Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 22

Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 22
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Bandaríska hljómsveitin Pixies er á leiðinni til Íslands í annað sinn í næstu viku. Tónleikarnir verða í Laugar-dalshöllinni á miðvikudagskvöld en áratugur er lið-inn síðan rokkararnir spiluðu á tvennum tónleikum í Kaplakrika.Trommarinn David Lovering er einkar hress í sím- anum og byrjar á því að segja frá kynnum sínum af Íslandi vorið 2004, þegar hljómsveitin hafði nýlega byrjað að spila saman eftir ellefu ára hlé. „Ég man að við vorum spennt fyrir ferða- laginu vegna þess að þetta er svo framandi staður og við höfðum aldrei komið þangað áður. Ég hef mikinn áhuga á jarðfræði og það var frábært að sjá steinana og landslagið. Auðvitað fórum við líka í Bláa lónið sem var gaman en þar fyrir utan var yndis- legt fólk þarna og ég borðaði góðan mat,“ segir trommarinn og byrjar að telja upp hvað hann lét ofan í sig: „Ég borðaði mat sem ég hafði aldrei prófað áður, eins og lunda, hval og hákarl og ég held ég fái hrossakjöt næst þegar ég kem þangað. Það er gaman að prófa allt sem er „lókal“. Þetta var yndislegur tími og ég get ekki beðið eftir því að koma aftur.“ Sættir sig við meira kjaftæði Næst liggur beinast við að spyrja hvort hljómsveitin hafi eitt- hvað breyst frá því hún spilaði síðast hér á landi, fyrir utan það að Paz Lenchantin plokkar núna bassann á tónleikum í stað stofnmeðlimsins Kim Deal sem ákvað að segja skilið við Pixies í fyrra. „Nei, veistu, við höfum alltaf verið eins. Við erum sömu manneskjurnar. Maður heldur að maður verði eldri og vitrari með árunum en ég held að það sé ekki satt. Ég held að maður verði bara eldri. En að verða vitrari þýðir bara að maður sættir sig við meira kjaftæði,“ segir Lovering og hlær. „Núna er Paz að spila á bassann og ég get fullvissað þig um að hún er mjög góður bassaleikari. Áhorfendurnir fíla hana og hún fær mig til að spila betur.“ Indie Cindy þurfti að vera góð Þegar Pixies lagði upp laupana á sínum tíma hafði hún gefið út fjórar breiðskífur sem gagnrýnendur hrifust mjög af, sér- staklega þeim tveimur fyrstu, Surfer Rosa og Doolittle. Eftir að bandið hætti störfum var forsprakk- inn Black Francis iðulega spurður að því hvort Pixies myndi snúa aftur en hann neitaði því ávallt. Því kom það mjög á óvart þegar hljómsveitin til- kynnti um endurkomu sína. Þegar orðrómurinn um nýju plötuna, Indie Cindy, fór af stað voru margir aðdáendur með efa- semdir um hvort rétt væri hjá hinni goðsagnakenndu Pixies að gefa út nýtt efni. Lovering er sam- mála því að væntingarn- ar hafi verið miklar. Eldri en síðast en ekkert vitrari Hljómsveitin Pixies spilar í Laugardalshöll næstkomandi miðvikudag. Áratugur er liðinn síðan hún kom síðast hingað til lands og spilaði í Kaplakrika. Trommuleikarinn David Lovering segir að erfitt hafi verið að standast væntingar við gerð nýju plötunnar Indie Cindy. 1986 Joey Santiago og Black Francis stofna hljómsveit sem síðar fær nafnið Pixies. 1987 Átta laga stuttskífan Come on Pilgrim kemur út á vegum útgáfunnar 4AD. 1988 Fyrsta breiðskífan, Surfer Rosa, kemur út en kemst hvergi inn á vinsældarlista. Melody Maker velur hana plötu ársins. 