Fréttablaðið - 04.06.2014, Qupperneq 2
4. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SPURNING DAGSINS
FÓLK „Fólk labbar oft beint inn
í garðinn án þess að spyrja um
leyfi. Okkur er svo sem alveg
sama,“ segir Anna Gunnarsdóttir
þar sem hún situr á sólpallinum í
fagurlega skreyttum garði sínum
á Drangsnesi.
Anna segir að óhægt sé um
vik með hefðbundna garðrækt á
Drangsnesi. Fyrir meira en tíu
árum hafi hún og eiginmaður
hennar, Birgir Guðmundson
trillu sjómaður, byrjað að aka í
garðinn möl sem þau handmok-
uðu upp á pallbíl í fjörunni í þorp-
inu. Síðan hafi bæst við netakúl-
ur, bátaskrúfur og margt fleira
spennandi.
Margir staldra skiljanlega við
heimili Önnu og Birgis á Holta-
götu. Auk þess sem hjónin hafa
sjálf verið ötul við að bæta við
skrautmunum hefur Guðbjörn
Gunnarsson, bróðir Önnu, lagt
hönd á plóg. Guðbjörn vandi
komur sína á árlega Bryggjuhátíð
á Drangsnesi og skar í hvert skipti
út nýjan mun úr rekaviði fyrir
garðinn hjá Birgi og Önnu. Þar
á meðal er bátslíkneski, maður,
kona og köttur.
„Svo erum við með fallega
steina sem mamma og pabbi
tíndu þegar við áttum heima á
Fáskrúðsfirði. Eftir að þau fluttu
til Reykjavíkur spurðu þau hvort
við vildum steinana og þegar við
fórum suður tókum við einn og
einn kassa með heim. Þannig að
við maðurinn minn höfum fengið
að njóta þeirra,“ segir Anna, sem
hefur augun opin fyrir nýjum
hlutum í garðinn.
„Ég reyni alltaf að finna eitt-
hvað. Í fyrra fann ég gamlan
línubala sem ég flísalagði og hef
fyrir tjörn með öndum. Maðurinn
minn hefur sagað út blóm og ég
hef málað þau. Þetta er mikil sam-
vinna hjá okkur,“ segir Anna.
Lóðin hjá Önnu og Birgi er ekki
afgirt og ramba margir forvitnir
ferðalangar þangað inn og taka
myndir. Í sólskálanum eru ýmsir
munir frá ferðalögum þeirra
hjóna. Anna segir að stundum hafi
fólk verið komið alla leið að gler-
inu og horft inn. „Það hefur jafn-
vel skeð tvisvar eða þrisvar þegar
hurðin á sólskálanum er opin að
fólk hefur verið komið inn og spurt
hvenær búðin opni,“ segir Anna og
hlær innilega. gar@frettabladid.is
Stundum liggur fólk
á gluggum hjá Önnu
Anna Gunnarsdóttir setur sinn svip á Drangsnes með fagurlega skreyttum garði
við heimili sitt í þorpinu. Margir staldra við í brekkunni í Holtagötu til að virða
munina fyrir sér. Anna segir suma leggjast á gluggana og jafnvel ganga í bæinn.
ANNA GUNNARSDÓTTIR Sól skein á húsfreyjuna á Holtagötu 1 og skrautgarðinn
hennar um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR
Svo erum við með
fallega steina sem mamma
og pabbi tíndu þegar við
áttum heima á Fáskrúðs-
firði.
Anna Gunnarsdóttir,
garðeigandi á Drangsnesi.
REYKJAVÍK Sumarverkin eru hafin hjá starfsmönnum Reykjavíkur-
borgar. Meðal annars er ungt fólk í sumarvinnu komið langt með að
útbúa merki borgarinnar úr bláum og hvítum stjúpum í brekkunni við
Sogamýri.
„Þetta er svolítil kúnst að mæla þetta rétt út,“ segir Gunnsteinn
Olgeirsson, hjá skrifstofu reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar. „Við
reynum að hafa alltaf rétt hlutföll í þessu.“
Hann segir að merkið verði í vinnslu megnið af vikunni en að líklegast
náist að klára þetta á föstudaginn kemur. - b á
Starfsmenn Reykjavíkur standa nú í sumarverkunum:
Borgarmerkið myndað úr blómum
GRÆNIR FINGUR Blóm sem mynda merki borgarinnar hafa verið gróðursett á
þessum stað að sumarlagi undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PÓLLAND, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti
segir að allt að milljarði dala, jafnvirði ríflega 113
milljarða króna, verði varið til að styrkja herafla
Bandaríkjanna í austanverðri Evrópu.
Tilefnið er ástandið í Úkraínu, þar sem stjórn-
arherinn hefur átt í hörðum átökum við uppreisn-
armenn í austurhluta landsins. Rússar hafa talað
máli uppreisnarmanna og gagnrýnt Úkraínu-
stjórn fyrir að beita hervaldi gegn þeim.
Obama skoraði jafnframt á aðildarríki NATO
að verja meira fé til sameiginlegra varnarmála,
þrátt fyrir efnahagssamdrátt undanfarinna ára.
