Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2014, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 04.06.2014, Qupperneq 16
4. júní 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Til hægri og vinstri Björt framtíð getur unnið bæði til hægri og vinstri. Framsóknarflokkurinn hefur þar með fengið skæðan keppi- naut. Framsóknarmenn hafa lengst af haft miklu meiri áhrif í íslenskri pólitík en fylgi þeirra hefur gefið til kynna. Þrátt fyrir að Björt framtíð sé í oddaað- stöðu í þremur stórum bæjarfélögum um myndun meirihluta þá hafa þeir hvergi krafist þess að fá æðstu embætti, það er borgarstjóra- eða bæjarstjóraembætti. Björt fram- tíð leggur hins vegar áherslu á að fá sem flesta til að taka þátt í samstarfi, til að mynda í Hafnarfirði þar sem þeir hafa rætt við alla flokka um sam- starf á breiðum grundvelli. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, segir að ef þetta takist sé verið að nýta krafta allra til góðra verka í bæjarfélaginu. Mörgum finnst hins vegar pólitík þar sem allir eru vinir fremur bragðdauf pólitík. Sjaldan séð annað eins kjaftæði Dagur B. Eggertsson benti á það um helgina að Framsóknarflokkurinn væri ekki stjórntækur, hvorki í borgarstjórn né á landsvísu, vegna afstöðu sinnar til moskumála og innflytjenda. Dagur sagði að flokkurinn yrði að skýra stefnu sína í málinu. Fleiri hafa tekið undir það, þeirra á meðal er Áslaug Friðriksdóttir, borgar- fulltrúi Sjálf- stæðismanna, í fréttum Stöðvar 2. Jóhannes Þór Skúlason fer hamförum á fésbókarfærslu þar sem hann gagnrýnir fréttaflutninginn harðlega og segir að það sé af veikum mætti reynt að krafsa það út úr hinum og þessum sjálf- stæðismönnum að Framsókn í heild sé orðinn slíkur öfgaflokkur að það sé ekki hægt að eiga við hann samstarf. Sjaldan hefur Jóhannes séð annað eins kjaftæði. Hann segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi tjáð sig skýrt um málið, Sigmundur geri engar athugasemdir við að múslimar byggi mosku. Fram- sóknarflokkurinn er sennilega misskildasti flokkur á Íslandi. Það gæti verið vegna þess að flokknum er ekki mjög lagið að tala skýrt og skilmerkilega. johanna@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is F orysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðum fyrst hvað Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði fyrir kosningar. Í fyrsta viðtalinu sem tekið var við hana eftir að hún sagðist á Facebook hafa fengið fyrirspurnir um afstöðu sína til mosku í Reykjavík, sagði hún: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna.“ Sveinbjörg sneri þessu síðar upp í að hún vildi íbúakosningu um hvort úthluta ætti lóð fyrir mosku. Það er reyndar hug- mynd frá Danska Þjóðarflokkn- um, hægrilýðskrumsflokki sem gerði slíkar atkvæðagreiðslur að kosningamáli fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 2009, af því að moskur væru griðastaður trúarofstækismanna og stuðningsmanna hryðjuverka. Þjóðar- flokkurinn blés nýju lífi í þetta stefnumál sitt í febrúar síðast- liðnum vegna deilna um mosku í Haderslev. Næst reyndi oddvitinn að halda því fram að þetta snerist bara um lóðamál í Reykjavík, en þá hafði fræjum útlendingaandúðar- innar verið sáð og fylgið, sem vissulega er að sækja á þeim miðum, byrjað að skila sér. