Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 16
7. júní 2014 LAUGARDAGUR
| HELGIN | 16
Í ÚTILEGU. Veðurspáin fyrir
helgina er sérstaklega góð, en
veðrið verður best í uppsveit-
um á Suður- og Vesturlandi og
allt að 22 stiga hiti.
Álfrún
Pálsdóttir
alfrun@frettabladid.is
HELGIN
7. júní 2014 LAUGARDAGUR
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU …
Á ON THE ROAD AGAIN í
flutningi Willie Nelson, til að
koma þér í gott skap á leiðinni
í útilegu.
ÖNGSTRÆTI , eftir Louise
Doughty í þýðingu Bjarna
Jónssonar, á meðan þú baðar
þig í sólinni og bíður eftir að grillið
hitni.
Á FORMÚLUNA í beinni út-
sendingu frá kappakstrinum í
Kanada á Stöð 2 Sport klukkan
17.30– ef þú fórst ekki í útileguna
eftir allt saman!
Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður
Sleikir sólina
„Ég ætla að njóta þess að vera í fríi og ætla að
sleikja sólina. Ég ætla einnig að sinna prívat-
málum og svo er ég á fullu við að undirbúa hina
ýmsu tónleika sem fram undan eru, eins og til
dæmis á 17. júní.“
Helga Braga Jónsdóttir,
leikkona og flugfreyja
Brúðkaup og
fl ugferð
„Ég fer í brúðkaup hjá
frænku minni í dag. Á
morgun flýg ég til London
með WOW air en annars
stefnir þetta í huggulega
helgi hjá mér.“
Friðrik Dór Jónsson
tónlistarmaður
Skellir sér í bústað
„Ég ætla upp í sumarbústað
í dagsferð en kem aftur í
bæinn til að fara í þrítugsaf-
mæli í Kaplakrika. Svo liggur
leiðin aftur upp í sumar-
bústað og þar verð ég fram
á mánudag. Þar á aldeilis að
njóta sumarblíðunnar.“
Unnur Ösp Stefánsdóttir
leikkona
Bröns í garðinum
„Í kvöld ætlum við í brúð-
kaup hjá nágrönnum okkar
og á morgun verður græjað-
ur bröns með góðum vinum
úti í garði. Svo er aldrei að
vita nema við skreppum upp
í sumarbústað. Það verður að
njóta veðursins.“
Jógaæfingar hjálpa börnum að tengja við líkama sinn, styrkja hann og
liðka ásamt því að æfa jafnvægi og samhæfingu. Þau hafa gaman af að
spreyta sig á hinum ýmsu jógastöðum sem líkja oft eftir dýrum, náttúru-
fyrirbærum eða hlutum. Í jóga er lögð áhersla á að hafa gaman og gefa
börnum tækifæri til að hreyfa sig án þess að vera í samkeppni hvert við
annað. Hægt er að fræðast meira um Jógahjartað og starfsemi þess á
vefsíðunni jogahjartad.wix.com/jogahjartad.
Skemmta sér án samkeppni
Það er eitthvað við það að fara yfir sjóinn og horfa á borgina frá nýju sjón-arhorni og stunda saman jóga úti í náttúrunni,“ segir Arnbjörg Kristín
Konráðsdóttir jógakennari, sem
stendur fyrir Fjölskyldujóga í
Viðey í dag milli kl. 13 og 14.30.
Styrktarfélagið Jógahjartað stend-
ur fyrir viðburðinum þar sem á
dagskránni eru jógaæfingar, leikir,
öndun í sjávarloftinu og hugleiðsla.
„Við slökum á og njótum heilandi
tóna gongsins sem er alveg magnað
úti í guðsgrænni náttúrunni. Fjöl-
skyldan hefur gott af því að kom-
ast burt frá hversdagsleikanum en
þetta er náttúrufegurð sem er bara
í fimm mínútna siglingarfjarlægð.“
Þetta er í annað sinn sem Fjöl-
skyldujóga fer fram í Viðey og er
Arnbjörg spennt fyrir deginum
enda veðurspáin fyrir daginn eins
og best verður á kosið. „Það var
æðislegur dagur hjá okkur í fyrra
enda er yndislegt að vera í eyjunni.
