Fréttablaðið - 04.06.2014, Síða 46
4. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 26
Rihanna tískufyrirmynd ársins
Hin árlegu bandarísku fatahönnunarverðlaun, CFDA, voru veitt á mánudagskvöldið í Alice Tully Hall í Lincoln Center í New York. Fata-
valið var í takt við tilefnið þar sem stjörnurnar gengu rauða dregilinn. Tvíburasysturnar smekklegu Mary-Kate og Ashley Olsen fengu
verðlaun fyrir fylgihlutamerki ársins fyrir merki sitt The Row og Rihanna var valin tískufyrirmynd ársins. Hún gerði sér lítið fyrir og
klæddist demantakjól sem skildi lítið eft ir fyrir ímyndunarafl ið.
SUMARLEG
Heidi Klum
mætti í kjól
frá DKNY.
SMART
Blake Lively
í stuttum
kjól frá
Michael
Kors.
DRAPPAÐ
Keri Russ-
ell í kjól
frá Rosie
Assoulin.
DRAMA-
TÍSKT Coco
Rocha í
Christian
Siriano.
ÁHUGAVERT
Leikkonan
Lupita Nyongo
í umdeildum
klæðnaði frá
Suno.
GEGNSÆTT
Rihanna í
kjól frá Adam
Selman sem
vakti heldur
betur athygli.
ÖXLIN BER
Rachel Zoe
í kjól sem
hún hann-
aði sjálf.
SIGURVEG-
ARAR Ashley
og Mary-Kate
Olsen í eigin
hönnun.
GLITRANDI
Solange Knowl-
es í einföldum
en fallegum kjól
frá Calvin Klein. NO
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
„Ég mun nota styrkinn í það að þróa
línuna enn lengra. Ég hef verið að
vinna með laxaroð og þeirri vinnu
hefur verið mjög vel tekið. Við
munum því halda áfram með þessa
vinnu og ætlum að setja enn meiri
fókus á íslensk og vistvæn hráefni,“
segir fatahönnuðurinn Bóas Krist-
jánsson sem hlaut hæstu úthlut-
un, 2,5 milljónir, úr hönnunarsjóði
í gær. Bóas hannaði tvær línur í
fyrra undir merkinu KARBON by
Bóas Kristjánsson og vakti merkið
þó nokkra athygli erlendis. „Ég hef
mikið verið að vinna með vistvæna
textíla. Það var því ákveðin tilraun
að sjá hvernig þetta myndi leggjast
í hátískuheiminn, þar sem búðirn-
ar eru allar hálfgerð listagallerí og
vörurnar mjög dýrar,“ segir Bóas og
bendir á að hann sé sá eini í heim-
inum sem notar þessi hráefni í hönn-
un á fatnaði. „Það er alltaf áhætta
að mæta með eitthvað sem eng-
inn hefur áður séð. Laxaroð hefur
kannski verið notað í töskur og skó
en nú býð ég fólki að klæðast efn-
inu. Þessu hefur þó verið tekið alveg
svakalega vel og fötin úr þessu hrá-
efni eru mest selda varan okkar.“
Bóas hefur í nægu að snúast
þessa dagana en hann heldur á
tískuvikuna í París í lok þessa mán-
aðar. „Ég ætla að fara og hitta á fólk
sem ég verslaði við í fyrra og við-
halda tengslunum við þær búðir sem
við erum í samstarfi við. Á svona
tískuvikum kynnist maður einnig
fólki alls staðar að úr heiminum og
myndar ný tengsl.“ - ka
Hátískuheimurinn lofar fatnað úr laxaroði
Fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson hlaut 2,5 milljóna króna styrk úr hönnunarsjóði í gær. Styrkinn ætlar
hann að nota til þess að þróa fatalínuna KARBON enn frekar en uppistaða línunnar eru vistvænir textílar.
HÆSTÁNÆGÐUR Fatahönnuðurinn
Bóas Kristjánsson hlaut hæstu úthlutun
úr hönnunarsjóði í gær en styrkurinn
hljóðar upp á 2,5 milljónir.
LÍFIÐ