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar bætti hún rækilega í og spurði hvort við vildum búa í samfélagi þar sem fólk væri þvingað í hjónaband. Skoðum næst hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formað- ur Framsóknarflokksins, sagði um málflutning oddvitans fyrir kosningar. Lengst af ekki neitt, enda gengu atkvæðaveiðarnar augljóslega vel. Svo kom loks pistill frá formanninum, þar sem hann tók enga efnislega afstöðu, heldur bætti enn í efnismiklar kvartanir sínar yfir því að flokkurinn hans væri gagnrýndur. Skoðum þá hvað Sigmundur hefur sagt eftir kosningarnar, eftir að metfjöldi atkvæða Framsóknar í Reykjavík í fjörutíu ár var kominn í hús. Jú, hann hefur sagt að múslimar megi alveg byggja sér mosku, ef hún falli bara að umhverfinu. Ekki samt á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað henni, hún eigi áfram að vera grænt svæði. En skipulagsferlinu er lokið, engar athugasemdir bárust og borginni ber bæði að lögum og mann- réttindasáttmálum að útvega múslimum lóð fyrir helgidóm sinn. Svo hefur Sigmundur líka sagt að Framsókn geri ekki upp á milli trúarbragða og starfi á grundvelli jafnréttis. Um atkvæða- veiðar flokksins í krafti fordóma og útlendingaandúðar hefur hann hins vegar ekki sagt nokkurn skapaðan hlut nema að gagn- rýnin misbjóði honum. Hann vill ekki styggja nýja fylgið. Þetta er prinsipplaus og lágkúruleg pólitík, sem skortir alla reisn. Það er eðlilegt að fulltrúar samstarfsflokks framsóknar- manna í ríkisstjórn geri kröfu um að flokksforystan tali skýrar, eins og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, gerði til dæmis í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Allir kjósendur eiga raunar kröfu á að Framsóknarflokkurinn svari því skýrt hvort taktík flokksins í borginni hafi verið for- ystu flokksins að skapi og hvort Framsókn hyggist áfram spila inn á andúð á minnihlutahópum í leit sinni að nýju fylgi. Forysta Framsóknarflokksins þarf að tala skýrar: Lágkúrupólitík Auðvitað urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst varð á kosninganótt að Sjálfstæð- isflokkurinn myndi ekki halda fimmta manninum í borginni. Það er sárt að sjá að flokkurinn skuli hafa misst yfirburðastöðu sína, UM SINN. Stóru fréttirnar voru hins vegar þær að meirihluti Besta flokksins/ Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinn- ar féll. Vonandi verður þessi niðurstaða til þess að sjálfstæðismenn þétti raðirnar í Reykja- vík. Grundvallaratriði er að bæði konur og karlar skipi aðalsæti listans. Halldór Hall- dórsson oddviti hefur allt til að bera sem prýða má góðan stjórnmálamann og mann- eskju og hann hefur ekki sagt sín lokaorð í íslenskri pólitík, að mínum dómi. En list- inn verður að endurspegla samfélagið. Sjálfstæðisflokkinn skoraði hátt víða um land, sem er virkilega fagnaðarefni. Það er afar glæsilegt að Sjálfstæðisflokkur- inn skuli fá hreinan meirihluta í stórum bæjarfélögum, eins og Mosfellsbæ, Vest- mannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Árborg, Hveragerði og Akranesi. Mjög góður árangur náðist einnig í Hafnar- firði, Kópavogi og á Akureyri. Konur eru oddvitar framboðanna á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og í Hveragerði: Ásgerður Halldórsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Hvað umræðuna um mosku og fleira hér heima áhrærir þá hlustaði ég á Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, lýsa því í frábærri ræðu á dögunum hvers vegna New York-borg ákvað að leyfa byggingu á bænahúsi mús- lima skammt frá þeim stað sem tvíbura- turnarnir stóðu. Rétturinn til trúfrelsis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að hafa skoðanir almennt, án þess að aðrir geri lítið úr þeim eða reyni að þagga þær niður, er ofar öðru. Bloomberg lýsti því einnig í ræðunni hvernig virtir háskólar í Bandaríkjun- um hefðu verið staðnir að því að ritskoða hverjir fengju að halda ræður við útskrift- ir vegna þess að skoðanir viðkomandi féllu ekki að/eða voru ekki þóknanlegar „vinstri sinnuðum“ skoðunum háskólasamfélags- ins. Menn eigi að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Eða eins og í málshættinum segir: Háð er heimskra gaman. Háð er heimskra gaman STJÓRNMÁL Elín Hirst alþingismaður ➜ Menn eiga að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.