Fréttablaðið - 07.06.2014, Side 40

Fréttablaðið - 07.06.2014, Side 40
FÓLK|HELGIN Á Hraðastöðum í Mosfellsdal hefur verið rekinn húsdýra-garður í um það bil eitt ár. Rekstrarstjórar garðsins eru fjór- tán og ellefu ára heimasæturnar á bænum, Linda og Sara Bjarnadæt- ur. „Mamma og pabbi hafa tekið á móti leikskólabörnum í sveita- ferðum á vorin í mörg ár og okkur systurnar langaði að gera meira úr þessu og hafa opið fyrir fólk allt sumarið. Við systurnar sjáum alveg um þetta og það er ekkert mál,“ segir Linda. ALLIR FÁ AÐ HALDA Á DÝRUM „Við erum með hesta, geitur, eitt svín, ref, naggrísi, kanínur, hvolp, kálf, kettlinga, hænur og kindur. Svo eigum við von á tvíburakálfum í húsdýragarðinn sem nágranni okkar ætlar að lána okkur. Við erum líka með traktor sem hægt er að leika sér á og fleira dót. Hjá okkur getur fólk fengið að halda á dýrunum og klappa þeim, okkur finnst það svo æðislegt.“ Hún segir að þrátt fyrir að einhverjir krakkar séu hræddir við dýrin í byrjun þá endi flestir á því að halda á þeim og klappa þeim, enda kenna þær systur öllum réttu handtökin. BARA VENJULEG SVEITASTÖRF Foreldrar Lindu og Söru hjálpa þeim við rekstur húsdýragarðsins en Bjarni Bjarnason, pabbi þeirra, segist bara vera vinnumaður hjá þeim. Systurnar hafa búið alla sína tíð á bænum og segir Linda það vera alvanalegt fyrir þær að vera í kringum dýrin. „Við lítum ekki á þetta sem eitthvert fyrirtæki. Við hugsum um dýrin, mokum undan þeim, gefum þeim og pössum að þeim líði vel og að það sé snyrti- legt í kringum þau. Þetta eru bara venjuleg störf fyrir okkur, það er bara fólkið sem kemur að skoða dýrin sem bætist við. Við höfum reyndar fjölgað litlu dýrunum hjá okkur eftir að við opnuðum hús- dýragarðinn en við erum aðallega með kindur sem pabbi sér um.“ ÓVENJULEGT HÚSDÝR Refurinn Móey er einn íbúa Hús- dýragarðsins á Hraðastöðum. „Það var maður sem var að vinna uppi á Mosfellsheiði í fyrrasumar sem kom með hann til okkar. Refurinn kom bara út úr greninu og vildi leika við hann, maðurinn tók hann með sér og spurði hvort við vildum ekki hafa hann í garðinum. Refur- inn er búinn að vera hjá okkur í næstum ár og það er mjög gaman að hafa hann, hann er óvenjulegt gæludýr,“ segir Linda. MIKIÐ LÍF Á HRAÐASTÖÐUM Þær systur eru í Varmárskóla í Mosfellsbæ og fara með skólabíl í skólann. „Ég er ein í bekknum sem bý hér í sveitinni en í árgang- inum hennar Söru systur eru fleiri krakkar úr dalnum. Það er alltaf fullt af krökkum hér á Hraðastöð- um og mikið líf. Hér hafa líka oft verið teknar upp auglýsingar og hljómsveitin Retro Stefson tók upp tónlistarmyndband í hlöðunni hjá okkur.“ Hún segist þó ekki vita af hverju þeirra bær hafi orðið fyrir valinu en finnst líklegt að það hafi verið af því að svæðið er gamal- dags. Nánari upplýsingar um Húsdýra- garðinn á Hraðastöðum má finna á Facebook. ■ liljabjork@365.is PABBI ER BARA VINNUMAÐUR HÚSDÝR Rekstrarstjórar Húsdýragarðsins á Hraðastöðum í Mosfellsdal eru ellefu og fjórtán ára systur. Garðurinn fagnar ársafmæli. REKSTRAR- STJÓRAR Systurnar Sara og Linda reka Húsdýragarðinn á Hraðastöðum. Þær búa á bæn- um ásamt for- eldrum sínum. MYND/GVA LÍF Á BÆNUM Kristrún Bender og Brynja Bjarna- dóttir knúsa kanínu og kött sem eiga heima í hús- dýragarðinum. VINNUMAÐURINN Pabbi systranna sér um kindurnar en dæturnar reka Húsdýragarðinn á Hraða- stöðum. Cinnabon er klassísk amerísk uppskrift að mjúkum kanil- snúðum sem bakaðir eru nokkrir saman í eldföstu móti og mynda nokkurs konar köku. Yndislegt kaffibrauð á fallegum sumardegi. DEIG 1 bolli mjólk 2 egg 1⁄3 bolli olía 4½ bolli hveiti 1 tsk. salt ½ bolli sykur 2½ tsk. þurrger Fylling 1 bolli púðursykur 2½ msk. kanill 1⁄3 bolli mjúkt smjör KREM 1 dl rjómaostur ¼ bolli mjúkt smjör 1½ bolli flórsykur ½ tsk. vanilludropar Öllum þurrefnum í deigið er blandað vel saman. Vökva er bætt út í og hnoðað. Deigið látið hefast þar til það hefur tvöfald- ast. Útbúið fyllingu með því að hræra saman öllu innihaldinu. Deigið er flatt út og smurt með fyllingunni. Rúllið deiginu upp og skerið rúlluna í hæfilega marga snúða. Þeim er síðan rað- að í eldfast mót og látnir hefast í um hálftíma. Snúðarnir eiga að bakast við 170 gráður í um fimmtán mín- útur. Meðan snúðarnir bakast er kremið útbúið. Það er sett ofan á snúðana um leið og þeir koma út úr ofninum. AMERÍSKIR KANILSNÚÐAR RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM Hvað er SONOS? Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. Spilaðu það sem þú vilt hvar sem er á heimilinu í gegnum Sonos kerfið sem er mjög einfallt í uppsetningu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.