Nú verðum við hjá Friðarsúlunni
sem mér þykir vel við hæfi,“ segir
Arnbjörg sem hvetur alla til að
mæta og eiga endurnærandi stund
í eyjunni í faðmi fjölskyldunnar.
Hún bendir gestum á að taka ferj-
una yfir sundið sem fer kl. 12.15.
Jógahjartað er styrktarfélag
sem hefur þann tilgang að bjóða
aðstoð við kennslu á jóga, hug-
leiðslu og slökun í grunnskólum.
Jógahjartað miðlar einnig þekk-
ingu til grunnskólakennara og
foreldra sem vilja vita meira
um jóga. Meðlimir Jógahjartans
eru átta mæður og jógakennarar
sem hafa áhuga á velferð barna
almennt og trúa því að jóga og
hugleiðsla gefi ungu fólki betri
tengingu við sjálft sig á leið sinni
í gegnum menntakerfið.
Hvað? Fjölskyldujóga Jógahjartans
í Viðey.
Hvenær? Í dag kl. 13-14.30.
Hversu mikið? 500 kr. á mann en
frítt er fyrir þriggja ára og yngri.
Slaka á og njóta heillandi
tóna gongsins í náttúrunni
Styrktarfélagið Jógahjartað stendur fyrir viðburðinum Fjölskyldujóga í Viðey í dag. Sex kennarar taka
höndum saman og leiða fj ölskyldur í gegnum jógaæfi ngar, leiki, öndun í sjávarloft inu og hugleiðslu.
ENDURNÆRANDI Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir ásamt upprennandi litlum jóga sem heitir Hrafn Styrkár Svavarsson á fjölskyldujógadeginum í Viðey í fyrrasumar.
Smoothie
1 msk. skyr
2 gulrætur
1 lúka frosið mangó
1 frosinn banani
1 lúka frosin bláber
¼ lárpera
1 tsk. hnetusmjör
Lúka frosin vatnsmelóna (sker
niður og frysti í pokum)
Sítrónusafi (ferskur)
Engifer (eftir smekk)
Vatn eftir smekk.
Ofan á þrjár pekanhnetur og
nokkrir dropar hunang.
Kjúklingaréttur með
fetaosti og furuhnetum
Fyrir 4
5 Rose-kjúklingabringur
1 poki ferskt spínat
1 rauð paprika
¼ smátt skorið rautt chili
2 vorlaukar
½ ferskt mangó
3 msk. fetaostur í bláu krukk-
unum
1/2 lítill poki ristaðar furu-
hnetur
Kjúklingakrydd frá Potta-
göldrum
6 msk. kotasæla
Chili Falk-salt og nýmalaður
pipar
Aðferð
Bringurnar settar í eldfast
mót og kryddaðar. Mótið
sett inn í ofn.
Í skál er fetaosti og kota-
sælu blandað saman.
Grænmetið og mangóið
skorið smátt.
Öllu hrært saman við ost-
inn ásamt furuhnetunum.
Þegar bringurnar eru búnar
að malla í 15 mínútur má
setja allt yfir bringurnar og
baka í ofni í um 45 mínútur
við 200-220 gráður. Gott er
að setja álpappír yfir.
Eggaldin
Eggaldin skorin niður og
lögð á bökunarpappír á
ofnplötu.
Bakið eftir smekk.
Gott að krydda með salti og
chili-pipar.
Heimild: Heilsutorg.is
Sumarlegur matur sem hentar vel í hita og sól
Fréttablaðið tók saman nokkrar einfaldar og skemmtilegar uppskrift ir sem henta vel á þessum tíma árs.