Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 51

Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 51
MIÐVIKUDAGUR 4. júní 2014 | SPORT | 31 ALLIR VELKOMNIR! Nemandi Braut Verkefni kl. Stofa Erla Björk Sigurgeirsdóttir MSc orkuvísindi Financial benefit for Icelandic companies by implementing ISO 14001 10:00 M104 Harpa Rún Garðarsdóttir MSc rekstrarverkfræði Reliability of jet engines 10:00 M208 Birna Markúsdóttir MSc íþróttavísindi og þjálfun A novel exercise intervention on transversus abdominis recruitment and pain perception using EMG feedback in people with low back pain 10:00 M105 Oddný Björgvinsdóttir MSc heilbrigðisverkfræði Investigating the effects of pulsed electromagnetic fields (PEMFs) on bovine nucleus pulposus cells 11:00 M104 Sunna Björg Helgadóttir MSc rekstrarverkfræði Cost and optimization model of aluminium billets production at ISAL Straumsvik 11:00 M208 Guðmundur Þorsteinn Bergsson MSc byggingarverkfræði/ mannvirkjahönnun Samanburður bormótstöðu við niðurrekstur og burðarþols staura 11:00 M209 Þórhallur Siggeirsson MSc íþróttavísindi og þjálfun Þróun matskerfis fyrir afreksstarf yngri flokka í knattspyrnu á Íslandi 11:00 M105 Sigurbjörg Jónsdóttir MSc heilbrigðisverkfræði Validation and biomechanical measurement using a novel inertial measurement unit 13:00 M104 Skúli Magnús Sæmundsen MSc rekstrarverkfræði Innritun í leikskóla 13:00 M208 Dagný Dís Magnúsdóttir MSc rekstrarverkfræði Risk-based analysis of operational procedures used by the Control Centre of Landsnet 13:00 M209 Anna Berglind Sigurðardóttir MSc framkvæmdastjórnun Þarfagreining á flugvélastæðum Keflavíkurflugvallar 14:00 M209 Nils Óskar Nilsson MSc íþróttavísindi og þjálfun Movement analysis of side step cutting motion in agility testing for elite athletes 15:00 M105 Heimir Þór Gíslason MSc byggingarverkfræði/ umferð og skipulag Verkbeiðna- og verkáætlanakerfi fyrir vegagerðarverk 15:30 M104 Ninna Björg Ólafsdóttir MSc rekstrarverkfræði Lateral flight optimization with respect to wind 15:30 M208 Við látum verkin tala Opnar meistaravarnir við tækni- og verkfræðideild í Háskólanum í Reykjavík 5. júní. HM stöðin HANDBOLTI Ungverska félagið Veszprém tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að það væri búið að semja við íslenska landsliðsmanninn Aron Pálmarsson. Samningur Arons við félagið er til þriggja ára og Aron gengur í raðir félagsins næsta sumar en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Kiel. Aron fékk aðeins að kynnast tilvonandi liðsfélögum sínum um helgina er hann mætti Veszprém í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þar hafði Kiel betur í hörkuleik. Aron var svo kosinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar en hann er heldur betur búinn að stimpla sig inn í hóp bestu handboltamanna heims. - hbg Aron samdi við Veszprém NÝTT ÆVINTÝRI Aron kveður Kiel eftir ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VINÁTTULANDSLEIKUR ÍSLAND - PORTÚGAL 29-26(13-11) Ísland - Mörk (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 7 (10/1), Arnór Atlason 6 (10), Róbert Gunnarsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/2 (3/2), Snorri Steinn Guðjónsson 3/1 (4/2), Alexander Petersson 3 (5), Ólafur Guðmundsson 1 (1), Þórir Ólafsson 1 (2), Bjarki Már Gunnarsson (1), Ásgeir Örn Hallgrímsson (3), Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 5 (20, 25%), Sveinbjörn Pétursson 3 (14/2, 21%), Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón 5, Alexander 2, Arnór, Þórir) Fiskuð víti: 4 ( Arnór, Róbert, Snorri, Alexander) Utan vallar: 6 mínútur. Portúgal - Mörk (skot): Pedro Solha 5 (5), Tiago Rocha 5 (5), Wilson Davyes 5 (6), Pedro Portela 4/2 (5/2), Gilberto Duarte 3 (4), Fabio Antunes 1 (1), Nuno Roque 1 (2), Ricardo Moreira 1 (2), Fabio Magalhaes 1 (4), Ricardo Pesqueira (1), Pedro Cruz (4), Varin skot: Hugo Figueira 10/2 (33/4, 30%), Ricardo Candeias 2 (8/1, 25%), Hraðaupphlaup: 8 (Solha 3, Davyes 3, Portela, Duarte) Fiskuð víti: 2 ( Rocha, Roque ) Utan vallar: 6 mínútur. HANDBOLTI Ísland lagði Portúgal 29-26 í þriðja leik þjóðanna á jafn mörgum dögum. Portúgal byrjaði leikinn betur en eftir um 20 mínútna leik tók Ísland öll völd á vellinum. Liðið vann upp fjögurra marka for- ystu gestanna og var tveimur mörk- um yfir í hálfleik 13-11. „Ég var hræðilegur fyrstu 20 mín- úturnar og svo hitnaði þetta aðeins hjá okkur flestum. Það er kannski eðlilegt miðað við að menn eru komn- ir aðeins fram úr sér og með hausinn lengra en þennan leik,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands. „Þetta eru lok langs tímabils og við erum búnir að horfa á þessu Bosníu-leiki lengi. Ég ætla ekki að leita að afsökunum. Við vorum lélegir til að byrja með. „Við sýndum í hálftíma, 35 mín- útur, tiltölulega góðan handbolta. Svo misstum við aðeins dampinn í lokin aftur. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Guðjón kvaddi lið sitt Kiel um helgina þegar liðið tapaði í úrslit- um Meistaradeildarinnar. Það var síðasti leikur Guðjóns Vals fyrir félagið en hann segist ekki mega gefa upp hvert hann fer fyrr en á mánudaginn eftir viku. Guðjón sagði erfitt fyrir sig að sætta sig við úrslit helgarinnar en hann lofaði því að vera klár í slag- inn þegar Ísland mætir Bosníu í umspilinu um laust sæti á HM. „Ég verð klár í slaginn. Það er ekkert val. Helgin var ömurleg og er enn þá ömurleg en maður lítur fram á veginn. Lífið heldur áfram. „Mér líst vel á Bosníu-leikina. Ég er ekki betur gefinn en það að ég trúi alltaf að við vinnum.“ - gmi Ísland gerði það sem þurft i til Guðjón fór á kostum tveimur dögum eft ir tapið í úrslitum Meistaradeildarinnar. Í BANASTUÐI Guðjón Valur átti frábæran leik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.