Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 4
4. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
30.338 vöruflutninga- og sendiferða-
bílar voru skráðir á Íslandi í
árslok 2012.
Áratug fyrr voru þeir alls 20.278.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN
AÐGANG AÐ
TÓNLISTINNI Í ÖLLUM
HERBERGJUM
Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar
stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú
getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er.
UTANRÍKISMÁL Ísland leggur til
fulltrúa í nýja stöðu innan Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) sem er
hluti af auknum viðbúnaði banda-
lagsins vegna innlimunar Rúss-
lands á Krímskaga og stuðnings
Rússlands við aðgerðir aðskilnað-
arsinna í austurhluta Úkraínu.
Mikil áhersla er lögð á það innan
NATO að öll aðildarríkin 28 taki
þátt í viðbrögðunum, sem sýna
eiga samstöðu bandalagsins. Ekki
er búið að tilkynna um það opin-
berlega hvert hlutverk íslenska
fulltrúans verður, en líklegt er að
hann muni starfa í höfuðstöðvum
NATO í Brussel.
„Þetta er sannarlega einn fyrir
alla og allir fyrir einn,“ sagði
Anders Fogh Rasmussen, fram-
kvæmdastjóri NATO, á fundi með
blaðamönnum við upphaf tveggja
daga fundar varnarmálaráðherra
NATO, sem hófst í Brussel í gær.
Aðildarríki NATO hafa þegar
brugðist við aðgerðum Rússlands
með því að stöðva alfarið hernað-
arsamstarf við Rússland og auka
viðbúnað í aðildarríkjum NATO
sem eiga landamæri að Rússlandi,
til dæmis Eystrasaltsríkjunum,
Póllandi og Rúmeníu.
Rasmussen lagði á það áherslu
í gær að aðgerðir Rússlands væru
ólöglegar og að aðildarríki NATO
viðurkenndu ekki innlimun Krím-
skaga. Hann sagði hernaðarað-
gerðir ekki á dagskrá, heldur yrði
reynt að beita diplómatískum leið-
um.
Rasmussen sagði Rússa verða
að draga enn meira úr við-
búnaði sínum á landamærum
Úkraínu, hætta stuðningi við
vopnuð „gengi“ í Austur-Úkraínu
og standa við alþjóðlegar skuld-
bindingar landsins ef finna ætti
diplómatíska lausn á deilunni.
Á fundi varnarmálaráðherrana,
sem stóð fram á kvöld í gær og
heldur áfram í dag, á meðal ann-
ars að ræða langtímaviðbrögð við
innlimun Krímskaga og aðgerð-
um Rússlands í Austur-Úkraínu.
Ekki er búist við því að teknar
verði afdrifaríkar ákvarðanir
um framtíðarsamskipti NATO og
Rússlands eða tilfærslu á herafla
NATO-ríkjanna. Þær ákvarðanir
munu væntanlega bíða leiðtoga-
fundar NATO-ríkjanna sem fara
mun fram í Wales í Bretlandi í
september.
NATO þarf að bregðast við
algerlega nýrri stöðu í öryggis-
málum eftir aðgerðir Rússlands í
Úkraínu. „Ógnum við öryggi okkar
er að fjölga, og þær eru að verða
óútreiknanlegri,“ segir Rasmus-
sen.
Það er ljóst að það kom NATO
gersamlega í opna skjöldu þegar
Rússland innlimaði Krímskaga
með því að beita fyrir sig ómerkt-
um hermönnum og rússneskumæl-
andi íbúum Úkraínu. NATO hafði
fram að því talið samstarfið við
Rússland á réttri leið.
Leiðtogafundur NATO-ríkjanna
í september átti upphaflega að
marka tímamót þar sem hernað-
araðgerðum aðildarríkja NATO
í Afganistan mun ljúka í lok árs
eftir lengstu hernaðaraðgerðir
bandalagsins frá upphafi. Nú er
ljóst að ástandið í Úkraínu og við-
brögðin við aðgerðum Rússlands
verða þar efst á blaði.
brjann@frettabladid.is
Ísland mannar stöðu hjá
NATO vegna Krímskaga
Mikil áhersla er lögð á að öll aðildarríki NATO leggi í púkkið í viðbrögðum vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu.
Einn fyrir alla og allir fyrir einn, segir framkvæmdastjóri bandalagsins. Varnarmálaráðherrar ræða langtíma-
áhrif krísunnar í Úkraínu. Rússar eru sagðir verða að draga enn meira úr viðbúnaði á landamærum Úkraínu.
Brjánn
Jónasson
Skrifar frá Brussel
brjann@frettabladid.is
ÍSRAEL, AP Benjamín Netanjahú,
forsætisráðherra Ísraels, segist
hafa miklar áhyggjur af því að
Bandaríkin hafi ákveðið að vera
áfram í sambandi við Palestínu-
stjórn.
Ísraelar slitu öllum tengslum
við Palestínumenn eftir að tvær
helstu fylkingar þeirra, Fatah og
Hamas, kynntu sameiginlega rík-
isstjórn sína á mánudag. Ísraelar
neita að ræða við Hamas-sam-
tökin á þeim forsendum að þar séu
hryðjuverkamenn á ferðinni. - gb
Bandaríkin vilja viðræður:
Netanjahú
furðar sig
Ógnum við öryggi
okkar er að fjölga, og
þær eru að verða
óútreiknanlegri.