1989 Önnur breiðskífan, Doolittle, kemur út. Hún nær óvænt áttunda sæti á breska listanum. 1990 Þriðja breiðskífan, Bossanova, kemur út og nær þriðja sæti á breska listanum en aðeins 70. á þeim bandaríska. 1991 Fjórða breiðskífan, Trompe le Monde, kemur út og nær 7. sæti á breska listanum. 1992 Pixies hitar upp fyrir U2 á tónleika- ferðinni Zoo TV. 1993 Black Francis tilkynnir í útvarpsvið- tali að Pixies sé hætt störfum, án þess að hafa talað fyrst við hina í sveitinni. 1993 Black Francis breytir sviðsnafninu sínu í Frank Black og gefur út fyrstu sólóplötuna sína. 1993 Hljómsveit Kim Deal, The Breeders, slær í gegn með laginu Cannonball. 2004 Pixies tilkynnir óvænt um endurkomu sína og leggur af stað í tónleikaferð um heiminn. 2004 Sveitin gefur út nýtt lag eftir Kim Deal, Bam Thwok, sem nær efsta sæti niðurhalslista iTunes í Bret- landi. 2007 Black Francis segir að Pixies muni ekki gefa út nýja plötu vegna þess að Deal hafi ekki áhuga á því. 2013 Kim Deal hættir í hljóm- sveitinni. Fyrsta lagið í níu ár, Bagboy, kemur út án aðkomu Deal. 2014 Fyrsta Pixies-platan í þrettán ár og sú fyrsta án Deal, Indie Cindy, kemur út. Spurður um trommustíl sinn segir Lovering hann vera ósköp venjulegan og alls ekkert sérstakan. „Ég er ekki góður tromm- ari, ég henta bara hljómsveitinni vel, það er allt og sumt,“ segir trommari þessarar frægu sveitar og virðist meina hvert einasta orð. Hann bætir við að hann hafi breytt spilamennsku sinni eftir að Indy Cindy kom út. „Ég held öðruvísi á trommukjuðunum og nota hefðbundna gripið, eins og gömlu djasstónlistarmenn- irnir gerðu. Þannig lærði ég að spila á trommur þegar ég var lítill. En þegar ég byrjaði í Pixies breytti ég gripinu því við vorum að spila mikið af pönklögum og ég gat ekki spilað þau með djass- gripinu,“ segir hann. „Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er að síðan í september í fyrra höfum við verið að spila mikið af lögunum af Indie Cindy og ég hef notað þessa nýju tækni. Mér hefur aldrei verið hrósað á ævinni en núna er mér stanslaust hrósað. Eina ástæðan fyrir því er hvernig ég lít út á trommun- um, ekki vegna þess að ég er að spila betur. Fólk hugsar með sér: „Vá, þessi gaur lítur út fyrir að kunna að spila á trommur, sjáðu hvernig hann heldur á kjuðunum“,“ segir Lovering og hlær. „Ég þigg samt alveg hrósið, ekkert mál.“ Ég bjóst aldrei við því að við myndum byrja aftur að spila. Bara að koma aftur saman árið 2004 var eitthvað sem ég hafði aldrei látið mig dreyma um að gæti gerst. Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is „Þegar við vorum að semja lögin hafði fólk sagt okkur að við þyrftum að viðhalda þessari goðsagn- arkenndu stöðu. Við vissum líka að gæði laganna þyrftu að vera til staðar og þess vegna var þetta dálítið erfitt. En eina leiðin til að takast á við þetta var að vera mjög ánægðir með lögin sem við sömd- um. Þetta ferli tók um þrjú ár. Á þeim tíma varð mikið af lögum til og við hentum mörgum lögum sem okkur fannst ekki nógu góð. En á endanum vorum við mjög ánægðir útkomuna.