„Allir eru færir um að leggja sinn hlut af mörk-
um, taka þátt í að sjá til þess að við höfum nægi-
legt fé, skipulag, samhæfingu og þjálfun til að
geta skilað árangri,“ sagði Obama í Póllandi í gær,
þar sem hann hitti Bronislaw Komorowski forseta
að máli.
Obama hyggst síðan í dag hitta Petro Porosj-
enkó, hinn nýkjörna forseta Úkraínu, og sagð-
ist í gær vonast til þess að bæði Bandaríkin og
Úkraína gætu verið í góðum samskiptum við
Rússland. - gb
Bandaríkjastjórn ætlar að senda fleiri hermenn og vopn til Evrópu:
Obama leggur til milljarð dala
BARACK OBAMA Bandaríkjaforseti í Póllandi, þar sem hann
kynnti áformin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Er gott silfur gulli betra?
„Já, allavega betra en hótel.“
Ylfa Dögg Árnadóttir og Eiríkur Kristinn
Júlíusson hafa barist fyrir verndun 100
ára gamals silfurreynis sem stendur við
Grettisgötu og á að fella ef áætlanir um
hótelbyggingu ganga eftir.
KJARAMÁL Félagsmenn Flug-
freyjufélags Íslands (FFÍ) sam-
þykktu í gær nýjan kjarasamn-
ing við Icelandair Group hf.
Samningurinn hefur þegar tekið
gildi og mun gilda til 31. ágúst
2015.
Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá félaginu. Kjaradeilum
félagsins við samninganefnd
Samtaka atvinnulífsins, fyrir
hönd Icelandair, lauk þann 26.
maí síðastliðinn þegar sátt náð-
ist og samningur var gerður.
Sá samningur hefur nú verið
lagður fyrir félagsmenn og sam-
þykktur. - sáp
Flugfreyjur lýsa yfir sátt:
FFÍ samþykkir
kjarasamning
AKUREYRI Fasteignafélagið Reitir
hefur gert „grænan“ leigusamning
við stofnanir á Akureyri í forn-
frægu húsi í bænum.
Eyþing, Vaðlaheiðargöng ehf.,
Ferðamálastofa og Markaðsstofa
Norðurlands hafa flutt saman
starfsstöðvar sínar í fyrrverandi
höfuðstöðvar Kaupfélags Eyfirð-
inga, KEA, á horni Hafnarstrætis
og Kaupvangsstrætis.
Græn leiga byggist á að leigusali
og leigutaki leggi sig fram um vist-
væna hætti, til dæmis flokkun sorps
og stuðli að því að starfsmenn noti
heilsusamlegan og umhverfisvænan
samgöngumáta. - sa
Umhverfið haft í forgrunni:
Græn leiga í
fornri KEA-höll
FERÐAÞJÓNUSTA Landeigendur
Reykjahlíðar hugðust hefja inn-
heimtu náttúruverndargjalds við
þrjá ferðamannastaði í Mývatns-
sveit þann 1. júní. Engin gjaldtaka
er þó hafin.
Við hverina hefur fjöldi erlendra
ferðamanna verið síðustu daga og
hafa þeir komist gjaldfrjálst inn
á svæðið. Engin merki eru um að
gjaldtaka sé í bígerð fyrir utan
í Helgavogi þar sem verið er að
breyta dælustöð í svefnaðstöðu
fyrir starfsfólk. - ebg
Ferðamenn fara ókeypis inn:
Engin gjaldtaka
í Mývatnssveit
DÓMSMÁL Salmann Tamimi,
varaformaður Félags múslima á
Íslandi, ætlar að kæra tvo menn
fyrir morðhótanir sem hann fékk
frá þeim í gegnum athugasemdir
við frétt á Vísi.
„Ég þekki ekki þessa menn og
hef aldrei haft samskipti við þá,“
segir Salmann. „Konan mín, börn-
in og barnabörnin hafa öll áhyggjur
af þessu. Þetta er ekki grín og mér
finnst að það eigi ekki að taka létti-
lega á svona mönnum. Við viljum
ekki fá svona í samfélagið okkar.“
Hótanirnar
sem um ræðir
birtust í athuga-
semdakerfi
Vísis við frétt
um fyrir hugaða
byggingu mosku
í Sogamýri.
Annar mann-
anna , Sturla
Þórðarson, skrif-
ar að lífláta ætti Salmann „eins og
svín“ og annar, Guðmundur Ingi
Vésteinsson, að drepa eigi „þessa
múslima“. Sá síðarnefndi hefur þó
beðist afsökunar á ummælunum.
Salmann segir umræðuna um
byggingu moskunnar undanfarna
daga „ógeðslega“ og „lágkúru-
lega“.
„Mér finnst sorglegast að einn
af elstu stjórnmálaflokkum lands-
ins gefi þessum fanatíkerum undir
fótinn,“ segir hann.
„Ég held við eigum að taka
okkur saman um að útrýma öllum
fordómum í samfélaginu.“
- hþ
Salmann Tamimi segir umræðu um mosku í Reykjavík „lágkúrulega“:
Kærir tvo fyrir morðhótanir
SALMANN
TAMIMI