Anders Fogh Rasmussen,
framkvæmdastjóri NATO.
VIÐBRÖGÐ Leiðtogar aðildarríkja NATO
munu ákveða langtímaviðbrögð banda-
lagsins við aðgerðum Rússlands í Úkraínu
sagði Anders Fogh Rasmussen, fram-
kvæmdastjóri NATO, við upphaf fundar
varnarmálaráðherra aðildarríkja NATO,
sem hófst í Brussel í gær. Nordicphotos/AFP
Vordís Eiríksdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ÞAÐ ERU HLÝINDI í kortunum næstu daga og fram yfir helgi og má þá reikna með
bjartviðri um land allt. Úrkoma S- og V-lands í dag en á morgun á NA- og A-landi og
birtir þá til S- og V-lands. Vindur verður áfram fremur hægur og hiti 8-18 stig.
8°
5
m/s
11°
4
m/s
12°
6
m/s
10°
11
m/s
Fremur
hægur
NA- og
A-lægur
vindur.
Hæg
breytileg
eða NA-
læg átt.
Gildistími korta er um hádegi
25°
31°
17°
18°
17°
17°
20°
19°
19°
23°
15°
28°
28°
22°
24°
23°
20°
20°
10°
10
m/s
11°
8
m/s
10°
6
m/s
9°
7
m/s
12°
5
m/s
10°
4
m/s
7°
3
m/s
12°
14°
11°
8°
10°
9°
13°
12°
12°
11°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN
UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra átti
í gær fund með Elzbieta Bienk-
owska, aðstoðarforsætisráðherra
Póllands, sem er einnig ráðherra
innviða og þróunar.
Á fundi ráðherranna í Varsjá
var rætt um leiðir til að efla tví-
hliða samvinnu ríkjanna fyrir
tilstilli uppbyggingarsjóðs EES,
einkum á sviði jarðhitanýting-
ar, en einnig á sviði mennta- og
menningarmála og rannsókna
og vísinda. Þetta kom fram í til-
kynningu frá utanríkisráðuneyt-
inu.
- fb
Efla á tvíhliða samvinnu:
Horft til jarð-
hitanýtingar
DÓMSTÓLAR Maður sem grunaður
er um líkamsárás í Selbrekku síð-
astliðinn föstudagmorgun, verður
í gæsluvarðhaldi og einangrun til
6. júní næstkomandi. Hæstiréttur
staðfesti í gær úrskurð Héraðs-
dóms Reykjaness þar að lútandi.
Samkvæmt greinargerð barst
lögreglu tilkynning klukkan níu
um morguninn um mann sem lá
í blóði sínu við Selbrekku. Mað-
urinn var með mikla áverka og
mat læknir á slysadeild þá svo að
árásin hefði verið kröftug, eins og
henni hefði verið ætlað að valda
sem mestum skaða.
Tvö vitni sáu tvo menn sem
þóttu grunsamlegir í háttum. Lög-
reglan leitar nú að hinum mannin-
um. - skó
Grunaður um líkamsárás:
Í gæsluvarð-
haldi til 6. júní
LEIÐRÉTT
Í frétt í gær um tvöfaldar vaktir hjúkr-
unarfræðinga á Landspítalanum var
missagt að hjúkrunarfræðingar tækju
að meðaltali eina tvöfalda vakt á mán-
uði. Hið rétta er að hjúkrunarfræðingar
taka að meðaltali eina tvöfalda vakt
á ári.
KJARAMÁL Ekkert verður af fyr-
irhuguðu verkfalli náttúrufræð-
inga á Landspítalanum í dag eftir
að Félagsdómur úrskurðaði seint
í gær að boðun verkfallsins væri
ólögmæt.
„Vandamálið er ekki úr sögunni,“
segir Páll Halldórsson, formaður
Félags íslenskra náttúrufræðinga,
en niðurstaðan þýðir að náttúru-
fræðingar þurfa að kjósa á ný um
hvort boða eigi verkfall. „Nú förum
við yfir það. Við þurfum að skoða
dóminn betur, hvað í honum felst og
á hvað þeir hengja hatt sinn.“ Páll
segir úrskurðinn helst byggja á að
verkfallið var boðað til að fylgja
eftir gerð stofnanasamnings. Það
gangi ekki upp í augum Félags-
dóms. Hvorki stjórnvöld né stjórn-
endur Landspítalans hafni réttmæti
launakröfu félagsins.
„Það er frekar að spítalinn segir
að ríkið eigi að leysa þetta,“ segir
Páll. „Og ríkið segir að spítalinn eigi
að leysa þetta.“ Páll segir að fundað
verði snemma í dag með lögfræð-
ingum um næstu skref í málinu. - bá
Úrskurður Félagsdóms í gær kom í veg fyrir fyrirhugað verkfall FÍN:
Vandamálið ekki úr sögunni
AF LANDSPÍTALA Flestir náttúrufræð-
ingar spítalans starfa í Blóðbankanum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR