Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 26

Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 26
FÓLK|FERÐIR Það leið ekki nema mínúta frá því ég sá Runólf fyrst þar til að ég hafði fest kaup á honum; þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Guðbjörg Gissurar- dóttir, fagurkeri, náttúruunnandi og ritstjóri tímaritsins Í boði nátt- úrunnar. Guðbjörg er að tala um Run- ólf; rauðbirkinn, 37 ára gamlan Frakka af tegundinni Renault Estafette, árgerð 1977. Ástmöginn ætlar hún að lána tveimur heppn- um ferðalöngum í fyrstu Hand- Picked-ferðina um Ísland. „HandPicked Iceland varð til þegar ég lenti í því æ ofan í æ að finna ekki annað en hamborgara- og pitsustaði á ferðalagi mínu um landið. Þá áttaði ég mig á að ferðamenn bráðvantaði leiðar- vísi um úrvalið af því besta sem Ísland geymir og gaf út fyrsta HandPicked-bæklinginn sem enn er sá eini sinnar tegundar um leyndar gersemar Íslands.“ Fyrsti HandPicked-bæklingur Guðbjargar hét Eat, síðan kom Sleep, næst Shop & Play og nú Kids & Culture fyrir krakka og menningu. Sjálf fer Guðbjörg um land allt til að sannreyna Hand- Picked-staðina og tryggja að allt sé í lagi. „Þetta er afar persónulegt verk- efni og ég handtíni staði sem ég mundi sérvelja handa mínum bestu vinum til að upplifa og njóta. HandPicked Iceland er gæðastimpill og með HandPicked- kort við höndina er eins og að ferðast um sveitir lands með góð- um vini sem gjörþekkir landsins yndislegustu ævintýri sem maður annars færi sennilega á mis við.“ Í ÓVISSUFERÐ MEÐ RUNÓLFI Dagana 1. til 8. júlí verður farið í fyrstu HandPicked-óvissuferðina. Umsóknir eru öllum opnar og umsóknarfrestur til laugardagsins 7. júní. „Við leitum að pari, vinum, elskendum eða hverjum þeim sem langar að upplifa „slow travel“-ferðamennsku og njóta ósvikinna ævintýra með Runólfi. Runólfur er í Fornbílaklúbbnum og fer ekki hraðar en 70 kílómetra á klukkustund. Því fer maður hægt um íslenskt landslag og nýtur útsýnis á hæfilegum hraða.“ Þeir sem verða fyrir val- inu leggja af stað frá Reykjavík þriðjudaginn 1. júlí með átta um- slög í farteskinu og halda þaðan út í buskann. „Í farangrinum verður eitt umslag fyrir hvern dag með fyrir- mælum um hvar á að stoppa, borða, versla, gista, njóta og upplifa ótal áhugaverða og skemmtilega hluti á HandPicked- kortinu. Innifalið er bensín á bílinn, sjö nátta gisting í Run- ólfi og á hótelum, tvær til þrjár máltíðir á dag hjá sérvöldum Hand Picked-vinum, fjölbreyttar ferðaupplifanir og óvæntar upp- ákomur sem ekki má segja frá. Í staðinn þurfa ferðalangarnir að taka með sér góða skapið og deila upplifun sinni með texta og myndum í gegnum bloggið okkar og samfélagsmiðlana.“ Ævintýraþyrstir geta sent stutt bréf á ensku um sjálfa sig og ferðafélagann á netfangið gg@ ibn.is ásamt myndum af báðum. Tilkynnt verður um þá heppnu á Facebook. Sjá handpickedicel- and.is. ■ thordis@365.is RÓMANS Í RUNÓLFI FERÐALAG Ertu ævintýragjarn og hefur gaman af óvæntum uppákomum? Þá gefst tækifæri til að ferðast í 37 ára gömlum húsbíl um sérvalda staði Íslands. ÁSTARSAMBAND Guðbjörg Gissurardóttir segir Runólf ótrúlega rómantískan og sætan ferðafélaga. Bíllinn var fluttur til landsins af arkitekt og skipasmið sem sérhannaði í hann haganlegar innréttingar. MYND/GVA Á ferð um íslenskar sveitir jafnast ekkert á við heimagert nesti sem snætt er undir berum himni í ís- lenskri náttúru. Víða er hægt að finna nestisborð í heillandi um- hverfi í námunda við þjóðveginn eða rómantískar lautir til að æja í og fá sér nesti. Girnilegt nesti samanstendur af gómsætum samlokum sem bera hugmyndaflugi sælkerans fag- urt vitni, huggulegu sætabrauði, súkkulaði, ávöxtum og heitum eða köldum drykkjum við hæfi. Sjálf samlokugerðin býður upp á óendanlega möguleika í samsetn- ingu áleggs og indælt er að bera óvæntar en gómsætar útfærslur á borð samferðafólksins. Mikilvægt er að búa vel um nest- ið, bera það fram í fallegri körfu, á sumarlegum bakka eða tréskurðar- bretti og í gamaldags blikkstömp- um ofan á dúk eða hlýlegt teppi. Lostætar samlokur sem gleðja bæði munn og maga eru til dæmis gróft pítubrauð með salami, kletta- salati, camembert-osti og mangó- mauki, ciabatta með pestói, túnfisk- salati og sólþurrkuðum tómötum, baguette með hráskinku, gráðaosti, vínberjum og salatblaði, vefjur með beikoni, kjúklingi, guacamole og parmesan-osti eða langlokur með barbeque-nautakjöti, gljáðum rauð- lauk og súrum gúrkum. MAULAÐ Í MJÚKUM MÓ Nestisstund í fallegri náttúru í alfaraleið býr til ljúfar minningar og setur ævintýraljóma á ferðalagið. LOSTÆTI Það jafnast ekkert á við heima- gert nesti. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Flottar buxur Kr. 4.990.- Str. S-XXL Tveir litir Við erum á Facebook ÉG MÓTA BODY FIRMING Ég viðheld teygjanleika húðarinnar. Byrjaðu bara á að bera mig reglulega á líkamann og þú helst flott og fitt. Frábært krem með góðum innihaldsefnum eins og Elastín, Kollagen og Pomegranate. Made in Italy www.master-line.eu Fæst í apótekum og Hagkaup Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.