Fréttablaðið - 07.06.2014, Side 32
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32
Sunnudagurinn 16. júlí árið 1950. Það sem átti ekki að geta gerst gerðist. Úrúgvæ er heimsmeistari, ekki Brasilía. Meðan nýkrýndu heimsmeistararnir fagna
tínast áhorfendur af Maracanã-
vellinum í Ríó de Janeiro, stein-
runnir, eins og þeir hafi séð draug.
Í sumar á brasilíska landsliðið loks
möguleika á að kveða niður þenn-
an draug sem hefur ásótt Brasilíu
í 64 ár.
Framan af gekk allt svo vel.
Brasilía byrjaði HM 1950 á því að
vinna Mexíkó 4-0, gerði svo 2-2
jafntefli gegn Sviss og tryggði sér
svo þátttökurétt í úrslitariðlinum
með 2-0 sigri á Júgóslavíu. Þegar
þangað var komið settu Brasilíu-
menn í annan gír. Liðið valtaði yfir
Svíþjóð 7-1 og Spán 6-1. Framherja-
tríóið frábæra, Zizinho, Jair og
Ademir, var óstöðvandi, líkt og það
hafði verið ári fyrr þegar Brasilía
vann Suður-Ameríkukeppnina,
þar sem liðið skoraði 46 mörk í átta
leikjum á leið sinni að titlinum.
Brasilíu dugði jafntefli gegn
Úrúgvæ í lokaleik úrslitariðilsins
til að verða heimsmeistari í fyrsta
sinn. Það gerðu allir ráð fyrir sigri
Brasilíu og leikurinn við Úrúgvæ
átti að vera lítið annað en forms-
atriði. Á forsíðu morgunútgáfu
dagblaðsins O Mundo mátti finna
mynd af brasilíska liðinu undir
fyrirsögninni „Þetta eru heims-
meistararnir“. Eftir að hafa rekið
augun í blaðið að morgni leikdags
keypti fyrirliði Úrúgvæja, Obdulio
Varela, eins mörg eintök af því og
hann gat, breiddi úr þeim á baðher-
bergisgólf og fyrirskipaði svo sam-
herjum sínum að míga á blöðin.
Borgarstjórinn í Ríó de Janeiro,
Angelo Mendes de Moraes, sat held-
ur ekki á sér í ræðu fyrir leikinn.
„Þið eigið ykkur enga jafnoka á
jörðinni,“ sagði Moraes við mann-
fjöldann sem var saman kominn á
Maracanã. „Ekkert lið kemst með
tærnar þar sem þið hafið hælana.
Ég hylli ykkur þegar sem heims-
meistara.“
Og þegar 24 mínútur voru til
leiksloka benti fátt til annars en að
sú yrði raunin. Heimamenn leiddu
1-0 með marki Friaça og allt var á
áætlun. En þá fór lestin út af spor-
inu.
Maracanazo
Juan Alberto Schiaffino jafnaði
leikinn á 66. mínútu eftir send-
ingu frá kantmanninum Alcides
Ghiggia. Það sló þögn á Marac-
anã. Samkvæmt opinberum tölum
voru 173.850 áhorfendur á vellinum
þennan dag, en þeir voru að öllum
líkindum rúmlega 200.000.
Ghiggia, eini eftirlifandi leik-
maðurinn frá leiknum 1950, var
svo aftur á ferðinni 13 mínútum
seinna. Hann skiptist á sending-
um við Julio Pérez á hægri kantin-
um og lék áfram. Markvörðurinn
Moacir Barbosa bjóst við fyrirgjöf
og skildi eftir svæði á nærstöng-
inni sem Ghiggia nýtti sér og skor-
aði sigurmarkið. Úrúgvæ hafði tek-
ist hið ómögulega, að tryggja sér
heimsmeistaratitilinn á kostnað
heimamanna.
Tapið hafði djúpstæð áhrif á
brasilísku þjóðarsálina og margir
líta á það sem stærsta áfall, ekki
bara í sögu knattspyrnulandsliðs-
ins, heldur einnig í sögu Brasilíu.
