Fréttablaðið - 04.06.2014, Page 44

Fréttablaðið - 04.06.2014, Page 44
Eftir mánuð mun ég gefa út ljóða- plötu með ljóðum sem ég samdi í vinnustofudvöl á Seyðisfirði í fyrra og samhliða vinnslu plöt- unnar gerði ég þessi vídeó,“ segir Ásdís Sif Gunnarsdóttir spurð hvaða verk það séu sem hún mun sýna á kaffistofu Listasafns Íslands á morgun. „Verkið heitir Surrounded by the purest Blue, I welcome you og samanstendur af þremur vídeóum sem eru varía- sjónir af sama verkinu. Tvö þeirra verða sýnd í sjónvörpum með heyrnartólum þar sem fólk getur hlustað á ljóðin og svo er eitt vídeó með engu hljóði.“ Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði er opið lengur í Listasafni Íslands og einhver listamaður eða hópur listamanna sýna vídeóverk í samstarfi við vídeólistahátíðina 700IS Hreindýraland og er Ásdís Sif fimmti listamaðurinn sem tekur þátt í verkefninu. Hún segist hafa skrifað ljóð frá því hún var unglingur en aldrei gefið neitt út. Hvers vegna valdi hún þá leið að gefa ljóðin út á plötu en ekki í hefðbundinni ljóðabók? „Ég hef alltaf notað texta mikið í performönsum og vídeóverkum en þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út ljóð,“ segir hún. „Ég hef alltaf flutt textann minn sjálf sem per- formans og það er réttara fyrir verkið að það sé lesið upp en prent- að á bók. Þetta eru ljóð sem þarf að flytja, ekki bara lesa, og svo á ég sjálf auðveldara með að hlusta á ljóð en lesa þau og geri ráð fyrir að hið sama gildi um marga aðra.“ Ásdís hefur fleiri járn í eldin- um því fyrir skemmstu tók hún þátt í sýningunni Hors pistes í Centre Pompidou í París. „Þetta er „live performance“ bíó- myndahátíð þar sem listamenn eru fengnir til að setja á svið vídeó verk og performansa. Sýn- ingin mín var í samstarfi við RIFF þar sem ég sýndi líka í haust. Í Pompidou sýndi ég bæði eldri vídeó, sem voru þýdd yfir á frönsku, og þennan performans þar sem ég notaði heilmikið af ljóðunum sem verða á plötunni, þannig að það var líka þetta verk bara í öðru formi.“ Sýningin í kaffistofu Listasafns Íslands hefst klukkan 17 á morg- un og stendur til 30. júní. fridrikab@frettabladid.is Ljóðaplata, vídeó- sýning og gjörningur Ásdís Sif Gunnarsdóttir opnar á morgun sýningu á þremur vídeóverkum í Lista- safni Íslands. Hún er með ljóðaplötu í smíðum og vídeóin eru varíasjónir við verk sem einnig var grunnurinn í nýlegri sýningu hennar í Centre Pompidou. FJÖLHÆF LISTAKONA Úr gjörningi Ásdísar í Centre Pompidou, sem hún segir í grunninn byggja á sama verki og hún sýnir nú. Ég hef alltaf notað texta mikið í performönsum og vídeóverkum en þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út ljóð. MENNING 4. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR Það er alltaf gott að koma á Bifröst. Öll aðstaða til náms er til fyrirmyndar og stuðlar að góðum árangri í námi. Íbúðarhúsnæði á staðnum er hagkvæmt og fjölbreytt og hentar jafnt einstaklingum sem fjölskyldum. Á Bifröst er stutt í óbeislaða náttúru og þar eignast fólk vini fyrir lífstíð. Nánari upplýsingar á nam.bifrost.is Öflugur og nútímalegur háskóli í Borgarfirði Vandað nám í heillandi umhverfi Kynntu þér nám í Háskólagátt og grunnnámi við Háskólann á Bifröst. Sýning á verki Borghildar Ósk- arsdóttur myndlistarkonu, Þráð- ur á landi, verður opnuð í Artóteki Borgarbókasafnsins klukkan 17 á morgun. Verkið á sýningunni er um fimm kynslóðir sömu ættar, sem bjó á sjö býlum á Rangárvöllum og í Landsveit frá 1760 til 1941. Þetta fólk er löngu horfið en víða eru ummerki um búsetu þeirra, hlaðn- ir garðar og húsveggir og grónar tóftir. Sums staðar eru ummerkin ógreinileg, jafnvel horfin undir gróður og sand. Fólkið er minning og býlin eru grónar tóftir. Ein tóft- in er á Reynifelli á Rangárvöllum. Þar byrjar sagan og þaðan liggur söguþráðurinn yfir í Landsveit, að sex stöðum: Mörk, Gamla-Klofa, Stóra-Klofa, Gamla-Skarðsseli, Skarðsseli við Þjórsá og að lokum að Skarfanesi. Sýningin er tvískipt og verður síðari hluti hennar settur upp við sögustaðina á Rangárvöllum og í Landsveit seinna í júní. Sýningin í Borgarbókasafninu er á 1. hæð í Grófarhúsi. Á opnun- inni mun Hlynur Helgason, lekt- or í listfræði við Háskóla Íslands, segja frá sýningunni og list Borg- hildar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Fimm kynslóðir á sjö býlum Sýning Borghildar Óskarsdóttur, Þráður á landi, rekur ættarsögu frá 1760 til 1941. BORGHILDUR ÓSKARSDÓTTIR Þráður á landi segir sögu fimm kynslóða sem bjuggu á sjö býlum á Rangárvöllum og í Landsveit.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.