“ Bjóst aldrei við endurkomu Þú hefur væntanlega ekki búist við að Pixies myndi nokkurn tímann gera nýja plötu? „Ég bjóst aldrei við því að við myndum byrja aftur að spila. Bara að koma aftur saman árið 2004 var eitthvað sem ég hafði aldrei látið mig dreyma um að gæti gerst. Þá vorum við ekki að spá í að taka upp ný lög. Það voru stanslausar tónleikaferðir vegna þess að fólk hafði svo mikinn áhuga á að sjá okkur. Það var ekki fyrr en eftir sjö ár sem við áttuðum við okkur á því að við höfðum verið á tónleikaferð lengur en við vorum starfandi á sínum tíma. Þá fórum við að hugsa um að búa til eitthvað nýtt.“ Kláraði rafmagnsverkfræðina Lovering byrjaði í Pixies þegar hann var í háskóla. Black Francis og gítarleikarinn Joey Santiago voru að leita að trommuleikara, en áður höfðu þeir ráðið Kim Deal í bandið. „Ég var hættur að spila á trommur þegar eiginmaður Kim Deal hafði samband við mig og sagði að hún hefði hitt tvo náunga sem voru að leita að trommara. Ég ákvað að slá til því mig hafði alltaf langað til að vera í hljómsveit. Ég hitti þá og þeir spiluðu nokkur lög og ég hugsaði með mér: „Þetta er málið“,“ segir Lovering. „Ég gekk til liðs við bandið og við byrjuðum að spila í Boston. Mér fannst lögin virkilega góð og ég var mjög áhugasamur. Við fórum að spila á hverjum tónleikunum á fætur öðrum og á endanum gerð- um við plötusamning við 4AD,“ bætir hann við. „Þarna á níunda áratugnum voru foreldrar mínir ekki ánægðir með að ég væri kominn í hljómsveit. Ég var að læra rafmagnsverkfræði og þau vildu frekar að ég einbeitti mér að henni. Ég kláraði reyndar námið og mamma er ánægð núna.“ Surfer Rosa í uppáhaldi Spurður út í gerð fyrstu breiðskífunnar Surfer Rosa, uppáhalds Pixies-plötu Lovering, segir hann að 4AD hafi stungið upp á því að Steve Albini yrði upptökustjóri. „Við höfðum verið að spila lögin á klúbbum í Boston, þannig að það var mjög auðvelt að fara inn í hljóðverið og spila þau. Það var ekki verið að spá of mikið í hlutina. Albini notaði her- bergishljóðnema og við notuðum málmgítarneglur. Þetta var hljómurinn sem kom út úr því og varð að Surfer Rosa.“ Hélt töfrasýningu í Reykjavík Hvað ætli hafi tekið við hjá Lovering þegar Pixies hætti 1993? „Ég hélt áfram að spila á trommur í einhver ár en hætti svo að spila. Ég missti áhugann á að spila með hljómsveitunum sem ég var í vegna þess að ég elskaði að spila með Pixies og það var bara ekki hægt að líkja þessu saman. Á þeim tíma- punkti fékk ég áhuga á töfrum og ákvað að gerast atvinnutöframaður. Ég starfaði við það í mörg ár og geri það meira að segja enn.“ Eftir að Pixies sneri aftur byrjaði hann aftur að spila en hélt samt áfram að töfra. „Ég man að þegar ég var í Reykjavík 2004 endaði ég á bar eitt kvöldið og hélt stóra töfrasýningu. Það var gaman og ég held að allir hafi skemmt sér vel. Næst mun ég örugglega halda nákvæmlega eins sýningu.“ Pixies er eitt áhrifamesta rokkband sög- unnar. Heyra má áhrifin víða, eins og hjá Nirvana og The Strokes. Hvernig ætli Lovering geti útskýrt þær vin- sældir og þá virðingu sem Pixies hefur öðlast? „Lögin eru góð, svo einfalt er það. Þetta eru þrír náungar og stelpa. Við höldum tónleika, tölum ekki neitt heldur spilum bara lögin. Við erum heið- virt og alvöru rokkband.“ PIXIES Hljómsveitin Pixies. Frá vinstri: Francis, Santiago, Lenchantin og Lovering. NORDICPHOTOS/GETTY Stiklað á stóru á ferli Pixies Segist ekki vera góður trommari
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.