Ósigurinn gegn Úrúgvæ 1950 var
meiriháttar skellur fyrir land
sem var á uppleið. Efnahagurinn
var betri, lýðræðisumbótum hafði
verið komið á og Brasilía var smám
saman að nútímavæðast. Og eins og
fram kemur í bók Jons Spurling,
Death or Glory: The Dark History
of the World Cup, var Maracanã
eins konar tákn fyrir hina nýju
Brasilíu.
Tapinu fyrir Úrúgvæ hefur,
heldur ósmekklega, verið líkt við
morðið á John F. Kennedy, árásina
á Hiroshima og einn viðmælandi
Spurlings í Death or Glory, Carlos
að nafni, líkir tapinu við Titanic-
slysið: „Það eru margir samnefnar-
ar með þessu tvennu,“ segir Carlos.
„Eftirvæntingin í loftinu, ofmatið,
og tilfinningin fyrir því að vera
ósigrandi. Svo dundi hið óvænta
áfall yfir og því fylgdu ásakanir,
leit að sökudólgum, deilur og ótal
bækur og kvikmyndir þar sem
atburðurinn var skoðaður frá ólík-
um hliðum. Maracanazo [eins og
tapið gegn Úrúgvæ er jafnan kall-
að] var okkar Titanic.“
Markvörðurinn grætti heila þjóð
Eftir leikinn beindust spjótin aðal-
lega að varnarmönnunum Bigode og
Juvenal og markverðinum Barbosa
– einu blökkumönnunum í liði Brasi-
líu – en sá síðastnefndi var öðrum
fremur gerður að blóraböggli fyrir
tapinu. Hann átti sér aldrei við-
reisnar von eftir leikinn. Hvert sem
Barb osa fór var hann með einum
eða öðrum hætti minntur á mistök-
in sem kostuðu Brasilíu heimsmeist-
aratitilinn.
Eitt atvik, sem átti sér stað 20
árum eftir Maracanazo, sat leng-
ur í markverðinum en önnur. Barb-
osa var þá staddur í verslun þegar
hann heyrði konu segja við ungan
son sinn: „Sjáðu! Þarna er maðurinn
sem fékk alla Brasilíu til að bresta í
grát.“ Það var einnig litið á Barbosa
sem eins konar óheillakráku, en árið
1993 var honum meinaður aðgang-
ur að æfingu brasilíska landsliðsins
því hann þótti boða ógæfu.
Barbosa lést í fátækt (eins og
svo margir þeirra sem tóku þátt í
umræddum leik) árið 2000, saddur
lífdaga. „Í Brasilíu er hámarksrefs-
ingin 30 ár,“ sagði Barbosa í síðasta
sinn sem hann talaði á opinberum
vettvangi. „En síðustu fimmtíu ár
hef ég tekið út refsingu fyrir glæp
sem ég framdi ekki.“
Í hlutverki draugabana
Pelé var níu ára þegar leikurinn
örlagaríki gegn Úrúgvæ fór fram.
Eftir leikinn sá Pelé föður sinn fella
tár í fyrsta sinn og lofaði að einn
daginn myndi hann vinna HM fyrir
hann. Framherjinn stóð við loforðið
og gott betur.
En þrátt fyrir að Brasilía hafi
unnið þrjá heimsmeistaratitla með
Pelé innanborðs og tvo til viðbótar
hefur það ekki dugað til að græða
sárin frá 1950 að fullu. Nú er hins
vegar möguleiki. Eins og rithöfund-
urinn Alex Bellos hefur bent á er
aðeins ein leið í boði fyrir Brasilíu
til að kveða drauginn frá 1950 niður:
að vinna úrslitaleik HM þann 13.
júlí 2014, á Maracanã, þar sem stór-
slysið átti sér stað fyrir 64 árum.
Draugurinn kveðinn niður?
Þó svo að Brasilía hafi orðið heimsmeistari í knattspyrnu oftar en allar aðrar þjóðir á þjóðin sárar minningar frá síðustu
heimsmeistarakeppni sem haldin var þar í landi. Nú fyrst fær landslið Brasilíu tækifæri til að kveða niður draug HM 1950.
