Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 8

Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 8
4. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SKIPULAG Verði niðurstaðan sú að silfurreynirinn á Grettisgötu 17, sem talinn er vera frá árinu 1908, verði að víkja vegna fyrirhugaðr- ar hótelbyggingar milli Laugavegs og Grettisgötu verður skoðað hvort hægt verði að finna honum nýjan stað, að sögn Þórólfs Jónssonar garðyrkjustjóra. „Það er tæknilega mögulegt að flytja tréð. Svona stór tré og jafnvel stærri tré hafa verið flutt en árang- urinn er óviss. Fyrst á eftir verður tréð druslulegt en það gæti hjarnað við. Svo gæti það líka gerst að það veslaðist upp á nokkrum árum,“ tekur Þórólfur fram. Að sögn garðyrkjustjórans má reikna með að rótarkerfi silfurreyn- isins við Grettisgötu sé jafnstórt krónu trésins. „Ef vel ætti að vera þyrfti að ná jafnstóru rótarkerfi og krónan teiknar sig. Við vitum hins vegar ekki hvert ræturnar hafa farið. Sennilega eru þær í framlóð- inni eða jafnvel undir húsinu sem það stendur við hliðina á. Langbest væri þó að tréð fengi að standa þar sem það er. Þar mun því örugglega farnast best.“ Þórólfur segir borgaryfirvöld og byggjendur hótels á horni Aðal- strætis og Túngötu hafa lagt mikið á sig til að vernda gamalt tré inni á lóð hótelsins. „Þar er álmur frá 1902 á bak við hótelið sem sést þegar gengið er upp Túngötu. Það tókst ágætlega að halda því tré þótt þrengt hafi verið að því.“ Flottasta tréð sem borgin á er silfurreynirinn í Fógetagarðinum við Aðalstræti, að því er Þórólfur greinir frá. „Silfurreynirinn þar er líklega frá 1886. Þar eru líka flottir, gamlir hlynir.“ Hlynurinn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu er frá 1917. „Við eigum hann ekki frekar en álminn í Aðal- stræti. Þessi hlynur er á lóð Happ- drættis Háskóla Íslands en í hugum margra er hann aðaltréð í borginni,“ segir Þórólfur. Elstu trén í Hólavallagarði, kirkjugarðinum við Suðurgötu, eru frá því upp úr aldamótunum 1900. Almenn gróðursetning varð þar ekki fyrr en á árunum milli heims- styrjalda, að því er segir á vef Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma. Þórólfur bendir á að hægt sé að reikna aldur trjáa út frá aldri byggð- arinnar. „Ef trén eru stór og gömul eru þau frá því skömmu eftir að húsin voru byggð. Margir dást að gömlum trjám sem eru víða á einkalóðum við Laufásveg. Í Norðurmýri eru líka gömul, flott tré.“ ibs@frettabladid.is Hægt að flytja tréð en árangur óviss Garðyrkjustjóri segir tæknilega hægt að flytja silfurreyninn við Grettisgötu 17 sem fyrirhugað er að víki vegna hótelbyggingar. Best væri að tréð fengi að standa þar sem það er. Álmi við Aðalstræti var bjargað þegar byggt var hótel þar. Á AUSTURVELLI Þórólfur Jónsson garðyrkjustjóri segir að á Austurvelli séu nokkrir gráelrar frá því um 1960. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is KOMDU Í HEIMSÓKN OG GERÐU FRÁBÆR KAUP! TOYOTA LAND CRUISER 150 Nýskr. 05/12, ekinn 36 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 8.980 þús. Rnr. 130829. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is LAND ROVER EVOQUE Nýskr. 03/12, ekinn 16 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 131092 NISSAN MICRA VISIA Nýskr. 06/13, ekinn 27 þús km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.990 þús. Rnr. 281483 RENAULT MEGANE BERLINE Nýskr. 05/12, ekinn 71 þús km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.390 þús. Rnr. 320038. NISSAN QASHQAI+2 SE - 7 sæta Nýskr. 04/12, ekinn 52 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 4.290 þús. Rnr. 281682. HONDA CIVIC SPORT Nýskr. 07/12, ekinn 36 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.790 þús. Rnr. 281734. CHEVROLET CAPTIVA Nýskr. 09/11, ekinn 40 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Verð 5.390 þús. TILBOÐ kr. 4.590 þús. Rnr. 151751. Frábært verð 9.980 þús. TILBOÐ Ekinn aðeins 16 þús. km. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR GÖMUL TRÉ Í MIÐBORGINNI SEM HAFA VERIÐ VERNDUÐ: Tj ar na rg at a Vonarstræti Kirkjustræti Tjönin Ráðhúsið Kirkjugarður Su ðu rg at a Túngata Að als træ ti FRÉTTABLAÐ IÐ /VILH ELM SVEITARSTJÓRNARMÁL Nýkjörn- ir borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins, Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, hafa verið boðað- ar á eins konar nýliðafund í ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku ásamt öðru nýju borgarstjórnarfólki og varamönnum. Þar verður starf- semin kynnt fyrir þeim. Framsókn hefur ekki verið í borg- arstjórn síðustu fjögur ár og hefur því ekki átt fulltrúa í nefndum og ráðum sem manna þarf á næstunni. „Þó svo að við höfum ekki verið í borgarstjórn áður þá er þetta ekki alveg nýtt fyrir okkur. Við erum vanar nefndarstörfum í gegnum vinnu okkar sem lögmenn,“ segir Guðfinna Jóhanna. Þá eru Píratar í fyrsta sinn í borg- arstjórn. „Maður þarf alveg á þessu að halda,“ segir Þórgnýr Thorodd- sen, sem var í öðru sæti á lista Pírata í Reykjavík. Starfið í nefndunum og ráðun- um leggst vel í hann. „Þetta verð- ur ótrúlega spennandi að fá að taka þátt í þessu starfi með þessu fína fólki. Við erum ofsalega spennt og gríðarlega jákvæð fyrir þessu.“ - fb GUÐFINNA JÓH. GUÐMUNDSD. ÞÓRGNÝR THORODDSEN Allir nýir borgarfulltrúar hafa verið boðaðir á kynningarfundi í næstu viku: Sækja nýliðafundi í ráðhúsinu ELSTU TRÉN FRÁ ÞVÍ STUTTU EFTIR ALDAMÓTIN 1900. Hólavallagarður. HLYNUR FRÁ 1917 Horn Vonarstrætis og Suðurgötu. ÁLMURINN ER FRÁ 1902. Horn Túngötu og Aðalstrætis. FÓGETAGARÐURINN Silfurreynir frá 1886 auk gamalla hlyna. SILFURREYNIR FRÁ 1908 ER EKKI VERND- AÐUR. Grettisgata 17.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.