Fréttablaðið - 07.06.2014, Síða 34

Fréttablaðið - 07.06.2014, Síða 34
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Temur náttúruöflin Ragna Róbertsdóttir býr og starfar bæði í Reykjavík og Berlín. Verk hennar hafa verið sýnd víða, meðal annars í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Ástralíu. Verk Rögnu eru gerð úr hrauni, glerbrotum, brotnum skeljum eða neon-lituðum plastflögum og fest beint á veggi sýningarsvæðis. Verkin eru jöfnum höndum vangaveltur um landslagið og túlkun hennar á því. Einfaldar innsetningar hennar verða að óhefðbundnum málverkum eða skúlptúrum þar sem viðfangsefni og miðill verða að órjúfan- legri heild. Flest verka Rögnu eru unnin úr náttúrulegum efnum; íslensku hrauni og vikri, nánar tiltekið leifum jarðhrær- inga, ásamt leðju, steinum, sandi, gleri og að lokum salti. Ragna dregst að því náttúrulega – sérstaklega eld- fjöllum og þeirri orku og krafti sem fylgir þeim. Henni tekst að temja náttúruöflin og koma þeim í viðráðan- lega mynd og oftar en ekki tekur efnið á sig ferkantað form sem er í anda bandarísks minimalisma. Í nánast öllum hennar verkum tekur Ragna einingar frá nátt- úrunni og færir yfir í borgarlandslagið, það má því segja að hún ferji náttúruna yfir í menninguna. Skapa sér nafn í nútímamyndlist Æ fleiri íslenskum myndlistarmönnum hefur tekist að marka sér sérstöðu og skapa sér nafn í útlöndum og eins hér heima. Það þarf ekki endilega að þýða heimsfrægð en margir hverjir hafa kynnst söfnurum og galleríum úti í heimi sem hafa áhuga á að kaupa verkin þeirra og sýna þau. Myndlistin er gott dæmi um það hvernig svo lítið samfélag eins og Ísland græðir á alþjóðlegum samskiptum, því það er ljóst að fjöldi íslenskra myndlistarmanna aflar sér tekna úti í heimi. Fréttablaðið mun á næstu vikum fjalla um einhverja þessara listamanna, sem lítið er fjallað um á Íslandi, og starf þeirra. Hvernig upplifum við heiminn? Egill hefur búið og starfað í Berlín síðastliðin fimmtán ár, síðan 1999. Hann hefur unnið með marga miðla í gegnum tíðina, en síðustu fimm-tán ár þó aðallega með vídeóvarpanir á hluti og staði. Hann fær það sem hann varpar á til að lifna við og fær okkur til að spyrja ýmissa spurninga um samband okkar við umhverfið, sálar- og tilfinningalíf, hugsanir og um það hvernig við upplifum heiminn. Einnig hefur hann gefið út nokkrar hljómplöt- ur, þar á meðal plötuna Tonk of the lawn sem ýmsum er kunnug. Egill hefur haldið 57 einkasýningar frá útskrift úr MHÍ árið 1997, tekið þátt í 127 hópsýning- um, framið og haldið 126 gjörninga, viðburði og tón- leika, gefið út sjö geisladiska með tónlist ásamt því að efni eftir hann komi fram í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Auk þessa hafa tvær bækur komið út um list hans og pælingar. Nýverið vígði hann tvö útilistaverk í Þýskalandi. KASKADE 2014 Kaskade er hluti arkitektúrs Nútíma- listasafnsins í Ahlen, Westfahlen. Það er hluti af átaki Ruhr-héraðsins sem nefnt er Lichtweg– Hellweg og samanstendur af um 50 verkum sem byggð hafa verið á síðustu árum. Innsetningin er byggð á vídeóvörpun ofan á þak safnsins. Vídeóvarpi situr í loftslagsstilltum kassa sem staðsettur er á 11 metra háu mastri hinum megin við götuna. Eftir sólsetur fer verkið af stað og þakið breytist í eins konar rafrænan foss með stöllum. Línur renna niður eftir þakinu, stundum óreglulegar eins og vatn. Til að brjóta upp minimalískt form verksins birtist alltaf klukkan 9 á sunnudagskvöldi lítil stúlka sem virðist koma út um dyr á þakinu með stóran gulan hjálm á höfðinu og hamar og labbar um þakið til að laga það. Þetta er hún Susanne litla. Verkið er varanleg innsetning til næstu 15 ára að minnsta kosti. THE BRICK IS THE KEY 2013 Verkið var pantað af dönsku arkitektúrmiðstöðinni í Kaupmannahöfn og The Streaming Museum New York. Verkið er vídeóvörpun á framhlið miðstöðvarinnar á Strandgade sem er einnig gamalt múrsteinshlaðið pakkhús. Eitt elsta og smæsta element byggingarlistarinnar, sem einnig er eitt það mikilvægasta í Danmörku, er múrsteinninn. Með því að búa til þrívíddarmódel af veggnum með nákvæmri staðsetningu hvers steins, gat teymið búið til forrit sem lætur sér- hvern stein losa sig úr veggnum, fljúga um og jafnvel breyta um form. Hugsunin var að staðsetja okkur á milli tveggja punkta: Annars vegar í fortíðinni þar sem engin hús voru til og hins vegar í framtíðinni þar sem arkitektúr er ekki til, því tækni og aðstæður munu skapa þeim veruleika sinn tilveruramma. Byggingarlistin er eins og vera sem hefur þróast út úr náttúrunni í samvígi við manninn, einu sinni var hún ekki til, en í samblandi við mannlegt afl tók hún að myndast. Eins og maðurinn hefur áhrif á byggingarnar, hefur náttúran með sínum möguleikum og skorðum áhrif á möguleikana og byggingarnar hafa líka áhrif á manneskjur. SVIPMYND EGILL SÆBJÖRNSSON LAVA LANDSCAPE 2014 Þessi mynd er af sýningu í Berlín sem var opnuð 13. mars og verður opin út júlí. „LAVA LANDSCAPE“ 2014 S tóra verkið fremst á myndinni. 335 x 260 cm. Unnið úr Hekluvikri beint á vegg. „INNER LANDSCAPE“ 2014 Steinverkið. 50 x 50 x 50 cm. Efnið er sagað hraungrýti. Textaverkið á veggnum er eftir Lawrence Weiner. RED LAVA LANDSCAPE 2010 Hér er mynd frá einkasýningu Rögnu í Hamish Morrison Galerie í Berlín 2010. „RED LAVA LANDSCAPE“ 2010 S tóra glerverkið upp við vegginn. 2 metrar x 6 metrar. Efnið er rauðamöl á milli glerja. „MINDSCAPE“ 2010 Verkið á gólfinu. Efnið er salt í glerskálum sem falla hvor ofan á aðra. SVIPMYND RAGNA RÓBERTSDÓTTIR MYND/EINAR SNORRIMYND/JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.