Ingvi Þór
Sæmundsson
sport@frettabladid.is
SLÓ ÞÖGN Á MARACANÃ Juan Schiaffino skorar hér fyrra mark Úrúgvæ gegn Brasilíu í leiknum fræga á Maracana-leikvanginum árið 1950. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Í FÓTBOLTA
BRASILÍU
HM
© GRAPHIC NEWS
1970: Eitt besta
lið sögunnar, með
Pelé, Tostao,
Jairzinho, Carlos
Alberto og Rivelino.
Brasilía vinnur
þriðja titilinn og
Jules Rimet-bikarinn
til eignar.
1966: ni.Fellur úr leik í riðlakeppnin
1962: Pelé er meiddur en
í fjarveru hans fer Garrincha fyrir
Brasilíu sem verður fyrst landa
til að verja titilinn.
1958: Fyrsti HM-titillinn vinnst
í Svíþjóð þar sem hinn 17 ára Pele
er í stóru hlutverki.
1954: Fellur úr leik í 8-liða úr-
slitum eftir frægan slagsmálaleik
gegn Ungverjalandi.
1950: HM fer
fram í Brasilíu.
Úrslitin ráðast
í tveimur
riðlakeppnum
en tvö efstu liðin
í úrslitariðlinum
mætast í loka-
leik keppninnar.
Úrúgvæ vinnur
heimamenn,
2-1.
1938: Brasilía endar í þriðja
sæti og Leonidas er markakóngur
keppninnar.
1934: Fellur úr leik í fyrstu
umferð.
1994: Kemst í úrslitaleikinn í
fyrsta sinn í 24 ár og er fyrsta
liðið til að vinna titilinn eftir
vítaspyrnukeppni.
1990: Brasilía er með slakt lið
og tapar fyrir Argentínu
í 16-liða úrslitum .
2002: Ronaldo, Rivaldo og
Ronaldinho fara fyrir töfrandi liði
Brasilíu sem vinnur titilinn í
fimmta sinn.
r Ronaldo vinnu
gullskóinn og
skorar bæði
mörkin í 2-0
sigri á
Þýskalandi
í úrslitum.
1998: Sigurstranglegir en
tapa fyrir Frökkum í úrslita-
leiknum þar sem veikindi
Ronaldos reynast örlagavaldur.
2006: Fellur úr leik
í 8-liða úrslitum.
2010: Fellur aftur úr leik
í 8-liða úrslitum.
Heimild: FIFA
Myndir A: P,
Getty Images
1930: Keppir á HM í fyrsta
sinn. Preguinho skorar fyrsta
HM-mark Brasilíu sem tapaði
þó fyrir Júgóslavíu.
2014: Þrátt fyrir erfiðan
undirbúning mótsins á heimavelli
freistar Brasilía þess að vinna
sjötta titilinn á heimavelli.
Pelé: Af mörgum
talinn besti leikmaður
allra tíma – sá eini
sem vann
HM þrisvar.
Neymar:
Ný tjs arna sem
fær tækifæri til að láta
ljós sitt s kína
á heimavelli.
Cafu: Sá landsliðsmaður
Brasilíu sem hefur
leikið flesta l eiki frá
upphafi lyftir bikarnum
árið 2 002.
Brasilía: Ástríða fyrir fótbolta
1986: Socrates brennir af í
vítaspyrnukeppni og Brasilía tapar
fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum.
1978: Rétt missir af úrslita-
leiknum vegna markatölu. Endar
í þriðja sæti en Argentína
verður meistari.
1974: Fjórða sæti eftir að hafa
tapað fyrir Hollandi í undan
úrslitum.
1982: Ítalía hefnir fyrir tapið
1970 í úrslitaleik þar sem liðs-
skipulag hefur betur gegn
brasilískum sambabolta.
Markahæstir HM-goðsagnir Flestir leikir
Ronaldo
Pelé
Vava, Jairzinho
Ademir, Leonidas, Rivaldo
Careca
15
12
9
8
7
Cafu
Ronaldo
Dunga, Taffarel
Lucio, Roberto Carlos
Gilberto Silva, Jairzinho
20
19
18
17
16