Fréttablaðið - 12.05.2014, Qupperneq 56
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
1 ,,Kallinn er í fáránlegu stuði“
2 ,,Þetta er algjörlega súrrealískt’“
3 Fagnar City titlinum? | Allir leikirnir
í beinni
4 Svona skiptust stig Íslands
5 Serbar vilja íslenskan unglingalands-
liðsmann
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla og
Vesturbergi
H E I L S U R Ú M
A
R
G
H
!!
!
1
2
0
5
1
3
DR. MICHAEL BREUS PhD
- OFT KALLAÐUR DR. SVEFN
2014 LÍNAN
ER KOMIN!
- ÞAÐ ALLRA NÝJASTA Í HEILSURÚMUM
THE Dr. BREUS BED
- EINU RÚMIN SEM ERU HÖNNUÐ AF SVEFNLÆKNI
Þinn svefn - Þín heilsa - Þitt líf
CONTINUITY
Dr. Michael J. Breus er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í svefni. Hann er með
diplóma frá The American Board of Sleep Medicine og Fellow of The American Academy
of Sleep Medicine. Hann sérhæfir sig í svefnröskunum. Hann er einn af einungis 163
einstaklingum í heiminum með þessa menntun.
Dr. Breus er höfundur bókanna The Sleep Doctor‘s Diet Plan: Lose Weight Through Better
Sleep og GOOD NIGHT: The Sleep Doctor‘s 4 week Program to Better Sleep and Better
Health hefur fengið stórglæsislega dóma og heldur áfram að breyta lífi lesenda til hins
betra. Sú bók er á lista yfir 100 mest seldu bækur á Amazon.
Dr. Breus er hönnuður og framleiðandi The Dr. Breus Bed, en það eru fyrstu og einu rúmin
sem hönnuð eru af svefnlækni. Hann hannar og framleiðir rúm í samstarfi við King Koil.
Fáðu meiri upplýsingar um Dr. Breus og rúmin hans á www.rekkjan.is
NÚ MEÐ 20% KYNNINGARAFSLÆTTI
Verð áður 297.400 kr. VERÐ NÚ 237.920 kr.
Rúmin frá Dr. Breus eru hönnuð eftir fjórum grundvallarreglum:
1. Stöðugt og rétt hitastig
Dýnurnar innihalda einstakt efni sem kallað er Tempsense. Efnið er einungis að finna í rúmum
frá The Dr. Breus Bed línunni. Efnið viðheldur jöfnum hita í efsta lagi dýnunnar alla nóttina.
2. Þrýstijöfnun
Með því að finna enga álagspunkta er auðveldara fyrir fólk að ná djúpsvefni, blóðflæði
um líkamann er eðlilegt og fólk hættir að rjúfa svefn og vakna á nóttunni.
3. Fullkomin slökun
Mikilvægt er að dýnan sé svæðaskipt þannig að hún gefur eftir á réttum stöðum.
Þannig liggur fólk beint í rúminu og vöðvar fá fullkomna slökun.
4. Engin hreyfing í dýnunni
Margir glíma við það vandamál að maki er að bylta sér í rúminu með þeim afleiðingum að fólk
rýfur svefn og vaknar. The Dr. Breus Bed eru hönnuð þannig að þótt að einhver sé að bylta sér
í rúminu, eða setjast á það þá finnst lítil sem engin hreyfing á öðrum svæðum dýnunar.
Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
20ÁRAÁBYRGÐ
(Queen Size 153x203 cm)
Sannspá í Eurovision
Leik- og söngkonan Selma Björnsdótt-
ir birti spá sína yfir hvaða lönd myndu
hreppa fyrstu fimm sætin í Eurovision
áður en kosningu var lokið. Selma
tippaði á að Austurríki myndi fara með
sigur af hólmi og var Selma þar aldeilis
sannspá því austurríska draggdrottn-
ingin Conchita Wurst bar sigur úr
býtum með 290 stig. Selma spáði
Svíþjóð 2. sæti, Armeníu því þriðja og
setti Ungverjaland í fjórða og Holland
í 5. sæti. Þótt Selma hafi ekki náð að
tippa á rétt sæti voru þetta vissulega
hinar fjórar þjóðirnar sem skipuðu
topp fimm sætin. Selma
er ekki ókunn keppninni
og hefur tvisvar farið út
fyrir Íslands hönd, árin
1999 og 2005, en
árið 1999 náði hún
næstum því að sigra
með lagið All out of
luck eins og flestir
muna. - lkg
Fékk nokkrar vinabeiðnir
Hraðfréttamaðurinn Benedikt Vals-
son kynnti stig íslensku þjóðarinnar
í Eurovision á laugardagskvöldið. Sló
hann á létta strengi og þótti standa
sig með prýði í beinni útsendingu
fyrir framan milljónir Evrópubúa.
Bauð Benedikt gott kvöld á íslensku,
dönsku, frönsku, spænsku og ensku
og bætti við að hann væri í fáránlegu
stuði. „Ég hugsaði það hálftíma fyrir
útsendingu að það væri gaman að
skella í nokkur tungumál. Ég var búinn
að ákveða að tala spænsku fyrir systur
mína sem býr úti. En þetta var frekar
spontant,“ segir Benedikt. Hann segir
viðtökurnar hafa verið góðar. „Ég fékk
sms frá góðum vinum sem skiptir
mestu máli. Síðan fékk ég nokkrar
vinabeiðnir á Facebook og gott ef ég
fékk ekki tvö til þrjú „poke“,“ bætir
Benedikt við. Hann fór strax í Euro-
vision-partí eftir útsendinguna en gær-
dagurinn fór í lærdóm
hjá spéfuglinum þar
sem hann þarf að skila
ritgerð í fjölmiðlafræði
í dag en hann stundar
nám í stjórnmála- og
fjölmiðlafræði við
Háskóla Íslands.
- lkg