Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 43
| ATVINNA |
LEGAL SERVICES
SINCE 1907
Efstaleiti 5
103 Reykjavík
Iceland
+354 5 400 300
+354 5 400 301
42 New Broad Street
London EC2M 1 JD
England
+44 (0) 207 920 3020
+44 (0) 207 920 3099
Laust er til umsóknar starf skrifstofustjóra LOGOS lögmannsþjónustu.
Um er að ræða fullt starf við stærstu og framsæknustu lögmannsstofu
landsins þar sem stór og samhentur hópur lögfræðinga og annarra
starfar. LOGOS er með starfsstöðvar í Reykjavík og London og er í
forystu við að veita íslenskum og erlendum fyrirtækjum lögfræðiráðgjöf.
Starfssvið
Skrifstofustjóri LOGOS ber ábyrgð á rekstrarsviðum lögmannsstofunnar,
skipuleggur starf þeirra og vinnur að því að hámarka skilvirkni þeirra í
samræmi við stefnu eigenda og stjórnenda stofunnar. Skrifstofustjóri
hefur umsjón með fjármálum, kynningarmálum, upplýsingatækni og
mannauðsmálum í samvinnu við faglegan framkvæmdastjóra.
Hæfniskröfur
• Háskólagráða í viðskiptafræðum eða skyldum greinum
• Víðtæk stjórnunar- og rekstrarreynsla
• Reynsla af kynningar- og markaðsmálum
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Gott vald á íslenskri og enskri tungu
• Færni í samskiptum
• Góð tölvukunnátta
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2014 og skulu umsóknir og
fyrirspurnir berast til faglegs framkvæmdastjóra LOGOS, Helgu M.
Óttarsdóttur, á netfangið umsoknir@logos.is. Umsóknareyðublöð má
finna á heimasíðu LOGOS, www.logos.is.
LÍÐUR ÞÉR VEL
Í LAGALEGU UMHVERFI?
LOGOS leitar að skrifstofustjóra
Gildi Tryggingastofnunar eru traust, metnaður og samvinna.
Hjá Tryggingastofnun, einni helstu miðstöð velferðarmála á Íslandi,
starfa um 100 manns við að veita stórum hópi landsmanna trausta
þjónustu. Tryggingastofnun leggur áherslu á að hafa í röðum sínum hæft
starfsfólk til að sinna fjölbreyttum verkefnum stofnunarinnar. Lögð er
áhersla á fjölskylduvænt starfsumhverfi með sveigjanlegum vinnutíma.
Tryggingastofnun auglýsir eftir félagsráðgjafa
í teymi á Réttindasviði sem vinnur við mat á
endurhæfingu. Um er að ræða fullt starf.
Starfssvið:
• Meta umsóknir um endurhæfingarlífeyri
• Veita ráðgjöf til fag- og samstarfsaðila
• Þátttaka í þróunarvinnu innan og utan stofnunar
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Löggilt starfsleyfi í félagsráðgjöf er skilyrði
• Nokkurra ára starfsreynsla úr félags- eða
heilbrigðisþjónustu
• Góð samskiptafærni og jákvæð viðhorf nauðsynleg
• Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
• Frumkvæði, metnaður og hæfni að vinna undir álagi
• Þekking á endurhæfingarúrræðum, almanna-
tryggingum og heilbrigðis- og velferðarþjónustu
er mikilvæg
Umsóknarfrestur er til og með 23. júní nk.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála-
ráðherra og Félagsráðgjafafélags Íslands. Æskilegt er
að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara
samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið veita Margrét S. Jónsdóttir,
deildarstjóri lífeyrisdeildar, og Hólmfríður Erla Finnsdóttir,
mannauðsstjóri, sími 560 4400.
Umsækjendur eru beðnir að sækja um á starfatorg.is.
Starfsemi Réttindasviðs felur m.a. í sér ákvörðun
réttinda um ellilífeyri, örorku- og endurhæfingarlífeyri
auk tengdra greiðslna. Einnig falla undir starfsemi
sviðsins fjölskyldutengdar greiðslur s.s. umönnunar- og
foreldragreiðslur, barnalífeyrir og meðlag.
Nánari upplýsingar má finna á www.tr.is
Laugavegi 114 | 105 Reykjavík | Sími 560 4400
Félagsráðgjafi
Ím
yn
d
u
n
ar
af
l
/
T
R
/
R
E
S
06
14
LAUGARDAGUR 7. júní 2014 3