Fréttablaðið - 07.06.2014, Síða 6
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
SVEITARSTJÓRNIR Byggðaráð Dal-
víkurbyggðar hefur samþykkt að
hækka laun kjörinna fulltrúa. Föst
laun óbreytts sveitarstjórnarfull-
trúa og byggðaráðsmanna hækka
um 40 prósent, úr 35.727 krónum í
50 þúsund. Laun formanns byggða-
ráðs og forseta sveitarstjórnar
hækka um 26 prósent, verða 90
þúsund krónur í stað 71.455 króna.
Hækkunin er sögð taka mið af
kjörum kjörinna fulltrúa í sveitar-
félögum af sambærilegri stærð og
Dalvíkurbyggð. - gar
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hækkar laun:
Fá 40 prósent hækkun
NOREGUR Samfélagsgerðin í Nor-
egi fellur miklu betur að gildum
íslamstrúar heldur en samfélags-
gerðin í Sádi-Arabíu og Íran.
Þetta er mat nokkurra af helstu
íslamfræðingum heims sem borið
hafa saman 208 lönd. Noregur er
sjötta efsta landið á listanum en
Sádi-Arabía í 131. sæti. Íran og
Írak eru ekki langt fyrir neðan á
listanum, að því er greint er frá á
fréttavef norska ríkisútvarpsins.
Íraninn Hossein Askari, sem
er prófessor við George Wash-
ington-háskólann í Bandaríkj-
unum, segir að grunngildi íslam
snúist ekki um sjaríalögin eða
trúarríki.
Hann og aðrir íslamfræðingar
lásu Kóraninn og rit múslíma til
þess að rannsaka íslömsk gildi.
Þeir komust fljótt að því að fæst
ríki múslíma hafa lagað samfélög
sín að gildum íslam.
Haft er eftir prófessornum að
við lestur ritanna hafi fræðing-
arnir komist að því að í íslam sé
lögð áhersla á góða stjórnarhætti
og góðar og virkar stofnanir.
Leiðtogar eiga að fylgja sömu
lögum og borgararnir. Samfé-
lagið á að byggja á efnahagslegu
og pólítísku frelsi. Það á að vera
skipulagt þannig að það stuðli að
hagvexti. Spilling er ekki í sam-
ræmi við gildi íslam.
Allir íbúar eiga að njóta góðs af
auði samfélagsins og vera jafn-
ir. Kúgun er stranglega bönnuð
samkvæmt Kóraninum. Askari
segir ljóst að flestum íslömskum
ríkjum sé ekki stjórnað í sam-
ræmi við íslömsk gildi. - ibs
Íslamfræðingar segja samfélög fæstra múslímaríkja samræmast trú þeirra:
Noregur fellur að gildum íslam
BRETLAND, AP Í sumum löndum
heims hafa stjórnvöld beinan
aðgang að fjarskiptakerfum Voda-
fone án þess að biðja þurfi um
leyfi hjá fyrirtækinu. Fjarskipta-
risinn, sem er með starfsemi um
heim allan, upplýsti í gær, í nýrri
skýrslu, hvert umfang afskipta
ríkis stjórna víða um heim væri
með starfsemi fyrirtækisins.
Markmið Vodafone með skýrsl-
unni er sagt að stemma stigu við
auknum þrýstingi frá yfirvöldum
vegna hlerana og styðja við bar-
áttu þeirra sem vilja auka gagnsæi
í samskiptum þegna og stjórnvalda.
Fyrirtækið skorar á yfirvöld í ríkj-
unum að auka gagnsæi og láta af
hlerunum á þegnum sínum.
Skýrslan er sú fyrsta sinnar teg-
undar og nær til 29 landa í Evrópu,
Afríku og Asíu, þar sem Vodafone
er með starfsemi. Ekki er tekið til
starfsemi Vodafone á Íslandi.
Í skýrslu Vodafone er að finna
ítarlega greiningu á lagaumhverfi
hlerana á milli landa, en stefnt er
að því að uppfæra hana reglulega.
Einna mesta athygli hefur vakið
að í sex ríkjum hið minnsta eru
yfirvöld með tengingar til hler-
ana beint inn í fjarskiptakerfi
allra símafyrirtækja sem í lönd-
unum starfa og er símafélögun-
um skylt að lúta
vilja stjórnvalda
í þessum efnum.
Þessi lönd eru
hins vegar ekki
nafngreind í
skýrslunni.
