Fréttablaðið - 04.06.2014, Síða 34

Fréttablaðið - 04.06.2014, Síða 34
 | 8 4. júní 2014 | miðvikudagur „Það sem er á borðinu hjá mér núna er að fylgja eftir þessari viljayfi rlýsingu um stofnun rann- sóknarseturs í áli og efnisvísind- um sem skrifað var undir á árs- fundi Samáls fyrir stuttu síðan af iðnaðarráðherra og fulltrúum Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar og Samáls,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls (Sam- taka álframleiðenda). Pétur var ráðinn framkvæmda- stjóri samtakanna í júlí í fyrra. Hann hafði þá gegnt starfi rit- stjórnarfulltrúa á Morgunblaðinu frá 2006 og stýrt menningardeild blaðsins, auk þess að ritstýra Sunnudagsmogganum. Pétur byrj- aði í blaðamennsku 1994 og vann við fagið til ársins 2000 þegar hann kláraði BA-nám í heimspeki í Háskóla Íslands. Þá hafði hann farið í skiptinám til Berlínar og lokið áföngum í þremur stærstu háskólum borgarinnar. „Þegar ég kom heim hóf ég störf á auglýsingastofunni Gott fólk þar sem ég stýrði almanna- tengsladeild fyrirtækisins í tvö ár. Eftir það fór ég aftur á Moggann og kláraði MBA-nám við Háskól- ann í Reykjavík samhliða því,“ segir Pétur. Hann starfaði sem forstöðumað- ur fjárfestatengsla og kynningar- mála hjá Íslandsbanka frá 2004- 2005. „Ég hætti þar til að klára Sköp- unarsögur, viðtalsbók við rithöf- unda um sköpunarferlið og eftir það lá leiðin aftur á Moggann.“ Pétur er einnig stjórnarformað- ur Stofnunar um fjármálalæsi og í stjórn Forlagsins. Hann segist vera með ólæknandi bakteríu sem lýsi sér þannig að hann þurfi að skrifa um allt sem hendir hann í lífi nu. „Þannig að ég er með þrjár til fjórar bækur sem ég sinni í hjá- verkum. Eitthvað er á vísnasviði, ein er um ferðalög og svo er eitt- hvað um þjóðmál. Þannig að þetta eru ólíkar bækur sem ég er að skrifa,“ segir Pétur. Hann er giftur Önnu Sigríði Arnardóttur lögfræðingi. Þau eiga tvö börn, Ólöfu Kristrúnu, 12 ára, og Örn Óskar, sem er níu ára. „Ég reyni að verja miklum tíma með fjölskyldunni og um leið að vera duglegur að hreyfa mig. Krakkarnir voru að komast inn í Nesklúbbinn í golfi og ég og Anna Sigga erum sömuleiðis í klúbbn- um. Svo voru tengdaforeldrarn- ir að komast inn líka þannig að ef þetta verður ekki golfsumarið mikla þá held ég að ég selji kylf- urnar mínar.“ Pétur fer á hverju ári í um þriggja vikna ferðalag með fjöl- skyldunni um landið og hann er augljóslega spenntur fyrir fríinu. „Ég hlakka mikið til þess augna- bliks þegar við keyrum út úr bænum um miðjan júlí og snúum ekki aftur í fl óttamannabúðirnar í Reykjavík fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er sá tími þegar maður hleð- ur batteríin fyrir skammdegið og álagið sem fylgir íslenskum vetri.“ Spenntur fyrir golfsumrinu mikla Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, lærði meðal annars heimspeki og vann sem ritstjórnarfulltrúi á Morg- unblaðinu. Hann er með þrjár til fjórar bækur í smíðum og hlakkar til þriggja vikna ferðalags með fjölskyldunni. STÝRIR SAMÁLI Pétur tók við sem framkvæmdastjóri samtakanna af Þorsteini Víglundssyni, núverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Markaskorari og stórskáld „Pétur er stórkostlegur! Alltaf í góðu skapi, stór- skáld, einstakur vinur og gott að leita til hans. Þó er ómögulegt að vera farþegi með honum í bíl, þar sem hann veit aldrei hvaðan hann kemur eða hvert hann er að fara. En á sama tíma er Pétur samt ótrúlega næmur á umhverfi sitt og tekst á einhvern stórundarlegan hátt að vera alltaf réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Það er einstaklega falleg lógík og mennsk í hinni litríku óreiðu í kringum Pétur. Eitt það allra besta við Pétur er samt hversu vel giftur hann er.“ Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. „Við Pétur hittumst fyrst sumarið þegar við vorum bæði sjö ára og hann flutti í húsið mitt frá Akureyri. Urðum strax bestu vinir og lékum okkur saman alla daga næstu ár. Þá var ég betri en hann í fótbolta en nú malar hann mig, enda mikill markaskorari með Gróttu Old Boys. Pétur spilar nýja sóknartaktík fyrir Samál með myndun álklasans sem hefur tekist stórvel. Hann er flottur fagmaður í öllu sem hann snertir og næmur fyrir öllu athafnalífi í landinu, jafnt iðnaði sem ljóðlist. Ótrúlega gaman að vera nú aftur saman í húsi. Pétur er bara frábær.“ Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Það hefur verið nefnt að Gló eigi möguleika á alþjóðlegum vexti. Er Gló að fara í útrás? „Þetta eru Evrópa og Bandaríkin. Ég fer til Kaliforníu nokkrum sinnum á ári og það er svo merkilegt, eins og það er mikið af góðum stöðum þar, þá er Gló og sú hug- myndafræði sem staðurinn byggist á ekki mikið til staðar, aðeins svipað. (...) Eftir að við opnuðum Gló á Laugavegi byrjuðum við að fá svo ofboðslega flottar umsagnir á TripAdvisor. Síðan fáum við mjög mikið af tölvupósti þar sem við erum beðin um að opna Gló hér og þar.“ SVIPMYND HARALDUR GUÐMUNDSSON haraldur@frettabladid.is Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@365.is Viðtalið við Sólveig Eiríksdóttir er hægt að sjá í þættinum Klinkinu á www.visir.is. SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR Viðbrögð á TripAdvisor hreyfðu við eigendum Gló Sólveig Eiríksdóttir, oft nefnd Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló, hefur óvenjulegan bakgrunn því hún er lærður kennari og textílhönnuður sem hellti sér út í veitingabransann af krafti árið 1994. Solla var valin besti hrá- fæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012 og núna eru þrír veitinga- staðir reknir undir merki Gló. Í lok apríl var tilkynnt um að Birgir Þór Bieltdvedt athafna- maður og eiginkona hans hefðu keypt helmingshlut í Gló en þess var getið að Gló ætti möguleika á alþjóðlegum vexti vegna sér- kenna sinna. Þá njóta vörur undir merkinu Himneskt mikilla vinsælda. Solla er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Birgir Þór Bieltvedt hefur séð tækifæri í alþjóðlegum vexti Gló? „Það sem okkur líkaði við hann er að hann er erlendis. Ég held að hann sé að setja upp Domino‘s í Noregi. Þar sem hann fer, eftir að hafa haft áhuga á þessum mat og verið fastagestur hjá okkur á Íslandi, þá sér hann tækifæri á þeim vett- vangi þar sem hann er að setja upp aðra staði.“ VIÐ FÁUM MIKLA SVÖRUM FRÁ VIÐSKIPTAVINUM. EINS OG ÞEGAR BIRGIR ÞÓR BIELTVEDT BANKAÐI Á DYRNAR. Velta Himneskt ehf. í ársreikningum fyrirtækisins endurspeglar engan veginn framboðið af þessum vörum í búðum Haga. „Himneskt er bara mitt fyrirtæki. Ég fæ bara ákveðna upphæð á mánuði við vinnu mína í vörumerkinu. Ég þarf að velja vörurnar.“ Hversu mikils virði er Himneskt vörumerkið, sem almenningur tengir við þig? „Í ofboðslega mikilli einlægni, ég hef passað mig að vera eins hrein og heiðarleg og mögulegt er. Ég er með mína hugsjón og ég reyni að vera henni eins trú og ég get. Ég lifi þennan lífsstíl. Ég get sagt, þetta er mín reynsla.“ Rekstrarvörur - vinna með þér

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.