öllum þátttökuna og áhugann. Íslensku barnabókaverðlaunin voru stofnuð í tilefni af sjötugs- afmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar og hafa verið veitt frá árinu 1986. Á síðasta ári stóð þó ekkert innsent handrit undir kröfum og voru verðlaunin því ekki veitt fyrir árið 2013. Búið að velja verðlaunahafa HRAFNSAUGA Snæbjörn Brynjars- son og Kjartan Yngvi Björnsson hlutu verðlaunin 2012, en þau voru ekki veitt í fyrra. Sýningin Meistarahendur var opnuð í Ásmundarsafni á laugar- daginn. Þar gefur að líta verk sem spanna feril Ásmundar Sveinssonar og sýna vel þróunina sem varð á sýn hans í gegnum tíð- ina. Meðal verka er sveinsstykki Ásmundar, útskorinn stóll frá námsárum hans, og höggmyndir sem hann gerði sem nemandi við sænsku ríkisakademíuna. Síðar komu stórbrotin meistaraverk sem lofsyngja íslenska alþýðu, sagnir og náttúru og loks er á sýningunni fjöldi abstraktverka sem listamaðurinn vann á síðustu áratugum ævi sinnar. Eitt af þeim fjölmörgu verkum sem verða á sýningunni Meist- arahendur er útskorinn stóll sem Ásmundur Sveinsson gerði meðan hann var í tréskurðar- námi hjá Ríkharði Jónssyni. Ásmundur vann á árunum 1915- 1919 á vinnustofu Ríkharðs og lærði þar frumatriði í drátt- list og hefðbundin handbrögð í tréskurði. Hann smíðaði meðal annars blaðhnífa, pennastöng og öskjur og skar að auki út skraut á skápa og stólbök. Meistarastykki Ásmundar MEISTARASTYKKI Ásmundur við stólinn góða. Úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru fór fram fimmtudaginn 8. maí kl. 16 í húsnæði sjóðsins að Vonar- stræti 4b. Sjö verkefni hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni og voru upphæðir styrkja á bilinu fimm milljónir til fimm hundruð þús- unda. Í þessari úthlutun var lögð sérstök áhersla á arkitektúr og öðru sinni var úthlutað til verkefnisins Hæg breytileg átt sem er verkefni á sviði byggða- og íbúðaþróunar og Hönnunarsjóður Auroru hefur sett af stað í samstarfi við fleiri aðila. Í tengslum við verkefnið er fyrir- huguð bæði ráðstefna og sýning á niðurstöðum þátttakenda. Annað verkefni sem tengist arki- tektúr er styrkur til útgáfu bók- verks um arkitektinn Gunnlaug Halldórsson sem oft er nefndur sem fyrsti módernisti íslenskrar sjónlistasögu. Auk þess var veitt- ur styrkur til hönnunar á náms- gögnum fyrir tungumálanám, styrkur til markaðssetningar á áhugaverðri nýjung sem eru módel úr fiskibeinum og styrkur til markaðssóknar hjá ungu hönn- unarfyrirtæki sem hannar og selur barnafatnað og hefur skapað sér áhugaverða sérstöðu. Nýútskrif- aður mastersnemi í textílhönnun fær styrk til starfsnáms hjá hönn- unarfyrirtæki í Þýskalandi. Hönn- unarsjóður Auroru heldur auk þessa áfram stuðningi við Hönnun- armiðstöð Íslands vegna uppbygg- ingar HönnunarMars-hátíðarinnar og skrásetningar þess viðburðar. Stefnt er að því að næsta út - hlutun úr sjóðnum verði í nóvember næstkomandi. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun er til 15. sept- ember. Hönnunarsjóður Auroru styrkti sjö verkefni Áherslan í styrkveitingum Hönnunarsjóðsins Auroru í ár var á arkitektúr. STYRKHAFAR Alls hlutu sjö verkefni styrk úr Hönnunarsjóði Auroru að þessu sinni. MYND/ADRIANA PACHECO

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.