Shami Chakra-
ba r t i , fra m-
kvæmdastýra
mannréttinda-
samtakanna Liberty, segir upp-
ljóstranirnar í skýrslunni dæmi
um allra svörtustu brot á borgara-
legum réttindum fólks. „Að ríkis-
stjórnir skuli með einföldum hætti
geta komist í símtöl fólks er for-
dæmalaust og ógnvekjandi,“ sagði
Chakrabarti í yfirlýsingu í gær.
Fyrri uppljóstranir, svo sem frá
Edward Snowden, sýndu að stjórn-
völd litu þegar á netsamskipti sem
opinn leikvöll. Hún segir þörf á
gagngerri endurskoðun allra laga
sem snúa að stafrænum samskipt-
um. olikr@frettabladid.is
SHAMI CHAKRA-
BARTI
VODAFONE-VERSLUN Vegfarendur í Lundúnum við útibú Vodafone, sem er eitt
stærsta farsímafjarskiptafyrirtæki heims. Fyrirtækið upplýsti í gær um reglur um
aðgang stjórnvalda í nokkrum löndum að kerfum þess. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Stjórnvöld sex ríkja
hlera fjarskiptakerfin
Með skýrslu sem birt var í gær leitast fjarskiptarisinn Vodafone, sem starfar um
heim allan, við að stemma stigu við hlerunum stjórnvalda víða um heim. Skýrslan
nær til 29 landa. Í nokkrum löndum hafa stjórnvöld óheftan aðgang að símkerfum.
Hér á landi þarf að leggja beiðnir um hlerun á fjarskiptum fyrir dómstól.
Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að samþykki dómstóll
slíka beiðni sé fjarskiptafyrirtækjunum skylt að framfylgja dómsúrskurðinum,
með því að tengja rannsóknaraðila við símanúmer þess
sem á að hlera.
„Hlustun og upptökur á samskiptum fara fram hjá rann-
sóknaraðila sem einnig annast alla úrvinnslu gagna,“ segir
hann. Starfsmenn fjarskiptafyrirtækja framkvæmi eftirlitið
sjálfir og veiti bara tæknilega aðstoð samkvæmt dómsúr-
skurði.
„Mikilvægi þess að stjórnvöldum hvar í heiminum sem er
sé skylt að gefa út skriflegar heimildir verður ekki ofmetið,“
segir Hrannar. Sýnileiki hlerana sé enginn nema með skriflegum heimildum
líkt og á Íslandi. „Án skriflegra heimilda er erfiðara fyrir fjarskiptafyrirtæki
að andmæla hlerunum og því eru formleg samskipti mikilvæg leið til þess að
opinbera notkun valdsins sem beitt er í þágu hins opinbera í hlerunum.“
Ákvæði um hleranir eru í fjarskiptalögum og lögum um meðferð sakamála.
Dómsúrskurð þarf til hlerana hér
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
Costa
del Sol
Frá kr. 73.600
Frá kr. 73.600 án fæðis
Myramar
Tropicana
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
39.900
Flugsæti frá kr.
Netverð á mann frá kr. 73.600 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.
Netverð á mann frá kr. 97.400 m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð.
16. júní í 10 nætur.
Netverð á mann frá kr. 103.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í
herbergi. Netverð á mann frá kr. 119.700 m.v. 2 fullorðna í
herbergi. 16. júní í 10 nætur.
Frá kr. 103.900 m/hálft fæði innifalið
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
63
15
4
SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR
Sveitarstjóri lagði til launahækkun.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
NORSKI FÁNINN Noregur er sjötta
efsta landið á lista yfir ríki sem falla vel
að gildum íslam.
MENNING Nýtt verk eftir Ragn-
heiði Hörpu Leifsdóttur með þátt-
töku listflugmannanna Sigurðar
Ásgeirssonar, Björns Thors og
Kristjáns Þórs Kristjánssonar, auk
kórsins Kötlu, var flutt yfir Kolla-
firði seinnipartinn í gær. Um var
að ræða lokaverk Listahátíðar í
Reykjavík 2014.
Björn Thors og Kristján Þór
flugu listflugvélunum er teiknuðu
form í háloftunum sem kórinn
Katla túlkaði í söng. Verkið tók
átta mínútur í flutningi. - fb
Nýtt verk eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur var flutt yfir Kollafirði í gær:
Listflug í lokaverki Listahátíðar
FLUG VIÐ
HÖRPU
Flugvél-
arnar tvær
á flugi fyrir
ofan Hörpu
í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EGILL